Kóngurinn í kvikmyndum 27. október 2011 17:00 Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Spielberg á tökustað myndarinnar The Sugarland Express árið 1974 í Texas.Mynd/Getty Ef sá dagur rynni upp að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood yrði gripinn mikilmennskubrjálæði (sem reyndar gerist örugglega á hverjum degi) og vildi krýna sjálfan sig konung borgarinnar myndu fæstir hreyfa við andmælum ef sá maður væri Steven Spielberg. Nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Aðdáendur blaðamannsins snjalla sem listamaðurinn Hergé gerði ódauðlegan í bókum sínum hafa beðið spenntir eftir að sjá hvernig Spielberg tekst upp. Og það skemmir eflaust ekki fyrir að Peter Jackson, maðurinn á bak við Hringadróttinsþríleikinn, situr í aðalframleiðandastólnum. Söguþráður myndarinnar er mjög einfaldur; Tinni og Kolbeinn kafteinn halda af stað í fjársjóðsleit þegar þeir reyna að finna sjóræningjaskip sem forfaðir Kolbeins stýrði. Ævintýri Tinna er fyrsta kvikmynd Spielbergs í þrjú ár, frá því að hann leikstýrði upprisu Indiana Jones. Þetta er jafnframt fyrsta teiknimynd Spielbergs en myndin er gerð með svokallaðri „motion capture"-tækni sem byggist á því að alvöruleikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar inn í tölvu og „kvikaðar". Fáum kemur það á óvart að Andy Serkis skuli leika í myndinni – hann er Kolbeinn kafteinn – því sá ágæti maður er fyrsta og eina stjarna þessarar tækni; hann var Gollum í Hringadróttinssögu og King Kong í samnefndri kvikmynd Jacksons. Jamie Bell fer hins vegar með hlutverk Tinna.Tinni og Kolbeinn.Ferill Spielbergs er einstakur í Hollywood, hægt væri að telja feilsporin á fingrum annarrar handar en smellirnir eru nánast endalausir. Enda auðæfi leikstjórans metin á þrjá milljarða Bandaríkjadollara, síðustu þrjú ár hefur hann haft yfir hundrað milljónir dollara í árslaun samkvæmt Forbes. Þrátt fyrir velgengnina hefur leikstjóranum tekist að halda persónu sinni fjarri kastljósi fjölmiðla að mestu; hann er tvígiftur og á sjö börn, þar af tvö ættleidd. Ferill Spielbergs hófst fyrir alvöru með kvikmyndinni The Sugarland Express árið 1974 en í kjölfarið komu kvikmyndir á borð við Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark og E.T.; listinn er nánast ótæmandi. Spielberg notaði sín fyrstu skref til að gera tilkomumiklar ævintýramyndir en hann getur vel gert dramatíkinni góð skil, eins og kvikmyndirnar The Color Purple, Empire of the Sun og Schindler's List sýna vel. Spielberg er hins vegar á heimavelli þegar ævintýri eru annars vegar, þar er hann fremstur meðal jafningja í þeim hring. Það lá alltaf fyrir að Spielberg myndi gera kvikmynd eftir Tinnabókunum. Eftir að einn gagnrýnandi hafði lýst því yfir að fyrsta Indiana Jones-myndin væri eins og Tinnabók pantaði Spielberg allar bækurnar á frummálinu og þrátt fyrir að hafa ekki skilið neitt varð hann umsvifalaust ástfanginn af myndlist þeirra. Hergé lýsti því síðan sjálfur yfir að Spielberg væri eini leikstjórinn sem gæti komið Tinna á hvíta tjaldið. [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira