Tíska og hönnun

Setja á markað handgerða fylgihluti með karakter

Þær Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir eru hönnuðirnir á bak við merkið MaryMariko og gera meðal annars hálsmen, hringa og mottur.
Þær Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir eru hönnuðirnir á bak við merkið MaryMariko og gera meðal annars hálsmen, hringa og mottur.
Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir, betur þekkt sem Marý, eru hönnuðirnir á bak við merkið MARYMARIKO. Þær hanna fylgihluti úr endurnýttum efniviði.

„Við höfum alltaf haft gaman af því að hanna og skapa með höndunum," segja Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem hefur stofnað merkið MARYMARIKO ásamt vöruhönnuðinum Ólöfu Maríu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Marý.

Stelpurnar kynntust í Stokkhólmi þar sem þær eru búsettar. „Við kynntust hérna úti og komumst að því að við deildum ástríðu og áhuga á hönnun og fallegum handgerðum munum," segir Marý en þær hanna meðal annars mottur, hringa og hálsmen.

Marý segir að þeim hafi fundist vanta handgerða fylgihlutalínu á markaðinn í Stokkhólmi en nóg er til af fjöldaframleiddum hlutum í Svíþjóð. Hönnunarheimurinn þar í landi er stór en þær hafa fengið góð viðbrögð.

Mariko og Marý vinna allt í höndunum og hluti af hugmyndinni á bak við merkið er að endurnýta efni. „Það er mikil umhverfisvitund í Svíþjóð og Svíar reyna að endurnýta allt sem þeir geta. Við erum mjög hrifnar af þeirri hugsjón og efniviðurinn í okkar hönnun er að stórum hluta efni sem við sönkum að okkar hér og þar," segir Mariko en stúlkurnar hafa meðal annars fengið að kaupa gallaðar flíkur hjá Rauða krossinum í Stokkhólmi og nýta þannig efni sem annars hefði verið hent og styrkja þannig í leiðinni gott málefni.

Hringirnir og hálsmenin eru litrík og gróf og segir Marý að þær hefðu viljað búa til hluti sem væru með karakter. Þær sækja innblástur í umhverfið sitt og sænsku náttúruna. „Það má kannski segja að innblásturinn komi frá Reykjavík, Stokkhólmi og ég er ekki frá því að það komi smá Tókýó innblástur frá Mariko en hún fæddist þar og bjó í nokkur ár," segir Marý.

Stúlkurnar hafa báðar komið sér vel fyrir í Stokkhólmi. Mary býr með kærasta sínum og vinnur að mörgum fjölbreytilegum hönnunarverkefnum bæði í eigin nafni og fyrir sænsk fyrirtæki.

Mariko hefur búið í rúmlega þrjú ár úti ásamt manni og börnum en hún er einmitt í fæðingarorlofi þessa dagana með sitt þriðja barn. „Já, það er nóg að gera á heimilinu en ég gef mér tíma í að hanna og búa til. Við tökum eitt skref í einu en höfum aðeins verið að fikra okkur áfram á hönnunarmörkuðum hérna úti og fengið mjög góðar viðtökur hjá Svíum hingað til," segir Mariko.

Hægt er að skoða og kaupa hönnun Mariko og Marý á vefsíðu þeirra marymariko.com og á samskiptavefnum Facebook en stúlkurnar bjóða upp á fría heimsendingu í desember. [email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.