Paul Lawrie stimplaði sig inn með sjaldgjæfum sigri 6. febrúar 2012 14:00 Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999 Getty Images / Nordic Photos Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skoski kylfingurinn Paul Lawrie hefur ekki látið fara mikið fyrir sér á atvinnumótum frá því hann landaði sigri á opna breska meistaramótinu árið 1999. Hinn 43 ára gamli kylfingur sigraði á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni um helgina og með sigrinum komst Lawrie í hóp 50 efstu á heimslistanum í fyrsta sinn frá árinu 2003. Lawrie hefur hægt og bítandi lagað stöðu sína á heimslistanume en fyrir ári síðan var hann í 272. sæti heimslistans og langt frá sínu besta. Á lokahringnum sýndi Lawrie frábæra takta þar sem hann vippaði boltanum tvívegis ofaní fyrir utan flöt en hann lék á 65 höggum. Hann endaði fjórum höggum á undan Ástralanum Jason Day og Svíanum Peter Hanson. Með sigrinum tryggði Lawrie sér keppnisrétt á heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Hann verður einnig á meðal 24 kylfinga sem leika á Volvo holukeppnismótinu á Spáni í maí. Lawrie stendur vel á stigalistanum fyrir valið á Ryderliði Evrópu en hann hefur ekki verið valinn í það lið í 13 ár. EF honum tekst að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í sjö vikur til viðbótar þá verður hann á meðal keppenda á Mastersmótinu á Augusta en þar hefur hann ekki verið í átta ár. Aðeins voru leiknir þrír hringir en ekki fjórir á þessu móti þar sem að keppni var frestaða á föstudeginum vegna sandstorms.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira