Bankar þurfa 16.000 milljarða 24. október 2011 06:00 Leiðtogar ESB stefna að því að koma fram með heildarlausn á skuldavanda evrusvæðisins á fundi á miðvikudag. Um helgina var upplýst að bankar innan ESB þyrftu að auka eiginfjárhlutfall sitt og afskrifa um helming skulda Grikkands. Nordicphotos/AFP Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. [email protected] Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. [email protected]
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira