Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2012 19:30 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær. Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær.
Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira