Dagur 2 í Landsdómsmálinu - 271 Twitter færsla Magnús Halldórsson skrifar 6. mars 2012 22:41 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sést hér ganga inn í salinn í Þjóðmenningarhúsinu, á meðan Björgvin G. Sigurðsson bíður þess að bera vitni. Mynd/GVA Öðrum degi Landsdómsmálsins lauk rétt fyrir klukkan 18:00 í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hafði þá gefið skýrslu í tæplega fjóra tíma, en á undan honum höfðu Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur seðlabankans, gefið skýrslu. Þinghald hefst klukkan 09:00 í fyrramálið þegar Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður Seðlabanka Íslands gefur símaskýrslu. Á eftir honum koma svo Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, og Jón Þór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Sjá má færslur með beinni lýsingu úr dómsal í dag, hér að neðan. Nýjasta færslan er efst. Sjá má umfjöllun um fyrsta dag Landsdómsmálsins hér.Bein lýsing Landsdómsmáls - Dagur 2. Þinghaldi er nú lokið, og hefst það aftur klukkan 09:00 í fyrramálið, þegar Ingimundur Friðriksson gefur skýrslu. 3h Vísir @visir_is Davíð: Það var oft þannig að dagskrá ríkisstjórnarfunda var önnur en raunin var, ef menn vildu ekki að fjölmiðlar ræddu málin. 3h Vísir @visir_is Andri spyr um síðasta ákæruliðinn, er varðar fundargerðir og verklag hjá ríkisstjórnum. sakal.is/media/skjol/Ak… 3h Vísir @visir_is Davíð: Menn gerðu sér vonir um að það væri hægt koma Iceave inn í dótturfélag, en ég var vonlítill að eignir væru til staðar á móti skuldum. 4h Vísir @visir_is Davíð: Menn bundu vonir við það, að það væri hægt að leysa þennan vanda, fram að bréfi í ágúst 2008. Þá voru komnar upp óraunhæfar kröfur. 4h Vísir @visir_is Davíð: Hlutirnir gerðust hratt, og þetta varð ógnarstórt á skömmum tíma. 4h Vísir @visir_is Andri: Var ekki leitað eftir neinum gögnum og upplýsingum um lausafjárstýringu til landsins í gegum innlánssöfnun erlendis? 4h Vísir @visir_is Davíð:"Þessir bankamen buðu manni ekki góðan daginn fyrir minna en fimm milljarða" 4h Vísir @visir_is Andri spyr um innlánssöfnunina og hvort seðlabankinn hafi gert eitthvað til þess að sporna við þessu. 4h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr vegna ákærliðar 1,5. sakal.is/media/skjol/Ak… 4h Vísir @visir_is Davíð: Bankarnir fór úr hófi fram í innlánasöfnun, og það gerði Icesave-vandann meira íþyngjandi og erfiðari. 4h Vísir @visir_is Davíð: Mín afstaða var alveg skýr, og tel mig vita að ákærði hafi verið sama sinnis. Það var engin ríkisábyrgð á Icesave. 4h Vísir @visir_is Davíð: Mín afstaða til Icesave var alltaf skýr, Landsbankamenn höfðu enga heimild til þess að setja "ríkið á hausinn". 4h Vísir @visir_is Davíð: Eignir Landsbankans voru ekki nægilega burðugar, gátu ekki uppfyllt skilyrði breska fjármálaeftirlitsins. 4h Vísir @visir_is Eggert Óskarsson dómari spyr, hvort seðlabankinn hafi gert eitthvað til þess að flytja Icesave í dótturfélag. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ekki beint, og formlega, en ég lá aldrei á þeirri skoðun minni og alls ekki við FME. 4h Vísir @visir_is Brynhildur Flóventz dómari spurði Davíð hvort hann hafi komið því til skila við ráðherra að hann teldi FME "mjög veikt". 4h Vísir @visir_is Davíð: Þessi viðskipti voru afar illa séð, og fékk ég þau skilaboð margoft. 4h Vísir @visir_is Þ.e. veðlánaviðskiptum við evrópska seðlabankann. Markús spurði hvort vitneskja um þetta hafi ekki verið fyrir hendi, þ.e. þessi viðskipti? 4h Vísir @visir_is Markús spyr, og vitnar til punkta í fundargerð stjórnar seðlabankans, þar sem veðlánaviðskiptum íslensku bankanna er lýst. 4h Vísir @visir_is Davíð: En vandinn var of mikill og bankarnir ekki þess burðugir að geta lifað af. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég átti í "endalausum samtölum" við Timothy Geithner, nú fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um hvað væri hægt að gera. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég held að það hafi verið mjög erfitt, og erfitt að segja nákvæmlega hvenær það varð vonlaust. 4h Vísir @visir_is Andri: Var einhver möguleiki á því að minnka bankakerfið á árinu 2008? 4h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr um ákærulið 1,4. sakal.is/media/skjol/Ak…#landsdomur 4h Vísir @visir_is Moli: Strauss-Kahn var framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrssjóðsins árið 2008. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég hringdi í Strauss-Kahn og óskaði eftir "second opinion" á mögulegum aðgerðum til að minnka bankakerfið. Sendi samdægurs fólk. 4h Vísir @visir_is Davíð: ..(frh) Þetta er bull. Það var illmögulegt að minnka bankakerfið en engri aðstoð var neitað. 4h Vísir @visir_is Davíð: Í Speglinum og víðar er fjallað um það sem "meiriháttar vitleysu" að hafa afþakkað einhverja aðstoð við að minnka bankakerfið... 4h Vísir @visir_is Moli: Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs í hruninu og náinn vinur hans, situr aftast í salnum og prjónar. Söguleg flík að verða til? 4h Vísir @visir_is Davíð: Það var rætt um það, að FIH gæti hugsanlega orðið höfuðstöðvabanki Kaupþings. En sú leið var ekki fær. Traustið var farið. 4h Vísir @visir_is Moli: Geir skrifar niður punkta, látlaust, horfir varla upp frá blaði sínu. Hefur haft þann háttinn á í allan dag. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það var allt í smáum stíl, fækkun á starfsfólki og þess háttar, og þetta var gert eftir hvatningu frá stjórnvöldum.#landsdomur 5h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Var gripið til einhverra aðgerða sem máli skiptu við, að minnka bankakerfð, að hálfu stjórnvalda? #landsdomur 5h Vísir @visir_is Davíð: Mitt mat er það að ekki hafi verið mögulegt að flytja bankanna úr landi,vegna þess að erlend fjármálaeftirlit hefðu séð vandamálin. 5h Vísir @visir_is Ákæruliðurinn snýr að því, að ekki hafi með virkum aðgerðum verið gripið aðgerða til þess að minnka bankakerfið. 5h Vísir @visir_is Þá er það ákæruliður 1,4, Helgi Magnús saksóknari spyr.sakal.is/media/skjol/Ak… 5h Vísir @visir_is Davíð: Fékk þau skilaboð á fundi í Basel að innlánasöfnun íslensku bankanna væri að "ógna" innlánastarfemi í allri Evrópu. 5h Vísir @visir_is Davíð: "Þetta voru snjallir menn" þeir höfðu komið sér upp lánafyrirgreiðslu í ervrópska seðlabankanum sem var meiri en hjá mörgum löndum. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég er ekki með nokkru móti að segja "verjandi góður" að forsætisráðherra hafi getað gripið til einhverra aðgerða til bjarga málum. 5h Vísir @visir_is Davíð: Við komum okkar áhyggjum áfram, alveg skýrt, milliliðalaust, til ráðherra og stjórnvalda. Gátum ekki sett hvað sem er í skýrslur. 5h Vísir @visir_is Andri heldur áfram að sauma að Davíð. Var seðlabankinn ekki að gefa það skyn í skýrslum 2008 að allt væri í lagi? Leiftrandi málflutningur. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið fullkomlega ómögulegt að bjarga bönkunum í byrjun árs 2008. Ég veit það núna. 5h Vísir @visir_is Davíð: Mér dettur ekki í hug að saka hinn ákærða um eitt eða neitt, en að hefði verið hægt að bregðast við. 5h Vísir @visir_is Andri: En hefði seðlabankinn, með sín stjórntæki, ekki frekar átt að bregðast við frekar en stjórnvöld? 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég leit á það sem skyldu mína að koma upplýsingum af fundum mínum í Bretlandi, í byrjun árs 2008, beint til ráðherra? 5h Vísir @visir_is Moli: Andri hefur skotið beittum spurningum að Davíð. Af hverju sá seðlabankinn ekki að eigið fé bankanna var "froða"? spyr Andri. 5h Vísir @visir_is Moli: Hér er nú rafmagnað andrúmsloft. Davíð lýsir pirringi sínum í garð FME, vegna grunsemda um að eigið fé bankanna hafi verið falskt. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það var pirringur af minni hálfu í garð FME. Ragnar Haflðason, aðstoðarforstjóri sagði FME byggja allt sitt á reikningum bankanna. 5h Vísir @visir_is Davíð: Við í seðlabankanum töldum FME vera "mjög veikt". 5h Vísir @visir_is Davíð: Seðlabankinn hefur ekkert boðvald yfir FME, þrátt fyrir þennan samning. 5h Vísir @visir_is Andri: En af hverju er seðlabankinn ekki að afla upplýsinga um þetta, á grundvelli samnings við FME (grípur frammi fyrir Davíð)? 5h Vísir @visir_is Davíð: Það kemur í ljós, þegar Stefán Svavarsson endurskoðandi, skoðar bækur Glitnis, að skilgreining á tengdum aðilum var mjög bjöguð. 5h Vísir @visir_is ...Davíð: (frh) það væri ekki "vandræðalegt fyrir Þóru". Konu Björgólfs Guðmundssonar. 5h Vísir @visir_is Davíð: Þegar ég fékk upplýsingar um að Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor teldust ekki tengdir aðilar, þá spurði ég hvort...(frh) 5h Vísir @visir_is Davíð: Það kom á daginn, eftir fall Glitnis að viðmiðun FME um tengda aðila var orðin mjög sveigjanleik, svo ekki sé meira sagt. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það voru settar fram spurningar til FME um það hvernig krosslánveitingum væri háttað. FME fullyrti að allt væri í lagi. 5h Vísir @visir_is Andri: Var ekki fyrir hendi samstarfssamningur milli seðlabankans og FME um eftirlit með ýmsum þáttum? 5h Vísir @visir_is Davíð: Hann kom algjörlega "af fjöllum" þegar bankarnir féllu. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég man aldrei eftir því að Arnór Sighvatsson hafi fjallað um vandamál bankanna, ekki mín eyru. 5h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr nú Davíð Oddsson. 6h Vísir @visir_is Vitnaleðslur yfir Davíð halda áfram eftir hlé. 6h Vísir @visir_is Davíð sagðist mest hafa verið í sambandi við Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu, af ráðherrum Samfylkingarinnar. 6h Vísir @visir_is Moli: Eiríkur Stefánsson, sem oft fer mikinn á Útvarpi Sögu, er mættur í salinn og er að leggja mönnum línurnar sem sitja við hlið hans. 6h Vísir @visir_is Réttarhlé í fimmtán mínútur. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég átti einn fund með viðskiptaráðherra, en var ekki var við það að leitað væri þaðan eftir viðhorfum. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ingibjörg Sólrún lagði til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra. Það hefði verið "dauði" fyrir ríkið. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var tekin sú ákvörðun að fara ekki þá leið sem "síðar hefur verið farin" í Grikklandi og víðar, að taka ábyrgð á onýtum bönkum. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég sagði frá því á ríkisstjórnarfundi, byrjun október, að allir bankarnir yrðu fallnir innan viku. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Var viðlagaáætlun samráðshópsins tilbúin þegar hrunið varð? Davíð: Okkar eigin viðlagaátlun var tilbúin. 6h Vísir @visir_is Davíð: Seðlabankinn lýsti því aldrei yfir "hvergi" að bönkum yrði bjargað. 6h Vísir @visir_is Davíð: Fannst sem vinna samráðshópsins mætti vera markvissari, en seðlabankinn hefði getað haft meiri áhrif á gang mála, mögulega. 6h Vísir @visir_is Davíð: Samráðshópurinn átti meðal annars að vinna að forvarnarvinnu fyrir lagasmíð "sem ekki mætti vera uppi á borðum". 6h Vísir @visir_is Davíð: Við litum svo á að að þetta væri mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti, en það má þó ekki ofmeta starfshópa sem þessa. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús spyr um samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika, og hvernig aðkoma seðlabankans var að honum. 6h Vísir @visir_is Moli: Geir hefur handskrifað látlaust, það sem Davíð segir. Andri Árnason fylgist einnig einbeittur með, og punktar hjá sér.#landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var ljóst, að þegar illa gekk hjá Glitni að afla lánsfjár í Bandaríkjunum, í byrjun 2008, að vandamálin voru að dýpka. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var hins vegar ljóst að bankarnir voru mjög háðir umhverfinu á alþjóðlegum mörkuðum og það brugðið til beggja vona#landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Á þessum tíma var hins vegar ekki komin alþjóðleg "krísa" og bönkunum tókst að lengja í lánum sínum að einhverju leyti. 6h Vísir @visir_is Davíð: Þessir "ágætu" bankastjórar virtust trúa því að þeir myndu fara í þrot (um fundinn heima hjá Davíð 26. mars 2006). 6h Vísir @visir_is Davíð: "Ég gerði það kannski ekki nógu oft." Kom áhyggjum ítrekað áfram. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Töluðu þið ákærði oft saman um þessi mál í aðdraganda hruns bankanna? 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég leit á það sem mína skyldu að segja frá mínum áhyggjum, við forsætisráðherra, berum orðum. #landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Þeir sem kunnu að lesa í skýrslur seðlabankans, sáu augljós merki um "þá svörtu sýn" sem seðlabankinn hafði á bankanna. 6h Vísir @visir_is Davíð: Fyrirgreiðsla seðlabankans hér á landi, tók að nokkru leyti mið af þessu. 6h Vísir @visir_is Davíð: Á fundum Í Basel, "þar sem talað er frjálslega, því það fer ekki lengra" þá voru menn á því að endurreisa traust með lausu fé. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var nær útilokað að þetta gæti gengið, þ.e. að bankarnir næðu að endurfjármagna sig. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var ljóst að bankarnir þurftu að útvega sér 45 milljarða evra á nokkrum árum, og það voru gríðarlegir fjármunir. 6h Vísir @visir_is Davíð: Menn höfðu viðvarandi áhyggjur af stöðu Glitnis, og allra bankanna raunar, á árinu 2008. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús spyr út í gögn frá janúar 2008, sem segja að Glitnir hafi ekki laust fé til næstu þriggja mánaða. 6h Vísir @visir_is Moli: Geir heldur sig við að skrifa hjá sér það, sem Davíð er að segja. Hann heldur ítarlega sjálfstæða punkta um það sem hér fer fram. 7h Vísir @visir_is Davíð: Forsvarsmenn seðlabanka geta ekki sagt hvað sem er út á við, þeir þurfa að passa sig, en ég kom mínum áhyggjum á framfæri. 7h Vísir @visir_is Davíð: Það voru ekki allir sammála þessu mati mínu, á veikum innviðum bankanna, innan Seðlabanka Íslands. 7h Vísir @visir_is Davíð: "Menn héldu að þeir gætu keypt hvað sem var, hvað sem það kostaði," sagði Davíð um stærstu eigendur bankanna. 7h Vísir @visir_is Davíð: Ólíkt því sem margir halda, þá vorum við í stjórn Seðlabanka Íslands með jafnmikil völd, og við tókum ákvarðanir saman. 7h Vísir @visir_is Davíð: Mínar athugasemdir vegna veikrar stöðu bankanna, komu fram miklu fyrr en árið 2008. 7h Vísir @visir_is Davíð: Uppkaup manna sem tengdust bönkunum á fyrirtækjum í Danmörku, Bretlandi og víðar, blindaði mönnum sýn. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Davíð:Menn reiddu sig á ársreikninga um bankanna, sem undirritaðir voru af stjórnendum bankanna of stærstu endurskoðendaskrifstofum landsins 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Gerðir þú þér grein fyrir því að eignasöfn bankanna væru veikburða, eins og fram hefur komið hér fyrir domi? 7h Vísir @visir_is Davíð: Um margra ára skeið gátu bankar nálgast lánsfé á "ótrúlegum" kjörum. Um mitt ár 2007 lauk þessu ástandi snögglega. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Davíð Oddsson: Bankarnir fóru djarflega og voru komnir á ystu nöf, þegar alþjóðamarkaðir svo gott sem lokuðust. 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Hver var meginástæða þess að bankarnir féllu? 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús Gunnarsson spyr Davíð Oddsson, hann byrjar á því að endurtaka ákæruefnið. sakal.is/media/skjol/Ak… 7h Vísir @visir_is Davíð Oddsson er kominn í sæti til að gefa skýrslu. Hann hefur áhrifamikla nærveru, nú sem fyrr. Ljósadýrð flassins fylgdi honum inn í sal. 7h Vísir @visir_is Næstur er Davíð Oddsson,fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. 7h Vísir @visir_is Arnór Sighvatsson hefur lokið skýrslugjöf. 7h Vísir @visir_is Arnór: Líklega breytti það þó engu um hvernig fór að lokum, hver "var í brúnni". Bankarnir hefðu aldrei getað lifað af. 7h Vísir @visir_is Arnór: Davíð Oddsson er umdeildur maður og það hafði áhrif á umræðu um aðgerðir í tengslum við aðkomu seðlabankans að Glitni. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég kom að ákveðnum kafla um þjóðhagslega þætti í skýrslunni en öðru ekki. 7h Vísir @visir_is Andri: Í skýrslunni segir að staða fjármálakerfisinshafi verið traust. Hvernig stendur á þessu? 7h Vísir @visir_is Andri: Rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika, frá því í maí 2008, gaf nú ekki tilefni þess að staðan hafi verið virkilega slæm? 7h Vísir @visir_is Arnór: Bankarnir hefðu þurft að selja allar bestu eignir sínar, og þá hefði fyrst og fremst verið eftir bólueignir sem ekkert hald var í. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég tel það nánast "fráleitt" að það hafi verið hægt að selja eignir bankanna og minnka efnahag þeirra, svo það gerði eitthvað gagn. 7h Vísir @visir_is Andri: Telur þú að það hafi verið hægt að selja eignir bankanna á árinu 2008? 7h Vísir @visir_is Arnór: Minnistæður er fundur með Barclays banka árið 2005, en þá komu fram efasemdir um að það væri innistæða fyrir vexti bankanna. 7h Vísir @visir_is Arnór: Traust á banka er lítils virði ef það er ekki innistæða fyrir því. Ég tel sjálfur að eigið fé bankanna hafi verið falskt. 7h Vísir @visir_is Arnór: Það skýrist ekki almennilega fyrr en eftir á, hvað gæði eigna bankanna voru slæm. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: "Þarna var dauðvona krabbameinssjúklingur að fá hjartaáfall" sagði Arnór um fall bankanna. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: Lausafjár vandi er eins og hjartaáfall en eiginfjárvandi eins og krabbamein fyrir banka. 7h Vísir @visir_is Arnór: Menn gerðu sér ekki grein fyrir því hvað eignirnar voru veikar hjá bönkunum. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég gerði það margoft, einkum innan seðlabankans. Sérstaklega voru það áhyggjur af gæðum eigna sem vöxturinn byggði á. 7h Vísir @visir_is Andri: Komst þú einhverju á framfæri um það að bankarnir væru að taka of mikla áhættu? 7h Vísir @visir_is Arnór skýrir það, aðalhagfræðingur, framkvæmdastjóri hagfræðisviðs sem kom að vinnu við fjármálastöðugleikaskýrslum bankans. 7h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr. Fyrst, hvert var þitt helsta starfssvið innan Seðlabanka Íslands? #landsdomur 7h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr um bréfaskipti milli Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Seðlabanka Bretlands. Arnór vissi ekki af þeim. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég held að það hefði verið mjög erfitt að færa Icesave yfir í dótturfélag, þar sem það hefði þurft að færa eignir á móti skuldunum. 7h Vísir @visir_is Arnór: Einn lærdómurin af þessu öllu saman, er að gengisáhætta milli eigna og skulda sé ekki eins mikil og hér var. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég vissi um það eftir að innlánssöfnunin hófst, en þetta var fyrst og fremst mál FME. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Sigríður spyr um stofnun Icesave reikningana í Hollandi í mars 2008. Vissir þú eitthvað um þetta Arnór? 7h Vísir @visir_is ...Arnór: (frh) en er starfrækslumyntin í höfuðstöðvalandinu. 8h Vísir @visir_is Arnór:Lærdómurinn af þessari eignabólu, er kannski sá að það er mjög varhugavert að eigna- og skuldahlið banka sé í öðrum gjaldmiðli en..frh 8h Vísir @visir_is Arnór: Enginn gat búist við því sem síðar kom í ljós, að bankarnir væru að "kaupa eigin hlutabréf". #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Að sjálfsögðu var þetta rætt, og um þetta fjallað í ritum bankans, út á við og inn á við. 8h Vísir @visir_is Sigríður: Var var verið að ræða um þau hættumerki sem fylgja hröðum vexti banka, eins og þú lýsir þessu? #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Hröðum vexti banka fylgir alltaf áhætta, þar sem reynslusaga eignanna sem vöxturinn byggir á er stutt og óvissan því mikil. 8h Vísir @visir_is Arnór: Árið 2006 var engin "míníkrísa" heldur alvarlegur vandi þar sem "líf bankanna var í húfi". #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Núna, eftir að eignahlið bankanna liggur fyrir, var undirliggjandi eiginfjárvandi mun djúpstæðari en talið var.#landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Þegar horft er um öxl, eru rætur hruns mun aftar en margir vilja meina. Þegar á árinu 2005 voru skýr merki um að vandi væri framundan 8h Vísir @visir_is Arnór svarar spurningum er varða ákæruliðina 1,3 og 1,5, öðru fremur, skv.uppleggi saksóknara. sakal.is/media/skjol/Ak… 8h Vísir @visir_is "Þinghaldi er þá framhaldið" segir Markús Sigurbjörnsson.#landsdomur 8h Vísir @visir_is Moli: Hér er nú troðfullur salur, og Arnór Sighvatsson bíður þess að setjast í vitnastúkuna. #landsdomur 8h Andri Valur Ivarsson @andrivalur Aðeins einn dómari í Landsdómi tekur þátt í mottumars. Það er formaðurinn Markús Sigurbjörnsson #landsdomur #mottumars Retweeted by Vísir 8h Vísir @visir_is Moli: Hannes Hólmsteinn Gissurarson er mættur í salinn. Hann er yfirleitt ekki langt undan ef Davíð Oddsson er annars vegar. 8h Vísir @visir_is Sigríður Friðjónsdóttir er sest á sinn stað, og bíður þess að málið hefjist að nýju. Ljósmyndarar eru allt um kring. #landsdomur 8h Vísir @visir_is Moli: Hér nokkuð þéttsetið, margir laganemar að fylgjast með þessu einstaka dómsmáli. #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri er mættur og bíður þess að bera vitni. Hann var aðalhagfræðingur seðlabankans fyrir hrun. 8h Vísir @visir_is Moli: Blaðamennirnir Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinsson eru mættir í salinn. Þeir voru samstarfsmenn á Morgunblaðinu um árabil. 8h Vísir @visir_is Hér í Þjóðmenningarhúsinu er fjöldi fólks, sem sameinast í ágætri kaffisölu á jarðhæðinni. Gósentíð hjá kaupmanninum sem rekur eldhúsið! 9h Vísir @visir_is Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi til 13:30. Þá kemur Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Marg sinnis var rætt um gjaldeyrisvaraforðann allt árið 2008, sem tengdist vitanlega erfiðleikum fjármálakerfisins. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það er margt sem ekki er skráð formlega, sem samt er rætt á ríkisstjórnarfundum. "Mjög margt" sagt með áherslu. 9h Vísir @visir_is Andri spyr um bókanir og dagskrártillögur á ríkisstjórnarfundum, í tengslum við síðasta ákæruliðinn. sakal.is/media/skjol/Ak… 9h Vísir @visir_is Björgvin: Ég ræddi þetta við forsætisráðherra hispurslaust, en síðan héldum við okkar samstarfi áfram. Þetta gerðist snöggt. 9h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr hvers vegna Björgvin var ósáttur við að hafa verið haldið frá ákvörðunum um Glitnis-helgina? 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það var margsinnis rætt um stöðu efnahagsmála og bankanna á árinu 2008. 9h Vísir @visir_is Moli: Kjartan Gunnarsson, f. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var að ganga í salinn. Hann var varaformaður bankaráðs landsbankans 9h Vísir @visir_is Sigríður er nú að spyrja Björgvin út í síðasta lið ákærunnar, sem snýr að utanumhaldi um fundi og fundargerðir. sakal.is/media/skjol/Ak… 9h Vísir @visir_is Björgvin:Allt voru þetta tímafrekar aðgerðir og það var erfitt að framkvæma þetta, alveg eins og selja eignir. Menn reyndu, en það gekk ekki 9h Vísir @visir_is Benedikt Bogason dómari spyr: Hvað með þann möguleika að minnka bankakerfið með því að flytja höfuðstöðvar úr landi? 9h Vísir @visir_is Moli:Það verður óneitanlega söguleg staða hér á eftir. Þegar ritstjóri Morgunblaðsins ber vitni, og blaðamenn blaðsins fylgjast með. 9h Vísir @visir_is Moli: Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, var að koma í hús. Pétur sonur hans er hér líka, sem blaðamaður Morgunblaðsins.#landsdomur 9h Vísir @visir_is Björgvin: Já, það var skýr afstöðu breyting, og það komu fram óraunhæfar kröfur. Líklega vegna taugaveiklunar í Bretlandi. 9h Vísir @visir_is Andri: Kom afstaða breska fjármálaeftirlitsins, í bréfi í ágúst 2008, vegna Icesave mönnum á óvart? #landsdomur 9h Vísir @visir_is Moli: Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari og tók við því starfi af Valtý Sigurðssyni þegar hann hætti. 9h Vísir @visir_is Moli: Andri Árnason útskrifaðist frá Lagadeild HÍ 1982, hrl. síðan 1993 og er með Postgraduate próf frá Kings College í London frá 2004 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það voru uppi áform um að flytja eignir á móti skuldum í áföngum, en það var uppi ágreiningur um þær kröfur. Þær voru óraunhæfar. 9h Vísir @visir_is Sigríður: Vissir þú eitthvað um hversu langan tíma gæti tekið að flytja Icesave inn í dótturfélag? 9h Vísir @visir_is ...Björgvin: án miðlægs eftirlits á hinu sameiginlega markaðssvæði. Þetta sást best þegar kom að innstæðutryggingum 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kerfisvillan er augljós. Bankar með höfuðstöðvar í 300 þúsund manna landi, störfuðu á 500 milljóna manna markaði... 9h Vísir @visir_is Björgvin: Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Ég veit ekki hvernig "í veröldinni" Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins voru óraunhæfar, og hefðu alltaf valdið hruni Landsbankans. Það var ekki hægta framkvæma þær. 9h Vísir @visir_is Sigríður spyr út í hvaða aðgerðir hafi komið til greina, þegar kemur að færslu á Icesave yfir í dótturfélag. 9h Vísir @visir_is Moli: Það fjölgar í salnum. Elín Hirst var að ganga inn. Hún lætur þetta ekki alveg framhjá sér fara, enda forvitinn blaðmaður. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins um flutning á eignum, til að mæta innánsskuldum Icesave,voru fullkomlega óraunhæfar. 9h Vísir @visir_is Moli:Björgvin hefur gefið út bók um bankahrunð sem Karl Th Birgisson skráði með honum. Hún heitir Stormurinn. Björgvin heur vísað til hennar 10h Vísir @visir_is Sigríður:Varstu upplýstur í apríl 2008 um miklar úttökur af Icesave reikningum Landsbankans, og þann vanda sem það skapaði?#landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin:Ég minnist þeirra ekki sérstaklega, heldur þess frekar að rætt hafi verið um að almenna slæma stöðu á mörkuðum, "botnfrosið" ástand 10h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr út í upplýsingar sem bárust frá seðlabankanum í febrúar 2008, um að fjármálakerfið stæði illa. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Samstarf mitt við fyrrverandi forsætisráðherra var ákaflega gott,hann var aðgengilegur og við ræddum málin ítarlega þegar þurfti. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Þegar það berst bréf í ágúst 2008, þá er því svarað af ábyrgð. Hann gerði eflaust það sem hann átti að gera, og eftir atvikum gat. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Heldur þú að forsætisráðherra hafi gert eitthvað til þess að stuðla að því að Iceave í Bretlandi yrði fært í dótturfélag? 10h Vísir @visir_is Spurningar vegna ákæruliðar 1,5 eru nú í gangi. Hann varðar flutning á Icesave yfir í dótturfélag. Sjá hér sakal.is/media/skjol/Ak… 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég gerði það um Glitnis-helgina, eins og komið hefur fram, og þá gagnvart forsætisráðherra (GHH) og utanríkisráðherra (ISG). 10h Vísir @visir_is Andri: Kallaðir þú eftir því að vera upplýstur um ganga mála frekar? 10h Vísir @visir_is Moli: Í Landsdómi sitja fimmtán dómarar, fimm konur og tíu karlar. Markús Sigurbjörnsson er forseti réttarins. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli:Ragnheiður Elín Árnadóttir er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur setið hér í dag og í gær. Hún var aðstoðakona Geirs um tíma 10h Vísir @visir_is Björgvin: Eftirlitið með innviðum bankakerfisins var á hendi FME og Seðlabankans. Ég mátti ekki, skv. lögum, hafa afskipti af því. 10h Vísir @visir_is Moli: Geir hefur varla horft upp úr frá borði sínu, skrifar mikið hjá sér á meðan Björgvin svarar spurningum Andra. Er einbeittur. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég taldi að aðild að stærra myntsvæði myndi leysa þann vanda, en það var augljos kerfisbrestur í regluverki ESB. Bankar of stórir. 10h Vísir @visir_is Andri: Hlutfallsvandi fjármálakerfisins, hvað fannst þér um hann og hvað var hægt að gera? 10h Vísir @visir_is Björgvin segist ekki hafa vitað um það þegar sú stafsemi hófst, enda hafi FME séð um það og hann hafi ekki mátt skipta sér af því skv.lögum 10h Vísir @visir_is Sigríður spyr um Icesave, og hvort Björgvin hafi vitað um innlánssöfnunina í Hollandi sem hófst í mars 2008. 10h Vísir @visir_is Björgvin segist ekkert hafa vitað um bréfið, en allir hafi gert sér grein fyrir því að bankakerfið væri of stórt. 10h Vísir @visir_is Sigríður vitnar til bréfs frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá 2007 til Seðlabankans, þar sem segir að minnka þurfi bankakerfið. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég vissi um gjaldmiðlaskiptasamninginn sem slík, en sá ekki efnisatriði samningsins sem slíks fyrr en síðar. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Sigríður: Hvað vissir þú um gjaldmiðlaskiptasamning við seðlabanka Norðurlandanna frá maí mánuði 2008? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Það höfðu allir áhyggjur af því hversu hratt aðstæður breyttust á árinu 2008. Við reyndum að vera vel undbúin. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Nei, heldur að styðja við þá stefnu, að íslensk fyrirtæki gætu starfað hér á landi. Bankarnir minnkuðu frá árinu 2006. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Var það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að styðja við áframhaldandi vöxt bankakerfisins? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Bankarnir reyndu allt, til þess laga stöðu sína, með eignasölu og ýmsu fleiru. Það gekk einfaldlega ekki upp.#landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli: Sturla Jónsson var að mæta í hús, á svipuðum tíma og í gær. Greinlega upptekinn bítið. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Bankarnir sjálfir vildu selja eignir, en þeir gátu það ekki, því það hefði tafarlaust fellt þá. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég fékk upplýsingar um málið eins og aðrir frá samráðshópnum. Það var ekki hægt að gera neitt til þess að minnka bankakerfið. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Í skýrslutökum fyrir RNA, kemur fram þér hafi verið haldið fyrir utan aðgerðir vegna þess að þú varst álitin "lausmáll". 10h Vísir @visir_is Björgvin: Það kallaði ekkert á inngrip í vinnu samráðshópsins af minni hálfu. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Menn skiptust á skoðunum, að því er ég best vissi og eðlilegt var. Gögn hópsins voru mikil trúnaðargögn sem farið ver með þannig. 10h Vísir @visir_is Andri: Voru deildar meiningar innan samráðshópsins um hvernig ætti að vinna það verk sem hann var að vinna? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli: Geir Haarde sjálfur skrifar mikið hjá sér, það sem Björgvin er að segja. Geir starfaði í mörg ár sem blaðamaður. Kannski nýtist það? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Já, mér var kunnugt um hann, og vissi að hann nýttist vel fram eftir öllu ári 2008. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Andri: Var þér kunnugt um samstarfssamning FME og Seðlabanka Íslands? 11h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr nú Björgvin, út í vinnu stjórnvalda á árinu 2008. 11h Vísir @visir_is Björgvin: Þetta snérist um stöðumat á hverjum tíma, hverri stund. Samráðshópurinn markaði grunninn fyrir neyðarlögin. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Var til áætlun um hvað ætti að gera ef einn banki færi á hliðina og hvaða áhrif það kynni að hafa á aðra? 11h Vísir @visir_is Sigríður: Í ágúst 2008, fundaði samráðshópurin. Var þá til viðbúnaðaráætlun á vegum stjórnvalda? #landsdomur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Allt árið 2008 hrönnuðust upp "óveðurský" á mörkuðum sem við fylgdumst vel með. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Við þurftum ekki að fá gögnin sem slík, heldur var samráðshópurinn sjálfur starfandi á vegum stjórnvalda, og markaði grunninn. 11h Vísir @visir_is Sigríður: En þú vissir ekkert um vinnu samráðshópsins, fékkst engin gögn afhent. Sýnir þetta ekki að stjórnvöld voru ekki viðbúin? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Þetta er ekki rétt. Stóra myndin er sú, að þegar á reyndi þá var mörkuð rétt pólitísk stefnumörkun, með neyðarlögunum? 11h Vísir @visir_is Sigríður: Það skorti á pólitíska stefnumörkun um hvað ætti að gera, að mati samráðshópsins. Vissir þú af þessari afstöðu hópsins? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Ekki hægt að ákveða endanlega hvað ætti að gera fyrr en á síðustu stundu. "Enginn bjóst við eini verstu kreppu í veraldarsögunni." 11h Vísir @visir_is Björgvin: Minnstu skilaboð frá stjórnvöldum um að fjármálakerfið stæði á brauðfótum gat orsakað hrun þess, á viðkvæmum tímum.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: "Ég tel ekki hægt að svara því játandi". Starf hópsins var markvisst og vandað og skipti sköpum þegar á reyndi. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Telur þú að starf samráðshópsins hafi mátt vera markvissara? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Nei, en var upplýstur um gang mála munnlega reglulega og eftir því sem þörf var á. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Fékkst aldrei nein gögn í hendur frá samráðshópnum um fjármálastöðugleika? #landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Vinna samráðshópsins skipti sköpum fyrir það sem síðar gerðist, þ.e. fyrir neyðarlagasetninguna 6. október. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Markús segir Björgvini að enblína á að svara því, hvað hann vissi um starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 11h Vísir @visir_is Björgvin segir vinnu samráðshóps stjórnvalda hafa verið ábyrga, þvert á það sem margir hafa haldið fram. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Samráðshópurin vann mikið og gott starf sem skipti sköpum fyrir neyðarlagasetninguna, þegar að henni kom. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður spyr Björgvin út í starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 11h Vísir @visir_is Björgvin: Enginn bjóst við hruni bankanna en staðan á mörkuðum var erfið frá júnímánuði 2007 og þyngdist stöðugt. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Fyrirkomulagið er þetta: Sigríður saksóknari spyr fyrst, síðan verjandi Geirs og síðan Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms.#landsdómur 11h Vísir @visir_is "Þinghaldi er þá formlega fram haldið," segir Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms. Björgvin G. Sigurðsson gefur skýrslu.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Geir H. Haarde er sestur. Við hlið hans eru sem fyrr, Andri Árnason hrl og Hólmfríður B. Sigurðardóttir hdl. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Hér er spennuþrungið andrúmsloft, enda vitnaleiðslur formlega að hefjast í dag. Björgvin G. Sigurðsson er genginn í salinn, í flassljóma. 11h Vísir @visir_is Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari er mætt, ásamt föruneyti sínu. Sem samanstendur af Helga Magnúsi Gunnarssyni og aðstoðarmanni.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Fjórir ákæruliðir standa nú eftir í málinu, eftir að fyrstu tveimur liðunum var vísað frá. Sjá sakal.is/media/skjol/Ak… #landsdómur 11h Vísir @visir_is Ljósmyndarar og myndatökumenn bíða þess að málsaðilar mæti á svæðið. Hljóð- og myndupptökur er bannaðar inn í dómsal þegar málið hefst. 12h Vísir @visir_is Ég mætti fyrstur á svæðið í morgun, þá voru hljóðmenn að "sándtékka" í Landsdómi. 12h Vísir @visir_is Skýrslutakan yfir Geir H. Haarde tók átta tíma í gær. Sjá má ákæruna hér en ákæruliðum 1,1 og 1,2 var vísa frá dómi.sakal.is/media/skjol/Ak… 12h Vísir @visir_is Hér er töluvert af fólki sem ekki telst til aðstandenda Geirs eða fjölmiðlafólks. Háskólanemar og lögmenn, að fylgjast með gangi mála. 12h Vísir @visir_is Dagur 2 í Landsdómsmálinu er að hefjast. Salurinn var að opna. Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Sighvatsson, og Davíð Oddsson bera vitni í dag. Landsdómur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Öðrum degi Landsdómsmálsins lauk rétt fyrir klukkan 18:00 í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hafði þá gefið skýrslu í tæplega fjóra tíma, en á undan honum höfðu Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur seðlabankans, gefið skýrslu. Þinghald hefst klukkan 09:00 í fyrramálið þegar Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi stjórnarmaður Seðlabanka Íslands gefur símaskýrslu. Á eftir honum koma svo Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, og Jón Þór Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Sjá má færslur með beinni lýsingu úr dómsal í dag, hér að neðan. Nýjasta færslan er efst. Sjá má umfjöllun um fyrsta dag Landsdómsmálsins hér.Bein lýsing Landsdómsmáls - Dagur 2. Þinghaldi er nú lokið, og hefst það aftur klukkan 09:00 í fyrramálið, þegar Ingimundur Friðriksson gefur skýrslu. 3h Vísir @visir_is Davíð: Það var oft þannig að dagskrá ríkisstjórnarfunda var önnur en raunin var, ef menn vildu ekki að fjölmiðlar ræddu málin. 3h Vísir @visir_is Andri spyr um síðasta ákæruliðinn, er varðar fundargerðir og verklag hjá ríkisstjórnum. sakal.is/media/skjol/Ak… 3h Vísir @visir_is Davíð: Menn gerðu sér vonir um að það væri hægt koma Iceave inn í dótturfélag, en ég var vonlítill að eignir væru til staðar á móti skuldum. 4h Vísir @visir_is Davíð: Menn bundu vonir við það, að það væri hægt að leysa þennan vanda, fram að bréfi í ágúst 2008. Þá voru komnar upp óraunhæfar kröfur. 4h Vísir @visir_is Davíð: Hlutirnir gerðust hratt, og þetta varð ógnarstórt á skömmum tíma. 4h Vísir @visir_is Andri: Var ekki leitað eftir neinum gögnum og upplýsingum um lausafjárstýringu til landsins í gegum innlánssöfnun erlendis? 4h Vísir @visir_is Davíð:"Þessir bankamen buðu manni ekki góðan daginn fyrir minna en fimm milljarða" 4h Vísir @visir_is Andri spyr um innlánssöfnunina og hvort seðlabankinn hafi gert eitthvað til þess að sporna við þessu. 4h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr vegna ákærliðar 1,5. sakal.is/media/skjol/Ak… 4h Vísir @visir_is Davíð: Bankarnir fór úr hófi fram í innlánasöfnun, og það gerði Icesave-vandann meira íþyngjandi og erfiðari. 4h Vísir @visir_is Davíð: Mín afstaða var alveg skýr, og tel mig vita að ákærði hafi verið sama sinnis. Það var engin ríkisábyrgð á Icesave. 4h Vísir @visir_is Davíð: Mín afstaða til Icesave var alltaf skýr, Landsbankamenn höfðu enga heimild til þess að setja "ríkið á hausinn". 4h Vísir @visir_is Davíð: Eignir Landsbankans voru ekki nægilega burðugar, gátu ekki uppfyllt skilyrði breska fjármálaeftirlitsins. 4h Vísir @visir_is Eggert Óskarsson dómari spyr, hvort seðlabankinn hafi gert eitthvað til þess að flytja Icesave í dótturfélag. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ekki beint, og formlega, en ég lá aldrei á þeirri skoðun minni og alls ekki við FME. 4h Vísir @visir_is Brynhildur Flóventz dómari spurði Davíð hvort hann hafi komið því til skila við ráðherra að hann teldi FME "mjög veikt". 4h Vísir @visir_is Davíð: Þessi viðskipti voru afar illa séð, og fékk ég þau skilaboð margoft. 4h Vísir @visir_is Þ.e. veðlánaviðskiptum við evrópska seðlabankann. Markús spurði hvort vitneskja um þetta hafi ekki verið fyrir hendi, þ.e. þessi viðskipti? 4h Vísir @visir_is Markús spyr, og vitnar til punkta í fundargerð stjórnar seðlabankans, þar sem veðlánaviðskiptum íslensku bankanna er lýst. 4h Vísir @visir_is Davíð: En vandinn var of mikill og bankarnir ekki þess burðugir að geta lifað af. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég átti í "endalausum samtölum" við Timothy Geithner, nú fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um hvað væri hægt að gera. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég held að það hafi verið mjög erfitt, og erfitt að segja nákvæmlega hvenær það varð vonlaust. 4h Vísir @visir_is Andri: Var einhver möguleiki á því að minnka bankakerfið á árinu 2008? 4h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr um ákærulið 1,4. sakal.is/media/skjol/Ak…#landsdomur 4h Vísir @visir_is Moli: Strauss-Kahn var framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrssjóðsins árið 2008. 4h Vísir @visir_is Davíð: Ég hringdi í Strauss-Kahn og óskaði eftir "second opinion" á mögulegum aðgerðum til að minnka bankakerfið. Sendi samdægurs fólk. 4h Vísir @visir_is Davíð: ..(frh) Þetta er bull. Það var illmögulegt að minnka bankakerfið en engri aðstoð var neitað. 4h Vísir @visir_is Davíð: Í Speglinum og víðar er fjallað um það sem "meiriháttar vitleysu" að hafa afþakkað einhverja aðstoð við að minnka bankakerfið... 4h Vísir @visir_is Moli: Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs í hruninu og náinn vinur hans, situr aftast í salnum og prjónar. Söguleg flík að verða til? 4h Vísir @visir_is Davíð: Það var rætt um það, að FIH gæti hugsanlega orðið höfuðstöðvabanki Kaupþings. En sú leið var ekki fær. Traustið var farið. 4h Vísir @visir_is Moli: Geir skrifar niður punkta, látlaust, horfir varla upp frá blaði sínu. Hefur haft þann háttinn á í allan dag. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það var allt í smáum stíl, fækkun á starfsfólki og þess háttar, og þetta var gert eftir hvatningu frá stjórnvöldum.#landsdomur 5h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Var gripið til einhverra aðgerða sem máli skiptu við, að minnka bankakerfð, að hálfu stjórnvalda? #landsdomur 5h Vísir @visir_is Davíð: Mitt mat er það að ekki hafi verið mögulegt að flytja bankanna úr landi,vegna þess að erlend fjármálaeftirlit hefðu séð vandamálin. 5h Vísir @visir_is Ákæruliðurinn snýr að því, að ekki hafi með virkum aðgerðum verið gripið aðgerða til þess að minnka bankakerfið. 5h Vísir @visir_is Þá er það ákæruliður 1,4, Helgi Magnús saksóknari spyr.sakal.is/media/skjol/Ak… 5h Vísir @visir_is Davíð: Fékk þau skilaboð á fundi í Basel að innlánasöfnun íslensku bankanna væri að "ógna" innlánastarfemi í allri Evrópu. 5h Vísir @visir_is Davíð: "Þetta voru snjallir menn" þeir höfðu komið sér upp lánafyrirgreiðslu í ervrópska seðlabankanum sem var meiri en hjá mörgum löndum. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég er ekki með nokkru móti að segja "verjandi góður" að forsætisráðherra hafi getað gripið til einhverra aðgerða til bjarga málum. 5h Vísir @visir_is Davíð: Við komum okkar áhyggjum áfram, alveg skýrt, milliliðalaust, til ráðherra og stjórnvalda. Gátum ekki sett hvað sem er í skýrslur. 5h Vísir @visir_is Andri heldur áfram að sauma að Davíð. Var seðlabankinn ekki að gefa það skyn í skýrslum 2008 að allt væri í lagi? Leiftrandi málflutningur. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið fullkomlega ómögulegt að bjarga bönkunum í byrjun árs 2008. Ég veit það núna. 5h Vísir @visir_is Davíð: Mér dettur ekki í hug að saka hinn ákærða um eitt eða neitt, en að hefði verið hægt að bregðast við. 5h Vísir @visir_is Andri: En hefði seðlabankinn, með sín stjórntæki, ekki frekar átt að bregðast við frekar en stjórnvöld? 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég leit á það sem skyldu mína að koma upplýsingum af fundum mínum í Bretlandi, í byrjun árs 2008, beint til ráðherra? 5h Vísir @visir_is Moli: Andri hefur skotið beittum spurningum að Davíð. Af hverju sá seðlabankinn ekki að eigið fé bankanna var "froða"? spyr Andri. 5h Vísir @visir_is Moli: Hér er nú rafmagnað andrúmsloft. Davíð lýsir pirringi sínum í garð FME, vegna grunsemda um að eigið fé bankanna hafi verið falskt. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það var pirringur af minni hálfu í garð FME. Ragnar Haflðason, aðstoðarforstjóri sagði FME byggja allt sitt á reikningum bankanna. 5h Vísir @visir_is Davíð: Við í seðlabankanum töldum FME vera "mjög veikt". 5h Vísir @visir_is Davíð: Seðlabankinn hefur ekkert boðvald yfir FME, þrátt fyrir þennan samning. 5h Vísir @visir_is Andri: En af hverju er seðlabankinn ekki að afla upplýsinga um þetta, á grundvelli samnings við FME (grípur frammi fyrir Davíð)? 5h Vísir @visir_is Davíð: Það kemur í ljós, þegar Stefán Svavarsson endurskoðandi, skoðar bækur Glitnis, að skilgreining á tengdum aðilum var mjög bjöguð. 5h Vísir @visir_is ...Davíð: (frh) það væri ekki "vandræðalegt fyrir Þóru". Konu Björgólfs Guðmundssonar. 5h Vísir @visir_is Davíð: Þegar ég fékk upplýsingar um að Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor teldust ekki tengdir aðilar, þá spurði ég hvort...(frh) 5h Vísir @visir_is Davíð: Það kom á daginn, eftir fall Glitnis að viðmiðun FME um tengda aðila var orðin mjög sveigjanleik, svo ekki sé meira sagt. 5h Vísir @visir_is Davíð: Það voru settar fram spurningar til FME um það hvernig krosslánveitingum væri háttað. FME fullyrti að allt væri í lagi. 5h Vísir @visir_is Andri: Var ekki fyrir hendi samstarfssamningur milli seðlabankans og FME um eftirlit með ýmsum þáttum? 5h Vísir @visir_is Davíð: Hann kom algjörlega "af fjöllum" þegar bankarnir féllu. 5h Vísir @visir_is Davíð: Ég man aldrei eftir því að Arnór Sighvatsson hafi fjallað um vandamál bankanna, ekki mín eyru. 5h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr nú Davíð Oddsson. 6h Vísir @visir_is Vitnaleðslur yfir Davíð halda áfram eftir hlé. 6h Vísir @visir_is Davíð sagðist mest hafa verið í sambandi við Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu, af ráðherrum Samfylkingarinnar. 6h Vísir @visir_is Moli: Eiríkur Stefánsson, sem oft fer mikinn á Útvarpi Sögu, er mættur í salinn og er að leggja mönnum línurnar sem sitja við hlið hans. 6h Vísir @visir_is Réttarhlé í fimmtán mínútur. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég átti einn fund með viðskiptaráðherra, en var ekki var við það að leitað væri þaðan eftir viðhorfum. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ingibjörg Sólrún lagði til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra. Það hefði verið "dauði" fyrir ríkið. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var tekin sú ákvörðun að fara ekki þá leið sem "síðar hefur verið farin" í Grikklandi og víðar, að taka ábyrgð á onýtum bönkum. 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég sagði frá því á ríkisstjórnarfundi, byrjun október, að allir bankarnir yrðu fallnir innan viku. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Var viðlagaáætlun samráðshópsins tilbúin þegar hrunið varð? Davíð: Okkar eigin viðlagaátlun var tilbúin. 6h Vísir @visir_is Davíð: Seðlabankinn lýsti því aldrei yfir "hvergi" að bönkum yrði bjargað. 6h Vísir @visir_is Davíð: Fannst sem vinna samráðshópsins mætti vera markvissari, en seðlabankinn hefði getað haft meiri áhrif á gang mála, mögulega. 6h Vísir @visir_is Davíð: Samráðshópurinn átti meðal annars að vinna að forvarnarvinnu fyrir lagasmíð "sem ekki mætti vera uppi á borðum". 6h Vísir @visir_is Davíð: Við litum svo á að að þetta væri mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti, en það má þó ekki ofmeta starfshópa sem þessa. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús spyr um samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika, og hvernig aðkoma seðlabankans var að honum. 6h Vísir @visir_is Moli: Geir hefur handskrifað látlaust, það sem Davíð segir. Andri Árnason fylgist einnig einbeittur með, og punktar hjá sér.#landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var ljóst, að þegar illa gekk hjá Glitni að afla lánsfjár í Bandaríkjunum, í byrjun 2008, að vandamálin voru að dýpka. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var hins vegar ljóst að bankarnir voru mjög háðir umhverfinu á alþjóðlegum mörkuðum og það brugðið til beggja vona#landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Á þessum tíma var hins vegar ekki komin alþjóðleg "krísa" og bönkunum tókst að lengja í lánum sínum að einhverju leyti. 6h Vísir @visir_is Davíð: Þessir "ágætu" bankastjórar virtust trúa því að þeir myndu fara í þrot (um fundinn heima hjá Davíð 26. mars 2006). 6h Vísir @visir_is Davíð: "Ég gerði það kannski ekki nógu oft." Kom áhyggjum ítrekað áfram. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Töluðu þið ákærði oft saman um þessi mál í aðdraganda hruns bankanna? 6h Vísir @visir_is Davíð: Ég leit á það sem mína skyldu að segja frá mínum áhyggjum, við forsætisráðherra, berum orðum. #landsdomur 6h Vísir @visir_is Davíð: Þeir sem kunnu að lesa í skýrslur seðlabankans, sáu augljós merki um "þá svörtu sýn" sem seðlabankinn hafði á bankanna. 6h Vísir @visir_is Davíð: Fyrirgreiðsla seðlabankans hér á landi, tók að nokkru leyti mið af þessu. 6h Vísir @visir_is Davíð: Á fundum Í Basel, "þar sem talað er frjálslega, því það fer ekki lengra" þá voru menn á því að endurreisa traust með lausu fé. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var nær útilokað að þetta gæti gengið, þ.e. að bankarnir næðu að endurfjármagna sig. 6h Vísir @visir_is Davíð: Það var ljóst að bankarnir þurftu að útvega sér 45 milljarða evra á nokkrum árum, og það voru gríðarlegir fjármunir. 6h Vísir @visir_is Davíð: Menn höfðu viðvarandi áhyggjur af stöðu Glitnis, og allra bankanna raunar, á árinu 2008. 6h Vísir @visir_is Helgi Magnús spyr út í gögn frá janúar 2008, sem segja að Glitnir hafi ekki laust fé til næstu þriggja mánaða. 6h Vísir @visir_is Moli: Geir heldur sig við að skrifa hjá sér það, sem Davíð er að segja. Hann heldur ítarlega sjálfstæða punkta um það sem hér fer fram. 7h Vísir @visir_is Davíð: Forsvarsmenn seðlabanka geta ekki sagt hvað sem er út á við, þeir þurfa að passa sig, en ég kom mínum áhyggjum á framfæri. 7h Vísir @visir_is Davíð: Það voru ekki allir sammála þessu mati mínu, á veikum innviðum bankanna, innan Seðlabanka Íslands. 7h Vísir @visir_is Davíð: "Menn héldu að þeir gætu keypt hvað sem var, hvað sem það kostaði," sagði Davíð um stærstu eigendur bankanna. 7h Vísir @visir_is Davíð: Ólíkt því sem margir halda, þá vorum við í stjórn Seðlabanka Íslands með jafnmikil völd, og við tókum ákvarðanir saman. 7h Vísir @visir_is Davíð: Mínar athugasemdir vegna veikrar stöðu bankanna, komu fram miklu fyrr en árið 2008. 7h Vísir @visir_is Davíð: Uppkaup manna sem tengdust bönkunum á fyrirtækjum í Danmörku, Bretlandi og víðar, blindaði mönnum sýn. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Davíð:Menn reiddu sig á ársreikninga um bankanna, sem undirritaðir voru af stjórnendum bankanna of stærstu endurskoðendaskrifstofum landsins 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Gerðir þú þér grein fyrir því að eignasöfn bankanna væru veikburða, eins og fram hefur komið hér fyrir domi? 7h Vísir @visir_is Davíð: Um margra ára skeið gátu bankar nálgast lánsfé á "ótrúlegum" kjörum. Um mitt ár 2007 lauk þessu ástandi snögglega. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Davíð Oddsson: Bankarnir fóru djarflega og voru komnir á ystu nöf, þegar alþjóðamarkaðir svo gott sem lokuðust. 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús: Hver var meginástæða þess að bankarnir féllu? 7h Vísir @visir_is Helgi Magnús Gunnarsson spyr Davíð Oddsson, hann byrjar á því að endurtaka ákæruefnið. sakal.is/media/skjol/Ak… 7h Vísir @visir_is Davíð Oddsson er kominn í sæti til að gefa skýrslu. Hann hefur áhrifamikla nærveru, nú sem fyrr. Ljósadýrð flassins fylgdi honum inn í sal. 7h Vísir @visir_is Næstur er Davíð Oddsson,fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. 7h Vísir @visir_is Arnór Sighvatsson hefur lokið skýrslugjöf. 7h Vísir @visir_is Arnór: Líklega breytti það þó engu um hvernig fór að lokum, hver "var í brúnni". Bankarnir hefðu aldrei getað lifað af. 7h Vísir @visir_is Arnór: Davíð Oddsson er umdeildur maður og það hafði áhrif á umræðu um aðgerðir í tengslum við aðkomu seðlabankans að Glitni. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég kom að ákveðnum kafla um þjóðhagslega þætti í skýrslunni en öðru ekki. 7h Vísir @visir_is Andri: Í skýrslunni segir að staða fjármálakerfisinshafi verið traust. Hvernig stendur á þessu? 7h Vísir @visir_is Andri: Rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika, frá því í maí 2008, gaf nú ekki tilefni þess að staðan hafi verið virkilega slæm? 7h Vísir @visir_is Arnór: Bankarnir hefðu þurft að selja allar bestu eignir sínar, og þá hefði fyrst og fremst verið eftir bólueignir sem ekkert hald var í. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég tel það nánast "fráleitt" að það hafi verið hægt að selja eignir bankanna og minnka efnahag þeirra, svo það gerði eitthvað gagn. 7h Vísir @visir_is Andri: Telur þú að það hafi verið hægt að selja eignir bankanna á árinu 2008? 7h Vísir @visir_is Arnór: Minnistæður er fundur með Barclays banka árið 2005, en þá komu fram efasemdir um að það væri innistæða fyrir vexti bankanna. 7h Vísir @visir_is Arnór: Traust á banka er lítils virði ef það er ekki innistæða fyrir því. Ég tel sjálfur að eigið fé bankanna hafi verið falskt. 7h Vísir @visir_is Arnór: Það skýrist ekki almennilega fyrr en eftir á, hvað gæði eigna bankanna voru slæm. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: "Þarna var dauðvona krabbameinssjúklingur að fá hjartaáfall" sagði Arnór um fall bankanna. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: Lausafjár vandi er eins og hjartaáfall en eiginfjárvandi eins og krabbamein fyrir banka. 7h Vísir @visir_is Arnór: Menn gerðu sér ekki grein fyrir því hvað eignirnar voru veikar hjá bönkunum. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég gerði það margoft, einkum innan seðlabankans. Sérstaklega voru það áhyggjur af gæðum eigna sem vöxturinn byggði á. 7h Vísir @visir_is Andri: Komst þú einhverju á framfæri um það að bankarnir væru að taka of mikla áhættu? 7h Vísir @visir_is Arnór skýrir það, aðalhagfræðingur, framkvæmdastjóri hagfræðisviðs sem kom að vinnu við fjármálastöðugleikaskýrslum bankans. 7h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr. Fyrst, hvert var þitt helsta starfssvið innan Seðlabanka Íslands? #landsdomur 7h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr um bréfaskipti milli Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Seðlabanka Bretlands. Arnór vissi ekki af þeim. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég held að það hefði verið mjög erfitt að færa Icesave yfir í dótturfélag, þar sem það hefði þurft að færa eignir á móti skuldunum. 7h Vísir @visir_is Arnór: Einn lærdómurin af þessu öllu saman, er að gengisáhætta milli eigna og skulda sé ekki eins mikil og hér var. 7h Vísir @visir_is Arnór: Ég vissi um það eftir að innlánssöfnunin hófst, en þetta var fyrst og fremst mál FME. #landsdomur 7h Vísir @visir_is Sigríður spyr um stofnun Icesave reikningana í Hollandi í mars 2008. Vissir þú eitthvað um þetta Arnór? 7h Vísir @visir_is ...Arnór: (frh) en er starfrækslumyntin í höfuðstöðvalandinu. 8h Vísir @visir_is Arnór:Lærdómurinn af þessari eignabólu, er kannski sá að það er mjög varhugavert að eigna- og skuldahlið banka sé í öðrum gjaldmiðli en..frh 8h Vísir @visir_is Arnór: Enginn gat búist við því sem síðar kom í ljós, að bankarnir væru að "kaupa eigin hlutabréf". #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Að sjálfsögðu var þetta rætt, og um þetta fjallað í ritum bankans, út á við og inn á við. 8h Vísir @visir_is Sigríður: Var var verið að ræða um þau hættumerki sem fylgja hröðum vexti banka, eins og þú lýsir þessu? #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Hröðum vexti banka fylgir alltaf áhætta, þar sem reynslusaga eignanna sem vöxturinn byggir á er stutt og óvissan því mikil. 8h Vísir @visir_is Arnór: Árið 2006 var engin "míníkrísa" heldur alvarlegur vandi þar sem "líf bankanna var í húfi". #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Núna, eftir að eignahlið bankanna liggur fyrir, var undirliggjandi eiginfjárvandi mun djúpstæðari en talið var.#landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór: Þegar horft er um öxl, eru rætur hruns mun aftar en margir vilja meina. Þegar á árinu 2005 voru skýr merki um að vandi væri framundan 8h Vísir @visir_is Arnór svarar spurningum er varða ákæruliðina 1,3 og 1,5, öðru fremur, skv.uppleggi saksóknara. sakal.is/media/skjol/Ak… 8h Vísir @visir_is "Þinghaldi er þá framhaldið" segir Markús Sigurbjörnsson.#landsdomur 8h Vísir @visir_is Moli: Hér er nú troðfullur salur, og Arnór Sighvatsson bíður þess að setjast í vitnastúkuna. #landsdomur 8h Andri Valur Ivarsson @andrivalur Aðeins einn dómari í Landsdómi tekur þátt í mottumars. Það er formaðurinn Markús Sigurbjörnsson #landsdomur #mottumars Retweeted by Vísir 8h Vísir @visir_is Moli: Hannes Hólmsteinn Gissurarson er mættur í salinn. Hann er yfirleitt ekki langt undan ef Davíð Oddsson er annars vegar. 8h Vísir @visir_is Sigríður Friðjónsdóttir er sest á sinn stað, og bíður þess að málið hefjist að nýju. Ljósmyndarar eru allt um kring. #landsdomur 8h Vísir @visir_is Moli: Hér nokkuð þéttsetið, margir laganemar að fylgjast með þessu einstaka dómsmáli. #landsdomur 8h Vísir @visir_is Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri er mættur og bíður þess að bera vitni. Hann var aðalhagfræðingur seðlabankans fyrir hrun. 8h Vísir @visir_is Moli: Blaðamennirnir Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinsson eru mættir í salinn. Þeir voru samstarfsmenn á Morgunblaðinu um árabil. 8h Vísir @visir_is Hér í Þjóðmenningarhúsinu er fjöldi fólks, sem sameinast í ágætri kaffisölu á jarðhæðinni. Gósentíð hjá kaupmanninum sem rekur eldhúsið! 9h Vísir @visir_is Hlé hefur nú verið gert á þinghaldi til 13:30. Þá kemur Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Marg sinnis var rætt um gjaldeyrisvaraforðann allt árið 2008, sem tengdist vitanlega erfiðleikum fjármálakerfisins. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það er margt sem ekki er skráð formlega, sem samt er rætt á ríkisstjórnarfundum. "Mjög margt" sagt með áherslu. 9h Vísir @visir_is Andri spyr um bókanir og dagskrártillögur á ríkisstjórnarfundum, í tengslum við síðasta ákæruliðinn. sakal.is/media/skjol/Ak… 9h Vísir @visir_is Björgvin: Ég ræddi þetta við forsætisráðherra hispurslaust, en síðan héldum við okkar samstarfi áfram. Þetta gerðist snöggt. 9h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr hvers vegna Björgvin var ósáttur við að hafa verið haldið frá ákvörðunum um Glitnis-helgina? 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það var margsinnis rætt um stöðu efnahagsmála og bankanna á árinu 2008. 9h Vísir @visir_is Moli: Kjartan Gunnarsson, f. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var að ganga í salinn. Hann var varaformaður bankaráðs landsbankans 9h Vísir @visir_is Sigríður er nú að spyrja Björgvin út í síðasta lið ákærunnar, sem snýr að utanumhaldi um fundi og fundargerðir. sakal.is/media/skjol/Ak… 9h Vísir @visir_is Björgvin:Allt voru þetta tímafrekar aðgerðir og það var erfitt að framkvæma þetta, alveg eins og selja eignir. Menn reyndu, en það gekk ekki 9h Vísir @visir_is Benedikt Bogason dómari spyr: Hvað með þann möguleika að minnka bankakerfið með því að flytja höfuðstöðvar úr landi? 9h Vísir @visir_is Moli:Það verður óneitanlega söguleg staða hér á eftir. Þegar ritstjóri Morgunblaðsins ber vitni, og blaðamenn blaðsins fylgjast með. 9h Vísir @visir_is Moli: Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, var að koma í hús. Pétur sonur hans er hér líka, sem blaðamaður Morgunblaðsins.#landsdomur 9h Vísir @visir_is Björgvin: Já, það var skýr afstöðu breyting, og það komu fram óraunhæfar kröfur. Líklega vegna taugaveiklunar í Bretlandi. 9h Vísir @visir_is Andri: Kom afstaða breska fjármálaeftirlitsins, í bréfi í ágúst 2008, vegna Icesave mönnum á óvart? #landsdomur 9h Vísir @visir_is Moli: Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari og tók við því starfi af Valtý Sigurðssyni þegar hann hætti. 9h Vísir @visir_is Moli: Andri Árnason útskrifaðist frá Lagadeild HÍ 1982, hrl. síðan 1993 og er með Postgraduate próf frá Kings College í London frá 2004 9h Vísir @visir_is Björgvin: Það voru uppi áform um að flytja eignir á móti skuldum í áföngum, en það var uppi ágreiningur um þær kröfur. Þær voru óraunhæfar. 9h Vísir @visir_is Sigríður: Vissir þú eitthvað um hversu langan tíma gæti tekið að flytja Icesave inn í dótturfélag? 9h Vísir @visir_is ...Björgvin: án miðlægs eftirlits á hinu sameiginlega markaðssvæði. Þetta sást best þegar kom að innstæðutryggingum 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kerfisvillan er augljós. Bankar með höfuðstöðvar í 300 þúsund manna landi, störfuðu á 500 milljóna manna markaði... 9h Vísir @visir_is Björgvin: Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Ég veit ekki hvernig "í veröldinni" Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins voru óraunhæfar, og hefðu alltaf valdið hruni Landsbankans. Það var ekki hægta framkvæma þær. 9h Vísir @visir_is Sigríður spyr út í hvaða aðgerðir hafi komið til greina, þegar kemur að færslu á Icesave yfir í dótturfélag. 9h Vísir @visir_is Moli: Það fjölgar í salnum. Elín Hirst var að ganga inn. Hún lætur þetta ekki alveg framhjá sér fara, enda forvitinn blaðmaður. 9h Vísir @visir_is Björgvin: Kröfur breska fjármálaeftirlitsins um flutning á eignum, til að mæta innánsskuldum Icesave,voru fullkomlega óraunhæfar. 9h Vísir @visir_is Moli:Björgvin hefur gefið út bók um bankahrunð sem Karl Th Birgisson skráði með honum. Hún heitir Stormurinn. Björgvin heur vísað til hennar 10h Vísir @visir_is Sigríður:Varstu upplýstur í apríl 2008 um miklar úttökur af Icesave reikningum Landsbankans, og þann vanda sem það skapaði?#landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin:Ég minnist þeirra ekki sérstaklega, heldur þess frekar að rætt hafi verið um að almenna slæma stöðu á mörkuðum, "botnfrosið" ástand 10h Vísir @visir_is Sigríður: Spyr út í upplýsingar sem bárust frá seðlabankanum í febrúar 2008, um að fjármálakerfið stæði illa. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Samstarf mitt við fyrrverandi forsætisráðherra var ákaflega gott,hann var aðgengilegur og við ræddum málin ítarlega þegar þurfti. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Þegar það berst bréf í ágúst 2008, þá er því svarað af ábyrgð. Hann gerði eflaust það sem hann átti að gera, og eftir atvikum gat. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Heldur þú að forsætisráðherra hafi gert eitthvað til þess að stuðla að því að Iceave í Bretlandi yrði fært í dótturfélag? 10h Vísir @visir_is Spurningar vegna ákæruliðar 1,5 eru nú í gangi. Hann varðar flutning á Icesave yfir í dótturfélag. Sjá hér sakal.is/media/skjol/Ak… 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég gerði það um Glitnis-helgina, eins og komið hefur fram, og þá gagnvart forsætisráðherra (GHH) og utanríkisráðherra (ISG). 10h Vísir @visir_is Andri: Kallaðir þú eftir því að vera upplýstur um ganga mála frekar? 10h Vísir @visir_is Moli: Í Landsdómi sitja fimmtán dómarar, fimm konur og tíu karlar. Markús Sigurbjörnsson er forseti réttarins. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli:Ragnheiður Elín Árnadóttir er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur setið hér í dag og í gær. Hún var aðstoðakona Geirs um tíma 10h Vísir @visir_is Björgvin: Eftirlitið með innviðum bankakerfisins var á hendi FME og Seðlabankans. Ég mátti ekki, skv. lögum, hafa afskipti af því. 10h Vísir @visir_is Moli: Geir hefur varla horft upp úr frá borði sínu, skrifar mikið hjá sér á meðan Björgvin svarar spurningum Andra. Er einbeittur. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég taldi að aðild að stærra myntsvæði myndi leysa þann vanda, en það var augljos kerfisbrestur í regluverki ESB. Bankar of stórir. 10h Vísir @visir_is Andri: Hlutfallsvandi fjármálakerfisins, hvað fannst þér um hann og hvað var hægt að gera? 10h Vísir @visir_is Björgvin segist ekki hafa vitað um það þegar sú stafsemi hófst, enda hafi FME séð um það og hann hafi ekki mátt skipta sér af því skv.lögum 10h Vísir @visir_is Sigríður spyr um Icesave, og hvort Björgvin hafi vitað um innlánssöfnunina í Hollandi sem hófst í mars 2008. 10h Vísir @visir_is Björgvin segist ekkert hafa vitað um bréfið, en allir hafi gert sér grein fyrir því að bankakerfið væri of stórt. 10h Vísir @visir_is Sigríður vitnar til bréfs frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá 2007 til Seðlabankans, þar sem segir að minnka þurfi bankakerfið. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég vissi um gjaldmiðlaskiptasamninginn sem slík, en sá ekki efnisatriði samningsins sem slíks fyrr en síðar. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Sigríður: Hvað vissir þú um gjaldmiðlaskiptasamning við seðlabanka Norðurlandanna frá maí mánuði 2008? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Það höfðu allir áhyggjur af því hversu hratt aðstæður breyttust á árinu 2008. Við reyndum að vera vel undbúin. 10h Vísir @visir_is Björgvin: Nei, heldur að styðja við þá stefnu, að íslensk fyrirtæki gætu starfað hér á landi. Bankarnir minnkuðu frá árinu 2006. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Var það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að styðja við áframhaldandi vöxt bankakerfisins? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Bankarnir reyndu allt, til þess laga stöðu sína, með eignasölu og ýmsu fleiru. Það gekk einfaldlega ekki upp.#landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli: Sturla Jónsson var að mæta í hús, á svipuðum tíma og í gær. Greinlega upptekinn bítið. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Bankarnir sjálfir vildu selja eignir, en þeir gátu það ekki, því það hefði tafarlaust fellt þá. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Ég fékk upplýsingar um málið eins og aðrir frá samráðshópnum. Það var ekki hægt að gera neitt til þess að minnka bankakerfið. 10h Vísir @visir_is Sigríður: Í skýrslutökum fyrir RNA, kemur fram þér hafi verið haldið fyrir utan aðgerðir vegna þess að þú varst álitin "lausmáll". 10h Vísir @visir_is Björgvin: Það kallaði ekkert á inngrip í vinnu samráðshópsins af minni hálfu. #landsdomur 10h Vísir @visir_is Björgvin: Menn skiptust á skoðunum, að því er ég best vissi og eðlilegt var. Gögn hópsins voru mikil trúnaðargögn sem farið ver með þannig. 10h Vísir @visir_is Andri: Voru deildar meiningar innan samráðshópsins um hvernig ætti að vinna það verk sem hann var að vinna? #landsdomur 10h Vísir @visir_is Moli: Geir Haarde sjálfur skrifar mikið hjá sér, það sem Björgvin er að segja. Geir starfaði í mörg ár sem blaðamaður. Kannski nýtist það? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Já, mér var kunnugt um hann, og vissi að hann nýttist vel fram eftir öllu ári 2008. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Andri: Var þér kunnugt um samstarfssamning FME og Seðlabanka Íslands? 11h Vísir @visir_is Andri Árnason spyr nú Björgvin, út í vinnu stjórnvalda á árinu 2008. 11h Vísir @visir_is Björgvin: Þetta snérist um stöðumat á hverjum tíma, hverri stund. Samráðshópurinn markaði grunninn fyrir neyðarlögin. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Var til áætlun um hvað ætti að gera ef einn banki færi á hliðina og hvaða áhrif það kynni að hafa á aðra? 11h Vísir @visir_is Sigríður: Í ágúst 2008, fundaði samráðshópurin. Var þá til viðbúnaðaráætlun á vegum stjórnvalda? #landsdomur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Allt árið 2008 hrönnuðust upp "óveðurský" á mörkuðum sem við fylgdumst vel með. #landsdomur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Við þurftum ekki að fá gögnin sem slík, heldur var samráðshópurinn sjálfur starfandi á vegum stjórnvalda, og markaði grunninn. 11h Vísir @visir_is Sigríður: En þú vissir ekkert um vinnu samráðshópsins, fékkst engin gögn afhent. Sýnir þetta ekki að stjórnvöld voru ekki viðbúin? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Þetta er ekki rétt. Stóra myndin er sú, að þegar á reyndi þá var mörkuð rétt pólitísk stefnumörkun, með neyðarlögunum? 11h Vísir @visir_is Sigríður: Það skorti á pólitíska stefnumörkun um hvað ætti að gera, að mati samráðshópsins. Vissir þú af þessari afstöðu hópsins? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Ekki hægt að ákveða endanlega hvað ætti að gera fyrr en á síðustu stundu. "Enginn bjóst við eini verstu kreppu í veraldarsögunni." 11h Vísir @visir_is Björgvin: Minnstu skilaboð frá stjórnvöldum um að fjármálakerfið stæði á brauðfótum gat orsakað hrun þess, á viðkvæmum tímum.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: "Ég tel ekki hægt að svara því játandi". Starf hópsins var markvisst og vandað og skipti sköpum þegar á reyndi. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Telur þú að starf samráðshópsins hafi mátt vera markvissara? 11h Vísir @visir_is Björgvin: Nei, en var upplýstur um gang mála munnlega reglulega og eftir því sem þörf var á. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður: Fékkst aldrei nein gögn í hendur frá samráðshópnum um fjármálastöðugleika? #landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Vinna samráðshópsins skipti sköpum fyrir það sem síðar gerðist, þ.e. fyrir neyðarlagasetninguna 6. október. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Markús segir Björgvini að enblína á að svara því, hvað hann vissi um starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 11h Vísir @visir_is Björgvin segir vinnu samráðshóps stjórnvalda hafa verið ábyrga, þvert á það sem margir hafa haldið fram. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Björgvin: Samráðshópurin vann mikið og gott starf sem skipti sköpum fyrir neyðarlagasetninguna, þegar að henni kom. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Sigríður spyr Björgvin út í starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika. 11h Vísir @visir_is Björgvin: Enginn bjóst við hruni bankanna en staðan á mörkuðum var erfið frá júnímánuði 2007 og þyngdist stöðugt. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Fyrirkomulagið er þetta: Sigríður saksóknari spyr fyrst, síðan verjandi Geirs og síðan Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms.#landsdómur 11h Vísir @visir_is "Þinghaldi er þá formlega fram haldið," segir Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms. Björgvin G. Sigurðsson gefur skýrslu.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Geir H. Haarde er sestur. Við hlið hans eru sem fyrr, Andri Árnason hrl og Hólmfríður B. Sigurðardóttir hdl. #landsdómur 11h Vísir @visir_is Hér er spennuþrungið andrúmsloft, enda vitnaleiðslur formlega að hefjast í dag. Björgvin G. Sigurðsson er genginn í salinn, í flassljóma. 11h Vísir @visir_is Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari er mætt, ásamt föruneyti sínu. Sem samanstendur af Helga Magnúsi Gunnarssyni og aðstoðarmanni.#landsdómur 11h Vísir @visir_is Fjórir ákæruliðir standa nú eftir í málinu, eftir að fyrstu tveimur liðunum var vísað frá. Sjá sakal.is/media/skjol/Ak… #landsdómur 11h Vísir @visir_is Ljósmyndarar og myndatökumenn bíða þess að málsaðilar mæti á svæðið. Hljóð- og myndupptökur er bannaðar inn í dómsal þegar málið hefst. 12h Vísir @visir_is Ég mætti fyrstur á svæðið í morgun, þá voru hljóðmenn að "sándtékka" í Landsdómi. 12h Vísir @visir_is Skýrslutakan yfir Geir H. Haarde tók átta tíma í gær. Sjá má ákæruna hér en ákæruliðum 1,1 og 1,2 var vísa frá dómi.sakal.is/media/skjol/Ak… 12h Vísir @visir_is Hér er töluvert af fólki sem ekki telst til aðstandenda Geirs eða fjölmiðlafólks. Háskólanemar og lögmenn, að fylgjast með gangi mála. 12h Vísir @visir_is Dagur 2 í Landsdómsmálinu er að hefjast. Salurinn var að opna. Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Sighvatsson, og Davíð Oddsson bera vitni í dag.
Landsdómur Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira