Lífið

Arnar Gauti og Jóhanna opna tískuskóla í Ármúla

tískupar Þau Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir opna Elite Fashion Academy í næsta mánuði en skólinn býður upp nám tengt fegurð, tísku og heilsu. Fréttablaðið/stefán
tískupar Þau Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir opna Elite Fashion Academy í næsta mánuði en skólinn býður upp nám tengt fegurð, tísku og heilsu. Fréttablaðið/stefán
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjórar Elite á Íslandi, opna nýjan tískuskóla, Elite Fashion Academy, í lok nóvember. Skólinn hyggst bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, fegurð og heilsu.

„Við teljum að skóli á borð við þennan eigi vel heima hér á Íslandi og gefi ferskan blæ inn í þennan geira,“ segir Jóhanna Pálsdóttir um skólann Elite Fashion Academy sem opnar í lok nóvember.

Lánshæft hjá LÍNEins og nafnið gefur til kynna ætlar skólinn að bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, heilsu og úliti en skólanum er skipt niður í þrjár brautir. Tísku Akademía verður með fyrirsætunámskeið, stílistanám, förðunarnámskeið og námskeið í tískuljósmyndun.

Snyrti Akademía kennir snyrtifræði til undirbúnings undir sveinspróf og rekur naglaskóla, en sú braut hefur fengið viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu og námið því lánshæft hjá LÍN. Þriðja brautin er svo Heilsu Akademía, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra um heilsu og næringu.

Kenna líka viðskiptafræði„Við höfum fengið færasta fólkið í bransanum til liðs við okkur og stefnum á að láta allar brautirnar vinna náið saman. Þetta eru greinar sem tengjast mikið þegar út á atvinnumarkaðinn er komið,“ segir Jóhanna en í skólanum verður einnig farið yfir viðskiptafræði og áhersla lögð á að nemendur séu reiðubúnir til að hefja störf að námi loknu.

„Verðið á náminu er misjafnt eftir námskeiðum en sem dæmi má taka að fyrirsætunámskeiðin eiga eftir að kosta á bilinu 20-30 þúsund en verðið á námi í förðunarskólanum verður rúmlega 300 þúsund krónur,“ segir Jóhanna og bætir við að í skólanum verði ekki eingöngu kennsla fyrir þá sem stefna á að vinna í faginu heldur verður líka boðið upp á styttri námskeið fyrir áhugasama.

Arnar hannar húsnæðiðJóhanna og Arnar Gauti tóku við stjórn Elite á Íslandi í lok sumars og hafa síðan unnið hörðum höndum að opnun skólans. Þau hafa fengið húsnæði í Ármúlanum og vinna nú að hönnun skólans sem verður með nútímalegum blæ.

„Við höfum fengið til liðs við okkur innanhússarkitektinn Hallgrím Friðgeirsson, sem vinnur náið með Arnari Gauta við að hanna húsnæðið með þarfir nemenda í huga,“ segir Jóhanna, sem er spennt fyrir því að takast á við þessa áskorun og lofar því að skólinn verði alltaf fullur af lífi og fagmennskan þar í fyrirrúmi.

[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.