Smákóngar Sigurður Pálsson skrifar 14. febrúar 2011 06:00 Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar