Tíska og hönnun

Að fara ekki í jólaköttinn

Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur sent frá sér fimmta spilastokkinn. Í þetta sinn miðast spilið við yngstu börnin og heitir Jólakötturinn.
Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður hefur sent frá sér fimmta spilastokkinn. Í þetta sinn miðast spilið við yngstu börnin og heitir Jólakötturinn. Fréttablaðið/Valli
Þetta spil er hugsað fyrir yngstu börnin sem eru rétt að byrja að læra að spila," segir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður sem hefur sent frá sér spilastokkinn Jólaköttinn.

„Jólakötturinn er spil eins og Svarti Pétur og markmið spilsins er að enda ekki í jólakettinum. Í stokknum eru tvö spil með hverjum jólasveini, eitt spil með jólakettinum og regluspil á íslensku og ensku.

Teikningarnar eru eftir Rán Flygenring en búningar jólasveinanna eru byggðir á hugmyndavinnu Kristínar Sigurðardóttur."

Stefán Pétur er enginn nýgræðingur í spilaframleiðslu, Jólakötturinn er fimmta spilið sem hann setur á markað. Hin heita Bóndinn, Hrútaspilið, Veiðimann og Stóðhestaspilið.

„Bóndinn og Veiðimann eru um leið uppskriftabækur," segir hann. „Í Bóndanum eru 55 gómsætar uppskriftir og myndir af helstu afurðum íslenskra bænda og í Veiðimann eru myndir af 19 fisktegundum og 57 uppskriftir að ljúffengum fiskréttum.

Jólakattarspilin
Í Bóndanum skiptast uppskriftirnar í fjóra flokka; á hjörtunum eru hollar uppskriftir, á spöðunum eru sveitalegar uppskriftir með aðeins meira af smjöri og rjóma, á tíglunum eru matarboðsuppskriftir sem eru aðeins flóknari og á laufunum eru fjölskyldu- og barnvænar uppskriftir. Sama gildir um Veiðimann, nema þar eru allar uppskriftirnar að fiskréttum.“

[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.