Framúrskarandi safnpakki Trausti Júlíusson skrifar 2. desember 2011 06:00 g 1981–2011 Grafík Þó að hljómsveitin Grafík hafi ekki verið starfandi af fullum krafti nema í rúm sex ár lifir tónlist hennar enn góðu lífi. Grafík sendi frá sér fimm plötur á níunda áratugnum. Þær voru allar ólíkar og bera þess glöggt vitni hvað Grafík var hugmyndarík og leitandi hljómsveit. Í þessum nýja þrefalda safnpakka eru tveir geisladiskar með 30 lögum, þarf af tveimur nýjum, og DVD-diskur með heimildarmynd sem rekur sögu sveitarinnar. Grafík var að að mörgu leyti sérstök hljómsveit. Lykilmenn hennar voru til að mynda ekki söngvarinn eða söngkonan, heldur gítarleikarinn Rúnar Þórisson og trommuleikarinn Rafn Jónsson. Á þeim fimm plötum sem sveitin gerði voru fjórir mismunandi söngvarar. Grafík var stofnuð á Ísafirði af Rabba, Rúnari og Erni Jónssyni í ársbyrjun 1981. Fyrsta platan þeirra, Út í kuldann, kom út í október það ár. Tónlistin á henni var undir greinilegum áhrifum frá enskum nýbylgjuhljómsveitum eins og The Cure. Eitt lag af plötunni, Video, náði nokkrum vinsældum. Platan Sýn, sem kom út tveimur árum seinna, náði aftur á móti aldrei upp á yfirborðið, enda var tónlistin tilraunakennd og ekki sérstaklega útvarpsvæn. Þegar nýútskrifaður leikari, Helgi Björnsson, var fenginn til að syngja breyttist Grafík hins vegar úr jaðarsveit í eina af vinsælustu hljómsveitum landsins. Grafík gerði tvær plötur með Helga, Get ég tekið cjéns (1984) og Stansað, dansað og öskrað (1985). Á þeim var fullt af lögum sem urðu vinsæl, t.d. 16, Þúsund sinnum segðu já, Húsið og ég (mér finnst rigningin góð), Tangó, Himnalag og Stansaðu. Á fimmtu plötunni Leyndarmál sem kom út 1987 var enn komin ný rödd: Andrea Gylfadóttir, sem þá var að klára klassískt söngnám. Og aftur sló Grafík í gegn með lögum eins og Presley og Prinsessan. Þegar maður hlustar á tónlistina á 1981–2011 þá slær það mann hvað hún hefur elst vel og hvað þetta var góð hljómsveit. Ennþá betri en maður hafði gert sér grein fyrir. Flottur hljómur og útsetningar, góðar lagasmíðar og frábær gítarleikur einkenna allar plöturnar, þó þær séu tónlistarlega ólíkar. Hljómsveitin er lituð af tíðarandanum og notar töluvert af 80's hljóðeffektum, en fer mjög vel með þá. Óspennandi söngvarar setja að vísu svip á tvær fyrstu plöturnar, en á þeim voru líka mjög flott instrúmental lög sem hér fá að heyrast. 1981–2011 er frábærlega vel unninn pakki. Lögunum er raðað eftir tímaröð á báðar plöturnar, þ.e.a.s. lög af Út í kuldann eru fremst á báðum diskunum og ný lög aftast. Þetta er fín aðferð sem gerir hlustandanum kleift að fylgja þróun tónlistarinnar. Söngtextar og greinargóðar upplýsingar fylgja í plötubæklingi, en trompið er bæði ítarleg og þrælskemmtileg heimildarmynd sem greinilega hefur verið lögð mikil vinna í. Í henni eru ný viðtöl við marga þá sem komu við sögu sveitarinnar og glás af gömlu myndefni. Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson gerðu myndina, en Jónatan Garðarsson samdi spurningarnar fyrir viðtölin. Á heildina litið er 1981–2011 framúrskarandi pakki sem gefur góða mynd af frábærri hljómsveit. Niðurstaða: Flott yfirlitsútgáfa frá eðalsveitinni Grafík. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
g 1981–2011 Grafík Þó að hljómsveitin Grafík hafi ekki verið starfandi af fullum krafti nema í rúm sex ár lifir tónlist hennar enn góðu lífi. Grafík sendi frá sér fimm plötur á níunda áratugnum. Þær voru allar ólíkar og bera þess glöggt vitni hvað Grafík var hugmyndarík og leitandi hljómsveit. Í þessum nýja þrefalda safnpakka eru tveir geisladiskar með 30 lögum, þarf af tveimur nýjum, og DVD-diskur með heimildarmynd sem rekur sögu sveitarinnar. Grafík var að að mörgu leyti sérstök hljómsveit. Lykilmenn hennar voru til að mynda ekki söngvarinn eða söngkonan, heldur gítarleikarinn Rúnar Þórisson og trommuleikarinn Rafn Jónsson. Á þeim fimm plötum sem sveitin gerði voru fjórir mismunandi söngvarar. Grafík var stofnuð á Ísafirði af Rabba, Rúnari og Erni Jónssyni í ársbyrjun 1981. Fyrsta platan þeirra, Út í kuldann, kom út í október það ár. Tónlistin á henni var undir greinilegum áhrifum frá enskum nýbylgjuhljómsveitum eins og The Cure. Eitt lag af plötunni, Video, náði nokkrum vinsældum. Platan Sýn, sem kom út tveimur árum seinna, náði aftur á móti aldrei upp á yfirborðið, enda var tónlistin tilraunakennd og ekki sérstaklega útvarpsvæn. Þegar nýútskrifaður leikari, Helgi Björnsson, var fenginn til að syngja breyttist Grafík hins vegar úr jaðarsveit í eina af vinsælustu hljómsveitum landsins. Grafík gerði tvær plötur með Helga, Get ég tekið cjéns (1984) og Stansað, dansað og öskrað (1985). Á þeim var fullt af lögum sem urðu vinsæl, t.d. 16, Þúsund sinnum segðu já, Húsið og ég (mér finnst rigningin góð), Tangó, Himnalag og Stansaðu. Á fimmtu plötunni Leyndarmál sem kom út 1987 var enn komin ný rödd: Andrea Gylfadóttir, sem þá var að klára klassískt söngnám. Og aftur sló Grafík í gegn með lögum eins og Presley og Prinsessan. Þegar maður hlustar á tónlistina á 1981–2011 þá slær það mann hvað hún hefur elst vel og hvað þetta var góð hljómsveit. Ennþá betri en maður hafði gert sér grein fyrir. Flottur hljómur og útsetningar, góðar lagasmíðar og frábær gítarleikur einkenna allar plöturnar, þó þær séu tónlistarlega ólíkar. Hljómsveitin er lituð af tíðarandanum og notar töluvert af 80's hljóðeffektum, en fer mjög vel með þá. Óspennandi söngvarar setja að vísu svip á tvær fyrstu plöturnar, en á þeim voru líka mjög flott instrúmental lög sem hér fá að heyrast. 1981–2011 er frábærlega vel unninn pakki. Lögunum er raðað eftir tímaröð á báðar plöturnar, þ.e.a.s. lög af Út í kuldann eru fremst á báðum diskunum og ný lög aftast. Þetta er fín aðferð sem gerir hlustandanum kleift að fylgja þróun tónlistarinnar. Söngtextar og greinargóðar upplýsingar fylgja í plötubæklingi, en trompið er bæði ítarleg og þrælskemmtileg heimildarmynd sem greinilega hefur verið lögð mikil vinna í. Í henni eru ný viðtöl við marga þá sem komu við sögu sveitarinnar og glás af gömlu myndefni. Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson gerðu myndina, en Jónatan Garðarsson samdi spurningarnar fyrir viðtölin. Á heildina litið er 1981–2011 framúrskarandi pakki sem gefur góða mynd af frábærri hljómsveit. Niðurstaða: Flott yfirlitsútgáfa frá eðalsveitinni Grafík.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira