Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27 Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 2. febrúar 2012 18:30 Leikmenn HK fagna sigrinum í kvöld. Fréttablaðið/BHStefánsson HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27. Akureyri byrjaði leikinn mun betur. Ólafur Bjarki og Atli Ævar byrjuðu báðir á bekknum í sókn HK. Sóknin gekk enda illa. Skotin mjög léleg, mörg hver framhjá og yfir. Vörn Akureyrar stóð föst fyrir. Sóknin hjá Akureyri gekk vel og Heimir Örn spilaði þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Allt útlit var fyrir að hann myndi ekki spila í margar vikur en hann er greinilega búinn að ná sér. Akureyri komst í 6-3 og 8-4 áður en HK rankaði við sér. Í stöðunni 10-6 skoraði HK sex mörk í röð. Frábær sprettur hjá liðinu þar sem allt gekk upp á meðan Akureyri kastaði boltanum frá sér og spilaði slaka vörn. Björn fór einnig að verja vel í marki HK. Sveinbjörn var að verja frábærlega, alls 10 skot í fyrri hálfleik. Geir var kominn með þrjú mörk fyrir Akureyri og Ólafur sömuleiðis fyrir HK. Bjarki Már hafði klúðrað tveimur vítum, eitt varði Sveinbjörn en hitt fór hátt yfir. Staðan í hálfleik var 11-13 fyrir HK. HK byrjaði seinni hálfleikinn með látum og skoraði fjögur fyrstu mörkin. Akureyri mætti ekki til leiks og gerði hver mistökin á fætur öðrum. Dómarar leiksins voru í aðalhlutverki á tíma en bæði lið voru ósátt með framgöngu þeirra. Frammistaða þeirra var ekki ýkja góð, án þess að það hallaði sérstaklega á liðin. Daníel Berg fékk meðal annars rautt spjald fyrir brot úr hraðaupphlaupi og Sigurjón Björnsson úr HK fékk tvisvar sinnum tvær mínútur, fyrir brot og kjaft, þegar sjö mínútur voru eftir. HK var komið sex mörkum yfir, 19-25, þegar Akureyri tók að saxa á forskotið. Akureyri skoraði sex mörk í röð á ótrúlegum kafla og staðan allt í einu orðin 25-25. HK var aftur á móti sterkari í lokin. Akureyri henti boltanum tvisvar útaf á lokasekúndum og tapaði leiknum, á meðan yfirvegað lið HK gerði allt rétt. Það var samt sem áður bara í blálokin því þar áður skoraði liðið ekki í einar tíu mínútur. Akureyri ætlaði sér um of í lokin og var að flýta sér of mikið. HK hélt haus og vann í æsispennandi leik. Oddur fékk á sig línu þegar hann gat komið Akureyri yfir og henti svo boltanum útaf í lokin þegar Akureyri gat jafnað. Bjarni henti boltanum auk þess útaf. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar og Bjarni skoraði níu mörk. Bjarki og Ólafur Bjarki skoruðu fimm mörk fyrir HK, líkt og Tandri.Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK: „Þetta er svo ólýsanlega gaman, loksins dettur svona spennuleikur með okkur" „Við vorum seinir í gang en síðan fundum við taktinn. Seinna fórum við svo að lenda í því að láta reka okkur útaf fyrir klaufaleg brot og ekki klaufaleg brot, vorum líka bara reknir útaf inn á milli." "Það gerir þetta erfitt og þá fara menn að hægja á tempói og það tókst hjá okkur. Við áttum í raun mjög góðar 25 mínútur, mjög lélegar 15 mínútur og svo allt í lagi 20 mínútur. Það er samt svo gaman að spila hérna, það er erfitt að ná í stig hér en alls ekki erfitt að spila hér. Virkilega gaman og næstbesti völlur landsins á eftir Digraneshöllinni í Kópavogi."Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar: „Ég er hundsvektur þar sem við vorum búnir að koma okkur inn í leikinn aftur og jafna en gefum þetta svo frá okkur undir restina þegar við áttum ágætis sénsa. Það sem er jákvætt er að við vinnum okkur inn í leik eftir að hafa lent sjö mörkum undir en hvernig við klúðrum því svo er alveg hræðilegt, gáfum frá okkur bolta hvað eftir annað og vörnin slök." "Þetta eru okkar mistök sem búa til þennan sigur þeirra í dag, fullt af mómentum í þessum leik sem við hefðum getað klárað en klúðruðum því bara sjálfir. Við eigum að vera tilbúnir þegar mótið skellur á og vitum það fyrir mót hvenær við eigum að spila þannig að ég get ekki sagt að þetta frí hafi haft áhrif á úrslit þessa leiks."Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK:„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu fyrir það að, eftir að byrja illa, berja sig inn í leikinn með frábærum varnarleik en strákarnir voru einnig klókir í sókninni. Náum hérna mjög góðri forustu á þá þegar við lokum vel á þá í vörninni, refsum þeim ágætlega í bakið og erum að gera fullt af góðum hlutum í þessum leik." "Síðan hefst hér einhver darraðadans undir lokin í kjölfarið á þessu rauða spjaldi hans Danna. Mér fannst bara dómararnir missa tökin á þessum leik þá og hleypa þeim aftur inn í leikinn en við lifðum þetta af, sýndum karakter og skiluðum hérna gríðarlega mikilvægum stigum í hús." Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27. Akureyri byrjaði leikinn mun betur. Ólafur Bjarki og Atli Ævar byrjuðu báðir á bekknum í sókn HK. Sóknin gekk enda illa. Skotin mjög léleg, mörg hver framhjá og yfir. Vörn Akureyrar stóð föst fyrir. Sóknin hjá Akureyri gekk vel og Heimir Örn spilaði þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Allt útlit var fyrir að hann myndi ekki spila í margar vikur en hann er greinilega búinn að ná sér. Akureyri komst í 6-3 og 8-4 áður en HK rankaði við sér. Í stöðunni 10-6 skoraði HK sex mörk í röð. Frábær sprettur hjá liðinu þar sem allt gekk upp á meðan Akureyri kastaði boltanum frá sér og spilaði slaka vörn. Björn fór einnig að verja vel í marki HK. Sveinbjörn var að verja frábærlega, alls 10 skot í fyrri hálfleik. Geir var kominn með þrjú mörk fyrir Akureyri og Ólafur sömuleiðis fyrir HK. Bjarki Már hafði klúðrað tveimur vítum, eitt varði Sveinbjörn en hitt fór hátt yfir. Staðan í hálfleik var 11-13 fyrir HK. HK byrjaði seinni hálfleikinn með látum og skoraði fjögur fyrstu mörkin. Akureyri mætti ekki til leiks og gerði hver mistökin á fætur öðrum. Dómarar leiksins voru í aðalhlutverki á tíma en bæði lið voru ósátt með framgöngu þeirra. Frammistaða þeirra var ekki ýkja góð, án þess að það hallaði sérstaklega á liðin. Daníel Berg fékk meðal annars rautt spjald fyrir brot úr hraðaupphlaupi og Sigurjón Björnsson úr HK fékk tvisvar sinnum tvær mínútur, fyrir brot og kjaft, þegar sjö mínútur voru eftir. HK var komið sex mörkum yfir, 19-25, þegar Akureyri tók að saxa á forskotið. Akureyri skoraði sex mörk í röð á ótrúlegum kafla og staðan allt í einu orðin 25-25. HK var aftur á móti sterkari í lokin. Akureyri henti boltanum tvisvar útaf á lokasekúndum og tapaði leiknum, á meðan yfirvegað lið HK gerði allt rétt. Það var samt sem áður bara í blálokin því þar áður skoraði liðið ekki í einar tíu mínútur. Akureyri ætlaði sér um of í lokin og var að flýta sér of mikið. HK hélt haus og vann í æsispennandi leik. Oddur fékk á sig línu þegar hann gat komið Akureyri yfir og henti svo boltanum útaf í lokin þegar Akureyri gat jafnað. Bjarni henti boltanum auk þess útaf. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar og Bjarni skoraði níu mörk. Bjarki og Ólafur Bjarki skoruðu fimm mörk fyrir HK, líkt og Tandri.Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK: „Þetta er svo ólýsanlega gaman, loksins dettur svona spennuleikur með okkur" „Við vorum seinir í gang en síðan fundum við taktinn. Seinna fórum við svo að lenda í því að láta reka okkur útaf fyrir klaufaleg brot og ekki klaufaleg brot, vorum líka bara reknir útaf inn á milli." "Það gerir þetta erfitt og þá fara menn að hægja á tempói og það tókst hjá okkur. Við áttum í raun mjög góðar 25 mínútur, mjög lélegar 15 mínútur og svo allt í lagi 20 mínútur. Það er samt svo gaman að spila hérna, það er erfitt að ná í stig hér en alls ekki erfitt að spila hér. Virkilega gaman og næstbesti völlur landsins á eftir Digraneshöllinni í Kópavogi."Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar: „Ég er hundsvektur þar sem við vorum búnir að koma okkur inn í leikinn aftur og jafna en gefum þetta svo frá okkur undir restina þegar við áttum ágætis sénsa. Það sem er jákvætt er að við vinnum okkur inn í leik eftir að hafa lent sjö mörkum undir en hvernig við klúðrum því svo er alveg hræðilegt, gáfum frá okkur bolta hvað eftir annað og vörnin slök." "Þetta eru okkar mistök sem búa til þennan sigur þeirra í dag, fullt af mómentum í þessum leik sem við hefðum getað klárað en klúðruðum því bara sjálfir. Við eigum að vera tilbúnir þegar mótið skellur á og vitum það fyrir mót hvenær við eigum að spila þannig að ég get ekki sagt að þetta frí hafi haft áhrif á úrslit þessa leiks."Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK:„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu fyrir það að, eftir að byrja illa, berja sig inn í leikinn með frábærum varnarleik en strákarnir voru einnig klókir í sókninni. Náum hérna mjög góðri forustu á þá þegar við lokum vel á þá í vörninni, refsum þeim ágætlega í bakið og erum að gera fullt af góðum hlutum í þessum leik." "Síðan hefst hér einhver darraðadans undir lokin í kjölfarið á þessu rauða spjaldi hans Danna. Mér fannst bara dómararnir missa tökin á þessum leik þá og hleypa þeim aftur inn í leikinn en við lifðum þetta af, sýndum karakter og skiluðum hérna gríðarlega mikilvægum stigum í hús."
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira