Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði 23. febrúar 2012 12:26 Thorbjörn Jagland formaður norsku Nóbelsnefndarinnar við auðan stól verðlaunahafans kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Mynd/AP Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira. Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira