Skammast sín fyrir You´ll Never Walk Alone tattúið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 08:00 Bjarki Már Elísson sést hér á sinni fyrstu A-landsliðsæfingu í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Hér er hann með hornamönnunum Þóri Ólafssyni og Alexander Peterssyni. Mynd/Stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson hefur spilað sig inn í íslenska landsliðið með frábærri frammistöðu sinni í vinstra horni Kópavogsliðsins síðustu vikurnar. Eftir 41 mark og 76 prósenta skotnýtingu í síðustu fjórum leikjum ákvað landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson að gera breytingu á áður tilkynntum hópi sínum og kalla á hinn 21 árs gamla Bjarka Má fyrir æfingabúðir liðsins. „Ég átti ekki von á þessu og þess vegna kom þetta mikið á óvart. Þetta var virkilega sætt og gaman að fá þessar fréttir. Ég leit á leikinn í gær sem tækifæri fyrir mig að sýna það að ég ætti heima í landsliðinu. Ég er búinn að standa mig vel og var búinn að lesa um það að Gummi vissi af mér," sagði Bjarki, en langþráður draumur er nú að rætast. „Mig hefur dreymt um það að komast í landsliðið síðan ég byrjaði í handbolta og sérstaklega frá því að maður valdi handboltann fram yfir fótboltann. Mig hefur sérstaklega dreymt um að komast á stórmót og vonandi verður það líka að veruleika líka. Maður fær tækifæri núna og þá þarf maður að standa sig. Það þýðir ekkert bara að mæta og vera ánægður með að vera valinn því maður þarf líka að sanna sig," segir Bjarki Már. HK tapaði fyrsta leik sínum í vetur en hefur síðan náð í 9 stig af 10 mögulegum. „Þetta fór hægt af stað og ekki bara hjá mér heldur öllu liðinu. Ég er að njóta góðs að því að vera fyrir framan í vörninni. Við byrjuðum í 6:0 í fyrsta leik en breyttum svo í 5:1 þar sem að ég er fyrir framan. Ég hef fengið meira af hraðaupphlaupum og svo hafa strákarnir verið duglegir að henda boltanum út í horn. Þegar maður skorar fær maður meira traust frá strákunum og þetta helst allt í hendur," segir Bjarki. Hann segist líka hafa notað sumarið vel. „Ég er einhverjum sex til sjö kílóum þyngri en ég var síðasta vetur. Ég lyfti mikið í sumar, hljóp nánast ekki neitt og reyndi að borða aðeins meira. Þá verður maður sterkari. Mér finnst ég eiga eitthvað inni og það er ennþá rúm til að bæta sig líkamlega," segir Bjarki, en fyrirmynd hans er ekki landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson heldur maðurinn sem hélt Guðjóni Val á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ef maður horfir á þessa bestu hornamenn í heimi, eins og fyrirmyndina mína Uwe Gensheimer, þá þarf maður að bæta við sig. Hann er einhver 95 kíló af massa," segir Bjarki, en að hans mati er ekki annað hægt annað en að halda upp á Gensheimer. „Hann er þvílíkur slúttari," segir Bjarki. Það hefur vakið athygli að Bjarki Már spilar í síðerma bol undir HK-treyjunni og Bjarki hefur sérstaka skýringu á því. „Ég er með You'll Never Walk Alone tattú á hendinni og ég er að fela það því ég skammast mín aðeins fyrir það. Ég hef alltaf verið harður Liverpool-maður en svo hefur bara voða lítið gengið hjá mínum mönnum og ég ætla því að bíða aðeins með það að sýna það aftur," segir Bjarki og bætir því reyndar við að bolurinn haldi betur hita og að honum finnist þægilegt að spila í honum. „Það er líka ástæða," segir Bjarki léttur. Fréttablaðið heyrði í honum rétt fyrir fyrstu æfinguna með landsliðinu í gær. „Það er spenningur í manni í bland við stress. Málið er að hugsa sem minnst og láta bara vaða á þetta," sagði Bjarki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira