Belgískur læknir með rokkveislu á Gauknum 13. desember 2011 12:30 Til vara Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ [email protected] Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira