Athugasemd til Þorsteins frá Hamri Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bókafélagið, eins og hann trúði framkvæmdastjóra félagsins, Baldvini Tryggvasyni, fyrir. Sverrir hefur eflaust séð, hvernig fór fyrir skáldinu Jóni Óskari. Hann gaf 1964 út ferðabók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem kvartað var lítillega undan því ófrelsi, sem rithöfundar ættu við að búa í Rússlandi. Svo vildi til, að sama ár fékk hann listamannalaun. Óðar hófust gegn Jóni Óskari skrif í dagblaði sósíalista, Þjóðviljanum, eins og ég rek í bók minni. Friðjón Stefánsson sagði til dæmis, að Jón Óskar hefði birt óhróður um Ráðstjórnarríkin. „Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk." Þorsteinn frá Hamri birti í Þjóðviljanum háðkvæði, þar sem hann setti fram sömu tilgátu: Jón Óskar hefði fengið átján þúsund krónur fyrir „sérlegt ferðastjá" sitt. Í endurminningum sínum sagði Jón Óskar, að Þjóðviljinn hefði eftir þetta skrifað gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Þorsteinn frá Hamri skrifar nú 22. nóvember athugasemd til mín í Fréttablaðið, þar sem hann sagði háðkvæði sitt frá 1964 ekki hafa beinst að Jóni Óskari, heldur að úthlutunarnefnd listamannalauna, sem hefði fram að þessu sniðgengið Jón Óskar. Þetta er yfirklór. Kvæði Þorsteins var augljós ádeila á Jón Óskar. Ef Þorsteinn frá Hamri var ósammála úthlutunarnefndinni, en ekki Jóni Óskari, af hverju orti hann þá gegn henni, eftir að hún hafði veitt Jóni Óskari laun, en ekki á meðan hún neitaði honum um slík laun? Og ef Þorsteinn frá Hamri tók undir gagnrýni Jóns Óskars á Ráðstjórnarríkin, hvers vegna þáði hann þá hálfs mánaðar boðsferð þangað haustið 1965, eins og ég skýri frá í bók minni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Athugasemd til Hannesar Hólmsteins Ég minnist þess frá yngri árum að menn voru stundum að yrkja grín og glens, hver við annan og hver um annan, gerðu sér gaman af og voru ekkert að erfa það í sinn hóp. Ætíð hafa þó verið til menn sem snerust öndverðir við svo alþýðlegri gamansemi og nýttu hana til heiftar og rangtúlkana ef þeim bauð svo við að horfa. 22. nóvember 2011 09:30 Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bókafélagið, eins og hann trúði framkvæmdastjóra félagsins, Baldvini Tryggvasyni, fyrir. Sverrir hefur eflaust séð, hvernig fór fyrir skáldinu Jóni Óskari. Hann gaf 1964 út ferðabók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem kvartað var lítillega undan því ófrelsi, sem rithöfundar ættu við að búa í Rússlandi. Svo vildi til, að sama ár fékk hann listamannalaun. Óðar hófust gegn Jóni Óskari skrif í dagblaði sósíalista, Þjóðviljanum, eins og ég rek í bók minni. Friðjón Stefánsson sagði til dæmis, að Jón Óskar hefði birt óhróður um Ráðstjórnarríkin. „Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk." Þorsteinn frá Hamri birti í Þjóðviljanum háðkvæði, þar sem hann setti fram sömu tilgátu: Jón Óskar hefði fengið átján þúsund krónur fyrir „sérlegt ferðastjá" sitt. Í endurminningum sínum sagði Jón Óskar, að Þjóðviljinn hefði eftir þetta skrifað gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Þorsteinn frá Hamri skrifar nú 22. nóvember athugasemd til mín í Fréttablaðið, þar sem hann sagði háðkvæði sitt frá 1964 ekki hafa beinst að Jóni Óskari, heldur að úthlutunarnefnd listamannalauna, sem hefði fram að þessu sniðgengið Jón Óskar. Þetta er yfirklór. Kvæði Þorsteins var augljós ádeila á Jón Óskar. Ef Þorsteinn frá Hamri var ósammála úthlutunarnefndinni, en ekki Jóni Óskari, af hverju orti hann þá gegn henni, eftir að hún hafði veitt Jóni Óskari laun, en ekki á meðan hún neitaði honum um slík laun? Og ef Þorsteinn frá Hamri tók undir gagnrýni Jóns Óskars á Ráðstjórnarríkin, hvers vegna þáði hann þá hálfs mánaðar boðsferð þangað haustið 1965, eins og ég skýri frá í bók minni?
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Athugasemd til Hannesar Hólmsteins Ég minnist þess frá yngri árum að menn voru stundum að yrkja grín og glens, hver við annan og hver um annan, gerðu sér gaman af og voru ekkert að erfa það í sinn hóp. Ætíð hafa þó verið til menn sem snerust öndverðir við svo alþýðlegri gamansemi og nýttu hana til heiftar og rangtúlkana ef þeim bauð svo við að horfa. 22. nóvember 2011 09:30
Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar