Tónlist

Erfiðast að semja textana

Þriðja plata Pollapönks er komin í verslanir og á henni er hellingur af hressum lögum fyrir börn og fullorðna.
Þriðja plata Pollapönks er komin í verslanir og á henni er hellingur af hressum lögum fyrir börn og fullorðna.
Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum.

Spurður út í ástæðuna fyrir vinsældum Pollapönks segir Haraldur Freyr Gíslason að ágæt lög og textar hljóti að leika þar stóra rullu. „Og líka sú breyta að við erum virkilega að hafa gaman af þessu. Við erum ekkert að setja okkur í stellingar þegar við erum að semja lög og texta,“ segir Halli. „Annaðhvort er þetta bara gott lag eða ekki gott lag. Þetta er frábær vettvangur til að búa til popplög, að reyna að ná til svona breiðs hóps.“

Fyrsta plata Pollapönks gerðu þeir Halli og Heiðar Örn Kristjánsson í tengslum við lokaritgerð sína í Kennaraháskólanum. Síðan þá hafa þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason bæst í hópinn.

Á nýju plötunni eru tólf frumsamin lög, þar á meðal Bjartmar sem er tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni og einnig hin eldhressu Ættarmót og Hananú. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr en að sögn Halla er mesti höfuðverkurinn að semja þá, enda þurfa þeir að höfða til bæði barna og fullorðinna.

Útgáfutónleikar Pollapönks verða í desember. Sveitin spilar næst í íþróttahúsinu í Breiðholti á fimmtudaginn, 29. nóvember verður hún í Edrúhöllinni og 3. desember taka við tónleikar hjá Keili í Reykjanesbæ. Á næsta ári hefur stefnan svo verið sett á leikrit um krakkana í Pollafirði, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.