Farðu úr úlpunni! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. desember 2011 20:00 Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Blitz. Leikstjórn: Elliott Lester. Leikarar: Jason Statham, Paddy Considine, Aidan Gillen, David Morrissey, Zawe Ashton. Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni. Blitz fjallar um lögreglumanninn Tom Brant sem reynir, ásamt félögum sínum, að hafa hendur í hári löggumorðingja sem kallar sig Blitz. Brant, eins og flestar persónur Stathams, á að sjálfsögðu að vera grjótharður og tilfinningalaus, en er ofan á það hundleiðinleg og hommafælin karlremba. Atriðin þar sem áhorfandinn á að hlæja að því hversu dónalegur og gamaldags hann er eru mun pínlegri en þau eru fyndin. Myndir sem reyna að afsaka lögregluofbeldi í nafni „réttlætis" skilja oftast eftir óbragð í munni, og Blitz gerir það ítrekað. Statham ætti að hysja upp um sig, fara úr úlpunni og velja aðeins betri hlutverk. Þetta fer að verða vandræðalegt. Endum þetta samt á jákvæðu nótunum. Löggumorðinginn er virkilega viðurstyggilegur og frábærlega leikinn af Aidan nokkrum Gillen. Hann náði þó ekki að drepa nærri því jafn marga og Statham drap úr leiðindum. Niðurstaða: Þunnur þrettándi með þreyttum leikara.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira