Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin!
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar