Greg Norman: Wozniacki og Rory eru fullkomin fyrir hvort annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2012 22:45 Caroline Wozniacki og Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar. „Hún er líkalega besti félaginn sem Rory getur fengið því hún er svo sterk andlega," segir Greg Norman sem telur að sú danska hafi örugglega átt þátt í því að Rory McIlroy sé farinn huga meira að því að lyfta lóðum og styrkja sig líkamlega. McIlroy er kominn upp í annað sæti heimslistans en hann er á uppleið á meðan kærastan er ekki lengur í efsta sæti tennislistans og hefur hrunið alla leið niður í fjórða sætið. „Það er ekkert betra en að hafa maka við hlið þér sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Caroline Wozniacki er fullkomin fyrir Rory. Ég veit reyndar ekki hversu náin þau eru því ég er ekki á twitter," sagði Norman. „Það lítur samt út fyrir að þau séu á sömu blaðsíðu, bæði í einkalífinu og í atvinnumennskunni," sagði hinn 57 ára gamli Ástrali sem var á sínum tíma giftur tennisstjörnunni Chris Evert. Golf Tennis Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ástralska golfgoðsögnin Greg Norman segir dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki hafa góð áhrif á norður-írska kylfinginn Rory McIlroy og fer svo langt að kalla þau hið fullkomna kærustupar. „Hún er líkalega besti félaginn sem Rory getur fengið því hún er svo sterk andlega," segir Greg Norman sem telur að sú danska hafi örugglega átt þátt í því að Rory McIlroy sé farinn huga meira að því að lyfta lóðum og styrkja sig líkamlega. McIlroy er kominn upp í annað sæti heimslistans en hann er á uppleið á meðan kærastan er ekki lengur í efsta sæti tennislistans og hefur hrunið alla leið niður í fjórða sætið. „Það er ekkert betra en að hafa maka við hlið þér sem skilur hvað þú ert að ganga í gegnum. Caroline Wozniacki er fullkomin fyrir Rory. Ég veit reyndar ekki hversu náin þau eru því ég er ekki á twitter," sagði Norman. „Það lítur samt út fyrir að þau séu á sömu blaðsíðu, bæði í einkalífinu og í atvinnumennskunni," sagði hinn 57 ára gamli Ástrali sem var á sínum tíma giftur tennisstjörnunni Chris Evert.
Golf Tennis Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira