Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 12:30 Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira