Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. mars 2012 10:15 Tiger Woods var ekkert sérstaklega ánægður með spilamennskuna hjá sér í gær. AP Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira