Stewart gróðavænlegust 8. desember 2011 17:00 Kristen Stewart er góð fjárfesting ef marka má lista Forbes. Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu en formúla Forbes er ákaflega einföld; útreikningarnir byggjast einfaldlega á því hversu miklum gróða kvikmynd stjörnunnar skilar miðað við laun hennar. Og þá er útkoman engin geimvísindi, Twilight-kvikmyndirnar hafa malað gull án þess að leikararnir hafi verið á svimandi háum launum. Fyrir hvern dollara sem Stewart fær greiddan þénar mynd hennar rúmlega 55 dollara. Sem verður að teljast ágætis fjárfesting. Unnusti hennar, Robert Pattinson, verður að gera sér þriðja sætið að góðu, fyrir hvern dollara sem hann fær greiddan þénar mynd hans að meðaltali 39 dollara. Pattinson hefur auðvitað reynt fyrir sér í öðrum kvikmyndum utan Twilight sem draga þessa upphæð örlítið niður. Í öðru sæti á lista Forbes er leikkonan Anne Hathaway sem halar inn 45 dollara á hvern dollara. Meðal annarra nafntogaðra leikara á listanum má nefna Daniel Radcliffe, Matt Damon og Robert Downey en Downey var eini leikarinn yfir þrítugu sem komst á þennan lista. Forbes tók líka saman þá leikara sem taldir eru skila minnstum gróða og þar trónir Drew Barrymore í efsta sæti. Eddie Murphy fylgir svo fast á eftir. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu en formúla Forbes er ákaflega einföld; útreikningarnir byggjast einfaldlega á því hversu miklum gróða kvikmynd stjörnunnar skilar miðað við laun hennar. Og þá er útkoman engin geimvísindi, Twilight-kvikmyndirnar hafa malað gull án þess að leikararnir hafi verið á svimandi háum launum. Fyrir hvern dollara sem Stewart fær greiddan þénar mynd hennar rúmlega 55 dollara. Sem verður að teljast ágætis fjárfesting. Unnusti hennar, Robert Pattinson, verður að gera sér þriðja sætið að góðu, fyrir hvern dollara sem hann fær greiddan þénar mynd hans að meðaltali 39 dollara. Pattinson hefur auðvitað reynt fyrir sér í öðrum kvikmyndum utan Twilight sem draga þessa upphæð örlítið niður. Í öðru sæti á lista Forbes er leikkonan Anne Hathaway sem halar inn 45 dollara á hvern dollara. Meðal annarra nafntogaðra leikara á listanum má nefna Daniel Radcliffe, Matt Damon og Robert Downey en Downey var eini leikarinn yfir þrítugu sem komst á þennan lista. Forbes tók líka saman þá leikara sem taldir eru skila minnstum gróða og þar trónir Drew Barrymore í efsta sæti. Eddie Murphy fylgir svo fast á eftir.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira