Tiger tapaði gegn Watney og féll úr leik 24. febrúar 2012 10:00 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney AP Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney 1/0 í 32 manna úrslitum. Enski kylfingurinn Lee Westwood náði að komast í 16-manna úrslit í fyrsta sinn í 12 tilraunum. Westwood á möguleik á að ná efsta sæti heimslistans með því að sigra á þessu mót en Westwood lagði Svíann Robert Karlsson 3/2 í 32 manna úrslitum. Woods náði ekki að setja niður tveggja metra pútt fyrir fugli á 18. flöt og þar með náði hann ekki að jafna metin gegn Watney. Woods rétt marði sigur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð en Woods var 2 holum undir gegn Watney þegar 3 holur voru eftir. Hann minnkaði muninn með því að vinna 16. og staðan var því 1/0 þegar tvær holur voru eftir en það dugði ekki fyrir Woods sem er úr leik. Þetta er í fjórða árið í röð þar sem Woods kemst ekki í 16-manna úrslit á þessu mót. Hann tapaði í fyrstu umferð árið 2009, gegn Dananum Thomas Björn. Árið 2010 tók hann ekki þátt og í fyrra tapaði hann gegn Tim Clark í annarri umferð. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi komst einnig í 16-manna úrslit en hann lagði Danann Anders Hansen á 16. Úrslitin í 32-manna úrslitum mótsins: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram: Y.E. Yang (Kórea) tapaði gegn Hunter Mahan 5/3Dustin Johnson sigraði Francesco Molinari (Ítalía) 7/5 Robert Rock (England) tapaði gegn Mark Wilson 3/2Steve Stricker vann Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 1/0 Ryo Ishikawa (Japan) tapaði gegn Paul Lawrie (Skotlandi) 1/0 Matteo Manassero (Ítalía) tapaði gegn Martin Laird (Skotland) 2/1 Jason Day (Ástralía) tapaði gegn John Senden (Ástralía) 6/5Matt Kuchar sigraði Bubba Watson 3/2 Ernie Els (Suður-Afríka) tapaði gegn Peter Hanson (Svíþjóð) 5/4Lee Westwood (England) sigraði Robert Karlsson (Svíþjóð) 3/2 Charl Schwartzel (Suður-Afríka) tapaði gegn Bae Sang-moon (Kórea) 1/0Rory McIlroy (Norður-Írland) sigraði Anders Hansen (Danmörk) 3/Martin Kaymer (Þýskaland) sigraði David Toms 2/0Nick Watney sigraði Tiger Woods 1/0 Kyle Stanley tapaði gegn Brandt Snedeker 2/1Miguel Angel Jimenez (Spánn) sigraði Keegan Bradley 2/1Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru: Martin Kaymer - Matt Kuchar Steve Stricker - Hunter Mahan Lee Westwood - Nick Watney Martin Laird - Paul Lawrie Peter Hanson - Brandt Snedeker Mark Wilson - Dustin Johnson Rory McIlroy - Miguel Angel Jimenez John Senden - Bae Sang- moon Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods, sem þrívegis hefur sigrað á heimsmótinu í holukeppni, féll úr leik í gær með því að tapa fyrir landa sínum Nick Watney 1/0 í 32 manna úrslitum. Enski kylfingurinn Lee Westwood náði að komast í 16-manna úrslit í fyrsta sinn í 12 tilraunum. Westwood á möguleik á að ná efsta sæti heimslistans með því að sigra á þessu mót en Westwood lagði Svíann Robert Karlsson 3/2 í 32 manna úrslitum. Woods náði ekki að setja niður tveggja metra pútt fyrir fugli á 18. flöt og þar með náði hann ekki að jafna metin gegn Watney. Woods rétt marði sigur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð en Woods var 2 holum undir gegn Watney þegar 3 holur voru eftir. Hann minnkaði muninn með því að vinna 16. og staðan var því 1/0 þegar tvær holur voru eftir en það dugði ekki fyrir Woods sem er úr leik. Þetta er í fjórða árið í röð þar sem Woods kemst ekki í 16-manna úrslit á þessu mót. Hann tapaði í fyrstu umferð árið 2009, gegn Dananum Thomas Björn. Árið 2010 tók hann ekki þátt og í fyrra tapaði hann gegn Tim Clark í annarri umferð. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi komst einnig í 16-manna úrslit en hann lagði Danann Anders Hansen á 16. Úrslitin í 32-manna úrslitum mótsins: Kylfingarnir eru bandarískir nema annað sé tekið fram: Y.E. Yang (Kórea) tapaði gegn Hunter Mahan 5/3Dustin Johnson sigraði Francesco Molinari (Ítalía) 7/5 Robert Rock (England) tapaði gegn Mark Wilson 3/2Steve Stricker vann Louis Oosthuizen (Suður-Afríka) 1/0 Ryo Ishikawa (Japan) tapaði gegn Paul Lawrie (Skotlandi) 1/0 Matteo Manassero (Ítalía) tapaði gegn Martin Laird (Skotland) 2/1 Jason Day (Ástralía) tapaði gegn John Senden (Ástralía) 6/5Matt Kuchar sigraði Bubba Watson 3/2 Ernie Els (Suður-Afríka) tapaði gegn Peter Hanson (Svíþjóð) 5/4Lee Westwood (England) sigraði Robert Karlsson (Svíþjóð) 3/2 Charl Schwartzel (Suður-Afríka) tapaði gegn Bae Sang-moon (Kórea) 1/0Rory McIlroy (Norður-Írland) sigraði Anders Hansen (Danmörk) 3/Martin Kaymer (Þýskaland) sigraði David Toms 2/0Nick Watney sigraði Tiger Woods 1/0 Kyle Stanley tapaði gegn Brandt Snedeker 2/1Miguel Angel Jimenez (Spánn) sigraði Keegan Bradley 2/1Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru: Martin Kaymer - Matt Kuchar Steve Stricker - Hunter Mahan Lee Westwood - Nick Watney Martin Laird - Paul Lawrie Peter Hanson - Brandt Snedeker Mark Wilson - Dustin Johnson Rory McIlroy - Miguel Angel Jimenez John Senden - Bae Sang- moon
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira