Óróleiki á mörkuðum heimsins 2. nóvember 2011 11:00 Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum og Evrópu tóku dýfu vegna ástandsins í Grikklandi. NordicPhotos/AFP Ákvörðun Georgs Papandreús, forsætisráðherra Grikklands, um að vísa björgunarpakka evrusvæðisins til þjóðaratkvæðagreiðslu olli mikilli ókyrrð á mörkuðum heimsins í gær. Í samkomulaginu felst bæði niðurfelling helmings skulda Grikklands og 100 millarðar evra í ný lán, en einnig mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum og skattahækkanir, sem hafa valdið mikilli úlfúð meðal almennings í Grikklandi. Dow Jones-vísitalan féll um nær 300 punkta og hlutabréf stórra banka eins og Citigroup og JP Morgan féllu skarpt. Vísitölur féllu einnig víða um Evrópu. Á Ítalíu féll markaðurinn um 6,8 prósent, 5,4 í Frakklandi og 5 í Þýskalandi. Bandaríkjadalur styrktist hins vegar sem og ríkisskuldabréf og aðrar tryggari fjárfestingar. Gríska stjórnin fundaði um ástandið í gærkvöldin en vantrauststillaga verður lögð fram á þingi á föstudag. Papandreú mun einnig hitta aðra leiðtoga ESB-ríkja á næstu dögum í tengslum við fund G20-ríkjanna. - þj / sjá síðu 6 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ákvörðun Georgs Papandreús, forsætisráðherra Grikklands, um að vísa björgunarpakka evrusvæðisins til þjóðaratkvæðagreiðslu olli mikilli ókyrrð á mörkuðum heimsins í gær. Í samkomulaginu felst bæði niðurfelling helmings skulda Grikklands og 100 millarðar evra í ný lán, en einnig mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum og skattahækkanir, sem hafa valdið mikilli úlfúð meðal almennings í Grikklandi. Dow Jones-vísitalan féll um nær 300 punkta og hlutabréf stórra banka eins og Citigroup og JP Morgan féllu skarpt. Vísitölur féllu einnig víða um Evrópu. Á Ítalíu féll markaðurinn um 6,8 prósent, 5,4 í Frakklandi og 5 í Þýskalandi. Bandaríkjadalur styrktist hins vegar sem og ríkisskuldabréf og aðrar tryggari fjárfestingar. Gríska stjórnin fundaði um ástandið í gærkvöldin en vantrauststillaga verður lögð fram á þingi á föstudag. Papandreú mun einnig hitta aðra leiðtoga ESB-ríkja á næstu dögum í tengslum við fund G20-ríkjanna. - þj / sjá síðu 6
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira