Veruleiki ungs fólks á Íslandi Árni Beinteinn Árnason skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar