Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street 19. janúar 2012 01:01 Embætti saksóknara á Manhattan hefur ákært sjö einstaklinga vegna innherjasvika. Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis. Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis.
Mest lesið Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira