Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 21-30 | HK upp í 3. sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2012 14:25 Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk. Mynd/Valli HK endurheimtu þriðja sætið með öruggum 9 marka sigri í Mosfellsbænum í kvöld. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu þeir ekki að hrista heimamenn frá sér fyrr en í seinni hálfleik þegar þeir gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. HK þurftu nauðsynlega á öllum stigunum að halda eftir sigur Framara í gær til að halda áfram baráttunni um lokasætið í úrslitakeppni N1-deildarinnar. Afturelding á hinn veginn sitja í 7. sæti og þurftu á stigum að halda til að gulltryggja umspilssæti sitt. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru mun grimmari í sínum aðgerðum, vörnin gaf enga möguleika og voru þeir 5-1 yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Heimamenn tóku þá við sér og söxuðu á mun HK en náðu aldrei að ganga svo langt að jafna leikinn og leiddu HK með 3 mörkum í hálfleik, 13-10. Það sama var upp á teningnunum í upphafi seinni hálfleiks, þá byrjuðu gestirnir betur og juku smátt og smátt forskot sitt. Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og fengu HK ágætis tíma til að hvíla leikmenn undir lokin þegar munurinn var kominn í tveggja stafa tölu. Hk missti 3. sætið til Akureyrar þegar þeir töpuðu fyrir norðan í síðustu vikur en endurheimtu það með þessum góða sigri þar sem að Akureyrarliðið steinlá á Ásvöllum fyrr í kvöld. Í liði HK var Bjarki Már Elísson gríðarlega drjúgur með 13 mörk en í liði Aftureldingar var Hrafn Ingvarsson atkvæðamestur með 5 mörk.. Kristinn: Vissum að þetta yrði erfiður leikurMynd/Valli„Þetta var frábær sigur, við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og það er alltaf hrikalega mikil barátta hérna. Við svöruðum því með mikilli baráttu og vörnin mjög sterk og Bjössi að verja vel í markinu, það skapaði sigurinn hér í dag," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Eins og einhver leikmaður sagði þá er úrslitakeppnin um sæti í úrslitakeppninni hafin. Ef þú ert ekki að berjast á þessum tímapunkti Íslandsmótsins þá geturu alveg hætt að pæla í því að komast í úrslitakeppnina." „Við töluðum saman í hálfleik um að laga ákveðna þætti í sóknarleiknum og við náðum því í seinni hálfleik. Við héldum þéttleika varnarinnar í seinni hálfleik, ekki eins og í fyrri hálfleik þegar vörnin byrjaði vel en fór svo að leka. Aftureldingarliðið er þannig lið að ef þú ert ekki klár þá lendiru í erfiðleikum en sem betur fer vorum við klárir hérna í dag." Framundan er hörkuspennandi lokabarátta um sæti í úrslitakeppninni í N1-deild karla. „Þetta verður dúndrandi stemming fram að lokum, það er barátta um öll efstu sætin. Núna snýst þetta um að klára sitt og sjá hvert það skilar þér," sagði Kristinn. Reynir: Óásættanlegur seinni hálfleikurMynd/Anton„Hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn er óásættanlegt, við vorum sofandi í leik sem ég vissi að við þyrftum að vera í toppstandi fyrir," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við vissum að við þyrftum að vera enn mótiveraðri og enn sterkari í dag en vanalega, það voru margir meiddir í dag og við vorum hálf vængbrotnir. Fyrri hálfleikurinn var fínn, við hefðum getað gert betur en seinni hálfleikurinn var alveg óásættanlegur." „Við vorum með nýja menn í sókninni, það vantaði Sverri sem munar mikið um hann. Við vissum að við þyrftum að byggja þetta upp á sterkri vörn og hraðaupphlaupum en þegar vörnin fór þá gat þetta ekki endað vel." Afturelding sitja eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar. „Það er fínn gír í þessu hjá okkur fyrir utan þennan leik, menn eru staðráðnir að halda sér uppi og ég hef engar áhyggjur af þessu. Við verðum fljótir að jafna okkur af þessu og mætum galvaskir í næsta leik og sýnum okkar rétta andlit þar," sagði Reynir. Bjarki: Frábært tækifæriMynd/Valli„Frábær sigur, þetta var liðsheildin sem skapaði þetta hérna í dag," sagði Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við vissum að þetta væri mjög sterkt lið og berst fyrir öllu en við börðumst eins og ljón hérna í dag." „Hver leikur héðan í frá er hálfgerður úrslitaleikur, við vitum það að ef við vinnum alla leiki þá erum við inni. Ef við töpum þurfum við að vinna það upp, þetta er í okkar höndum." Bjarki Már var valinn í landsliðið í fyrsta sinn og er á leiðinni til Þýskalands í vináttuleik í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri, það er gaman að fá að sýna hvað maður getur. Það er gott að vita að Guðmundur fylgist líka með hvað er að gerast á Íslandi," sagði Bjarki. Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
HK endurheimtu þriðja sætið með öruggum 9 marka sigri í Mosfellsbænum í kvöld. Eftir að hafa leitt allan leikinn náðu þeir ekki að hrista heimamenn frá sér fyrr en í seinni hálfleik þegar þeir gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. HK þurftu nauðsynlega á öllum stigunum að halda eftir sigur Framara í gær til að halda áfram baráttunni um lokasætið í úrslitakeppni N1-deildarinnar. Afturelding á hinn veginn sitja í 7. sæti og þurftu á stigum að halda til að gulltryggja umspilssæti sitt. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru mun grimmari í sínum aðgerðum, vörnin gaf enga möguleika og voru þeir 5-1 yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Heimamenn tóku þá við sér og söxuðu á mun HK en náðu aldrei að ganga svo langt að jafna leikinn og leiddu HK með 3 mörkum í hálfleik, 13-10. Það sama var upp á teningnunum í upphafi seinni hálfleiks, þá byrjuðu gestirnir betur og juku smátt og smátt forskot sitt. Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og fengu HK ágætis tíma til að hvíla leikmenn undir lokin þegar munurinn var kominn í tveggja stafa tölu. Hk missti 3. sætið til Akureyrar þegar þeir töpuðu fyrir norðan í síðustu vikur en endurheimtu það með þessum góða sigri þar sem að Akureyrarliðið steinlá á Ásvöllum fyrr í kvöld. Í liði HK var Bjarki Már Elísson gríðarlega drjúgur með 13 mörk en í liði Aftureldingar var Hrafn Ingvarsson atkvæðamestur með 5 mörk.. Kristinn: Vissum að þetta yrði erfiður leikurMynd/Valli„Þetta var frábær sigur, við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og það er alltaf hrikalega mikil barátta hérna. Við svöruðum því með mikilli baráttu og vörnin mjög sterk og Bjössi að verja vel í markinu, það skapaði sigurinn hér í dag," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK eftir leikinn. „Eins og einhver leikmaður sagði þá er úrslitakeppnin um sæti í úrslitakeppninni hafin. Ef þú ert ekki að berjast á þessum tímapunkti Íslandsmótsins þá geturu alveg hætt að pæla í því að komast í úrslitakeppnina." „Við töluðum saman í hálfleik um að laga ákveðna þætti í sóknarleiknum og við náðum því í seinni hálfleik. Við héldum þéttleika varnarinnar í seinni hálfleik, ekki eins og í fyrri hálfleik þegar vörnin byrjaði vel en fór svo að leka. Aftureldingarliðið er þannig lið að ef þú ert ekki klár þá lendiru í erfiðleikum en sem betur fer vorum við klárir hérna í dag." Framundan er hörkuspennandi lokabarátta um sæti í úrslitakeppninni í N1-deild karla. „Þetta verður dúndrandi stemming fram að lokum, það er barátta um öll efstu sætin. Núna snýst þetta um að klára sitt og sjá hvert það skilar þér," sagði Kristinn. Reynir: Óásættanlegur seinni hálfleikurMynd/Anton„Hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn er óásættanlegt, við vorum sofandi í leik sem ég vissi að við þyrftum að vera í toppstandi fyrir," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við vissum að við þyrftum að vera enn mótiveraðri og enn sterkari í dag en vanalega, það voru margir meiddir í dag og við vorum hálf vængbrotnir. Fyrri hálfleikurinn var fínn, við hefðum getað gert betur en seinni hálfleikurinn var alveg óásættanlegur." „Við vorum með nýja menn í sókninni, það vantaði Sverri sem munar mikið um hann. Við vissum að við þyrftum að byggja þetta upp á sterkri vörn og hraðaupphlaupum en þegar vörnin fór þá gat þetta ekki endað vel." Afturelding sitja eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar. „Það er fínn gír í þessu hjá okkur fyrir utan þennan leik, menn eru staðráðnir að halda sér uppi og ég hef engar áhyggjur af þessu. Við verðum fljótir að jafna okkur af þessu og mætum galvaskir í næsta leik og sýnum okkar rétta andlit þar," sagði Reynir. Bjarki: Frábært tækifæriMynd/Valli„Frábær sigur, þetta var liðsheildin sem skapaði þetta hérna í dag," sagði Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK eftir leikinn. „Við vissum að þetta væri mjög sterkt lið og berst fyrir öllu en við börðumst eins og ljón hérna í dag." „Hver leikur héðan í frá er hálfgerður úrslitaleikur, við vitum það að ef við vinnum alla leiki þá erum við inni. Ef við töpum þurfum við að vinna það upp, þetta er í okkar höndum." Bjarki Már var valinn í landsliðið í fyrsta sinn og er á leiðinni til Þýskalands í vináttuleik í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri, það er gaman að fá að sýna hvað maður getur. Það er gott að vita að Guðmundur fylgist líka með hvað er að gerast á Íslandi," sagði Bjarki.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira