Fimleikaþing vill breytingar á kjöri íþróttamanns ársins 19. febrúar 2012 14:30 Alexander Petersson hefur verið valinn íþróttamaður ársins. Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá." Innlendar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá."
Innlendar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Sjá meira