Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum 29. nóvember 2011 09:00 Miklar vinsældir Hundrað þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-diskunum fimm og sá sjötti er nú væntanlegur. Helga Braga, María Björk og Sigga Beinteins bíða að vonum spenntar.Fréttablaðið/Anton „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg
Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira