Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda 26. október 2011 06:00 Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi. Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði. Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum. Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum. Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist. Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði. Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar