Eldar og bakar á hverjum degi 25. nóvember 2011 11:15 Girnilegar uppskriftir má finna á evalaufeykjaran.com. Fréttablaðið/valli „Ég veit fátt betra en að borða, það er mikið áhugamál hjá mér,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, 22 ára gömul Akranesmær, sem vakið hefur mikla athygli fyrir matreiðslublogg sem hún heldur úti. Bloggið stofnaði hún í fyrra, sér til gamans að eigin sögn, en síðustu mánuði hafa heimsóknir á síðuna rokið upp. Eva Laufey er enda dugleg að birta girnilegar myndir og uppskriftir sem hún notar frítíma sinn frá náminu í að kokka upp. „Ég hef alla tíð verið sælkeri og haft mikinn áhuga á matargerð frá því að ég var mjög ung. Mamma mín er sérlega góður kokkur og hún leyfði mér að taka þátt í öllu sem sneri að eldamennsku þegar ég var yngri, og ég hef í raun ekki hætt að elda og baka síðan.“ segir Eva Laufey sem segist ekki eiga erfitt með að standast freistinguna að borða allt sem hún bakar. „Ég reyni bara að bjóða vinum mínum oft í köku og kaffi.“ Eva Laufey er að vonum ánægð með að eiga eitt vinsælasta matarblogg landsins og tækifærin sem fylgja athyglinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar fengið uppskrift birta í Gestgjafanum og er farin að skrifa pistla um mat á mbl.is. Henni líður ágætlega í sviðsljósinu og segir það líklega vera eitthvað í blóðinu, en hún er dóttir Hemma Gunn og systir Eddu Hermannsdóttur sjónvarpskonu. Ef til vill mun hún einhvern daginn feta í fótspor þeirra og birtast á skjánum, en þessa dagana einbeitir hún sér að blogginu. „Á meðan mér finnst þetta svona gaman og einhver nennir að skoða síðuna held ég áfram. Ég hef svo ótrúlega gaman af þessu.“ Akranes Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Ég veit fátt betra en að borða, það er mikið áhugamál hjá mér,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, 22 ára gömul Akranesmær, sem vakið hefur mikla athygli fyrir matreiðslublogg sem hún heldur úti. Bloggið stofnaði hún í fyrra, sér til gamans að eigin sögn, en síðustu mánuði hafa heimsóknir á síðuna rokið upp. Eva Laufey er enda dugleg að birta girnilegar myndir og uppskriftir sem hún notar frítíma sinn frá náminu í að kokka upp. „Ég hef alla tíð verið sælkeri og haft mikinn áhuga á matargerð frá því að ég var mjög ung. Mamma mín er sérlega góður kokkur og hún leyfði mér að taka þátt í öllu sem sneri að eldamennsku þegar ég var yngri, og ég hef í raun ekki hætt að elda og baka síðan.“ segir Eva Laufey sem segist ekki eiga erfitt með að standast freistinguna að borða allt sem hún bakar. „Ég reyni bara að bjóða vinum mínum oft í köku og kaffi.“ Eva Laufey er að vonum ánægð með að eiga eitt vinsælasta matarblogg landsins og tækifærin sem fylgja athyglinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún nú þegar fengið uppskrift birta í Gestgjafanum og er farin að skrifa pistla um mat á mbl.is. Henni líður ágætlega í sviðsljósinu og segir það líklega vera eitthvað í blóðinu, en hún er dóttir Hemma Gunn og systir Eddu Hermannsdóttur sjónvarpskonu. Ef til vill mun hún einhvern daginn feta í fótspor þeirra og birtast á skjánum, en þessa dagana einbeitir hún sér að blogginu. „Á meðan mér finnst þetta svona gaman og einhver nennir að skoða síðuna held ég áfram. Ég hef svo ótrúlega gaman af þessu.“
Akranes Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira