Forréttindi að búa til tónlist 10. nóvember 2011 06:00 „Ég held það sé hægt að heyra hvar ég er stödd á ferlinum með því að hlusta á plöturnar mínar í röð. Ég hef þróast mikið sem tónlistarmaður. Kannski er hægt að tala um þroska en ég held að þetta sé líka reynslan af þessum heimi. Þegar ég gerði fyrstu plötuna mína vissi ég ekkert hvað ég var að gera og var í raun að gera allt í fyrsta sinn. Þá snerist þetta um að ná einhverjum fíling og við tókum flest lögin í einni töku til að fanga hann. Á annarri plötunni var ég með tónlistarmenn sem mættu í stúdíóið og spiluðu inn á plötuna með mér. Nýja platan var einhvern veginn allt öðruvísi ferli, því ég var bara að dunda mér og liggja yfir lögunum. Ég spilaði allan gítarinn sjálf og tók miklu meiri þátt í allri pródúseringunni, sem var ótrúlega skemmtilegt." Á Brostnum streng er aðeins einn texti eftir Lovísu sjálfa en hinir eru allir ljóð eftir íslensk kvenskáld. Lovísa lagðist í mikla rannsóknarvinnu og las í gegnum ótal ljóðabækur til að finna réttu ljóðin, þau sem hún gat tengt við. „Þetta var allt mjög nýtt fyrir mér, ég vissi ekki mikið hvað ég var að fara út í og var ekki mikill ljóðagrúskari. Upphaflega lagði ég ekkert upp með að velja bara ljóð eftir konur, en það vildi svo til að ég byrjaði á því að lesa kvenskáldin og svo fannst mér ég ná rosalega góðri tengingu við þau. Öll ljóðin sem ég valdi áttu það sameiginlegt að mér fannst þau snerta við einhverju hjá mér og mér fannst ég get notað þau til að tjá mínar tilfinningar með orðum annarra kvenna." Lovísa segir þessa leið líka hafa verið tilvalda, því hana hafi langað til að gera plötu á íslensku en alltaf átt í basli með að skrifa íslenska texta. „Það var líka svolítil áskorun að fara þessa leið. Þegar ég geri mín eigin lög og texta þarf ég aldrei að vinna í því að ná tengingu við textann af því að að þá er þetta eitthvað sem ég hef að segja. Þarna þurfti ég aðeins meira að leggjast yfir það og pæla þannig að þetta væri ekki bara þannig að ég væri að syngja texta eftir einhvern annan og það væri engin tilfinning á bak við það."Lovísa ásamt hljómsveitinni sinni glæsilegu.Lovísa er búin að vera afkastamikil á síðustu árum og hefur alls ekki í hyggju að slaka á. Hún er í þann veginn að leggja upp í tónleikahringferð um landið til að fylgja plötunni eftir, fyrstu tónleikarnir verða í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hún segist hlakka mikið til að ferðast um landið og spila á stöðum sem hún hefur ekki heimsótt áður. „Ég bjó til dæmis á Selfossi og ég held ég hafi aldrei spilað þar, ég gæti samt verið að ljúga. Maður veit ekkert hvort fólk mætir en við erum allavega sex í bandinu þannig að það er ágætis hópur. Við getum þá verið bara ein á sviðinu." Lovísa eyddi stórum hluta síðustu þriggja ára á tónleikaferðalagi með Emilíönu Torrini og þekkir því orðið allar gerðir af tónleikahaldi. „Þetta var ótrúleg reynsla. Við fórum í tvo Evróputúra og spiluðum í Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan. Fyrir mig sem var búin að spila eitt og eitt gigg hér og þar var þetta alveg massíft. Við fengum líka mjög góðar viðtökur, ég held að aðdáendur Emilíönu séu rosalega almennilegt fólk. Þau voru öll mjög indæl við mig sem þau þekktu ekki neitt og var eitthvað að gaula þarna á undan henni." Þó svo að Lovísa hafi viljað gera alíslenska plötu útilokar hún alls ekki að hún muni halda áfram að reyna fyrir sér erlendis. Hugurinn er nefnilega strax farinn að leita til næstu plötu, sem hún vonast til að geta byrjað að taka upp strax eftir áramót. „Mér finnst algjör forréttindi að fá að gera það sem ég geri, þetta er svo ótrúlega gaman. Ég hugsa að mig langi bara að nota tækifærið á meðan ég kemst upp með það að vera í þessum heimi." Harmageddon Tónlist Mest lesið Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon
„Ég held það sé hægt að heyra hvar ég er stödd á ferlinum með því að hlusta á plöturnar mínar í röð. Ég hef þróast mikið sem tónlistarmaður. Kannski er hægt að tala um þroska en ég held að þetta sé líka reynslan af þessum heimi. Þegar ég gerði fyrstu plötuna mína vissi ég ekkert hvað ég var að gera og var í raun að gera allt í fyrsta sinn. Þá snerist þetta um að ná einhverjum fíling og við tókum flest lögin í einni töku til að fanga hann. Á annarri plötunni var ég með tónlistarmenn sem mættu í stúdíóið og spiluðu inn á plötuna með mér. Nýja platan var einhvern veginn allt öðruvísi ferli, því ég var bara að dunda mér og liggja yfir lögunum. Ég spilaði allan gítarinn sjálf og tók miklu meiri þátt í allri pródúseringunni, sem var ótrúlega skemmtilegt." Á Brostnum streng er aðeins einn texti eftir Lovísu sjálfa en hinir eru allir ljóð eftir íslensk kvenskáld. Lovísa lagðist í mikla rannsóknarvinnu og las í gegnum ótal ljóðabækur til að finna réttu ljóðin, þau sem hún gat tengt við. „Þetta var allt mjög nýtt fyrir mér, ég vissi ekki mikið hvað ég var að fara út í og var ekki mikill ljóðagrúskari. Upphaflega lagði ég ekkert upp með að velja bara ljóð eftir konur, en það vildi svo til að ég byrjaði á því að lesa kvenskáldin og svo fannst mér ég ná rosalega góðri tengingu við þau. Öll ljóðin sem ég valdi áttu það sameiginlegt að mér fannst þau snerta við einhverju hjá mér og mér fannst ég get notað þau til að tjá mínar tilfinningar með orðum annarra kvenna." Lovísa segir þessa leið líka hafa verið tilvalda, því hana hafi langað til að gera plötu á íslensku en alltaf átt í basli með að skrifa íslenska texta. „Það var líka svolítil áskorun að fara þessa leið. Þegar ég geri mín eigin lög og texta þarf ég aldrei að vinna í því að ná tengingu við textann af því að að þá er þetta eitthvað sem ég hef að segja. Þarna þurfti ég aðeins meira að leggjast yfir það og pæla þannig að þetta væri ekki bara þannig að ég væri að syngja texta eftir einhvern annan og það væri engin tilfinning á bak við það."Lovísa ásamt hljómsveitinni sinni glæsilegu.Lovísa er búin að vera afkastamikil á síðustu árum og hefur alls ekki í hyggju að slaka á. Hún er í þann veginn að leggja upp í tónleikahringferð um landið til að fylgja plötunni eftir, fyrstu tónleikarnir verða í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hún segist hlakka mikið til að ferðast um landið og spila á stöðum sem hún hefur ekki heimsótt áður. „Ég bjó til dæmis á Selfossi og ég held ég hafi aldrei spilað þar, ég gæti samt verið að ljúga. Maður veit ekkert hvort fólk mætir en við erum allavega sex í bandinu þannig að það er ágætis hópur. Við getum þá verið bara ein á sviðinu." Lovísa eyddi stórum hluta síðustu þriggja ára á tónleikaferðalagi með Emilíönu Torrini og þekkir því orðið allar gerðir af tónleikahaldi. „Þetta var ótrúleg reynsla. Við fórum í tvo Evróputúra og spiluðum í Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan. Fyrir mig sem var búin að spila eitt og eitt gigg hér og þar var þetta alveg massíft. Við fengum líka mjög góðar viðtökur, ég held að aðdáendur Emilíönu séu rosalega almennilegt fólk. Þau voru öll mjög indæl við mig sem þau þekktu ekki neitt og var eitthvað að gaula þarna á undan henni." Þó svo að Lovísa hafi viljað gera alíslenska plötu útilokar hún alls ekki að hún muni halda áfram að reyna fyrir sér erlendis. Hugurinn er nefnilega strax farinn að leita til næstu plötu, sem hún vonast til að geta byrjað að taka upp strax eftir áramót. „Mér finnst algjör forréttindi að fá að gera það sem ég geri, þetta er svo ótrúlega gaman. Ég hugsa að mig langi bara að nota tækifærið á meðan ég kemst upp með það að vera í þessum heimi."
Harmageddon Tónlist Mest lesið Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon
Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon
Sannleikurinn: Fimmtungur íslensku þjóðarinnar er það feitur að hann er í raun og veru helmingur þjóðarinnar Harmageddon