Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-26 | HK komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson í Digranesi skrifar 3. maí 2012 16:15 Mynd/ernir HK-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni N1-deildarinnar í handbolta og eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Íslandsmeisturum FH, 29-26, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. HK er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæra innkomu í mark HK-liðsins eftir 23 mínútna leik og hreinlega lokaði markinu á stórum köflunm í leiknum. Arnór Freyr varði alls 19 skot eða 59 prósent skota sem á hann komu. FH-ingar voru skrefinu á undan stærsta hluta fyrri hálfleiks og náðu mest þriggja marka forystu. HK var hinsvegar 15-14 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum en FH skoraði tvö síðustu mörkin fyrir hlé og leiddu 16-15 við lok fyrri hálfleiksins. HK-ingar komu mjög grimmir inn í seinni hálfleikinn, unnu fyrstu átta mínúturnar 5-1 og litu aldrei til baka eftir það. HK-vörnin og markvarsla Arnórs átti stærstan hlutann í sigrinum en Ólafur Bjarki og Ólafur Víðir stjórnuðu sóknarleiknum með stakri prýði. Kristinn: Þurfum að passa það að fljúga ekki of hátt eftir þennan leikErlingur Richardsson, annar þjálfara HK.mynd/ernirKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var eins og allir HK-ingar kátur efrir 29-26 sigur á FH í kvöld. HK-liðið er í miklum ham og hefur unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. „Við erum með bullandi trú og það trúa allir í liðinu að við getum unnið þann leik sem við förum í. Við erum í svaka ham ennþá.Það er alveg ljóst að við erum að koma upp á hárréttum tíma en nú þurfum við bara að passa okkur á því að fljúga ekki of hátt eftir þennan leik," sagði Kristinn. „Við þurfum að halda áfram að vera sókndjarfir sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari úrslitakeppni. Við gerum okkur grein fyrir því hvað það er sem er að skapa þessa sigra og við verðum að halda áfram að gera þá hluti," sagði Kristinn og það var eins og HK-liðið skipti um ham í seinni hálfleiknum. „Menn ákváðu í hálfleik að rífa af sér huluna. Það langaði alla rosalega mikið í fyrri hálfleik en menn fóru svolítið fram úr sjálfum sér. Við vorum að tapa skiptingum varnarlega og við vorum ekki að taka nógu margar sendingar sóknarlega og annað slíkt. Í hálfleik töluðum við um það að róa okkur aðeins niður og skoða þessa hluti betur. Miðjumaðurinn minn minntist á því að við værum í handbolta til þess að hafa gaman að því og við gerðum það svo sannarlega í seinni hálfleik," sagði Kristinn en maður leiksins var markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson. „Þetta var stórbrotin frammistaða hjá Arnóri og ef það er einhver sem vinnur leikurinn þá er það hann því hann var ótrúlegur. Markverðirnir eru búnir að vera frábærir og eru búnir að senda öllum langt nef," sagði Kristinn. „Við höfum horft á þetta leik fyrir leik og 60 mínútur í einu. Nú þurfum við að halda áfram að gera það. Um leið og við förum að láta okkur dreyma þá förum við að lenda í vandræðum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað það er gerir okkur svona góða ekki að fara spá í því af hverju við erum svona góðir. Við þurfum að halda áfram að gera hlutina og halda inni þessum elementum sem eru að skapa sigrana," sagði Kristinn en staðan er vissulega góð. „Þetta hefur oft litið vel út í íþróttasögunni og menn hafa farið að klappa sér á bakið og halda að þetta sé komið. Þú verður að hrifsa þetta til þin. Þeir eru ennþá Íslandsmeistararnir og við eigum ennþá eftir að sanna það að við eigum möguleikann á því og þurfum að klára það alla leið," sagði Kristinn. Baldvin: Við eigum vörnina innimynd/ernir„Það er augljóst hvað klikkaði í kvöld því við nýttum ekki færin. Það er ekki nóg að spila vel því menn þurfa að klára færin og við gerðum það ekki í kvöld," sagði Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, sem gat ekki leynt vonbirgðum sínum eftir tapið á móti HK í kvöld. „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á þessum leik og fyrsta leiknum. Markvörðurinn þeirra er að verja 20 skot plús og það vóg of þungt fyrir okkur. Við verðum líka að ná okkur betur á strik varnarlega því við eigum vörnina inni," sagði Baldvin sem þekkir það að lenda 2-0 undir og verða Íslandsmeistari. „Ég var í KA-liðinu í fyrsta og eina skiptið sem lið hefur komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Þessir tveir leikir benda ekki til þess að þeir séu eitthvað miklu betri en við. Við þurfum engu að síður að stíga fram og nú er ekki pláss fyrir fleiri mistök," sagði Baldvin. Arnór Freyr: Þetta er bara snilldHér má sjá Björn Inga sem fann sig ekki. Arnór leysti hann af hólmi með stæl.mynd/ernir„Tilfinningin er frábær. Ég hef aldrei upplifað annað eins eða að sjá alla Binnamenn rauða í stúkunni. Þetta er bara snilld," sagði Arnór Freyr Stefánsson hetja kvöldsins í 29-26 sigri HK á FH í leikslok. Arnór kom inn í markið eftir 23 mínútur og varði 19 skot eftir það. „Þeir kveiktu í mér því það er ekki oft sem maður heyrir stuðningsmenn kyrja nafnið sitt trekk í trekk. Ég get ekki verið ánægðari. Miðað við hvernig staðan er núna þá má segja það að þetta sé flottasti leikurinn á ferlinum," sagði Arnór. Markverðir HK áttu að vera veikleiki liðsins fyrir úrslitakeppnina en annað hefur nú komið á daginn. „Við heyrðum af einhverri gagnrýni fyrir úrslitakeppnina og menn voru að segja að við höfum ekki verið að verja. Við ætluðum bara að svara kallinu því að við vitum alveg hvað við getum. Það er ekki bara ég sem var góður í dag. Ég er með Bjössa og Valla með mér á bekknum og þeir eru stórkostlegir liðsfélagar. Ég gæti þetta ekki án þeirra," sagði Arnór. „Við þurfum bara að hugsa um næsta leik. Þó að við séum 2-0 yfir þá er það bara næsti leikur sem skiptir máli. Við einbeitum okkur að honum. Við erum búnir að vinna í okkar málum. Það munaði ekki miklu á töflunni og bara eitt stig á milli hvers sætis. Við vissum að við værum góðir en hin liðin eru frábær líka. Það geta öll þessi lið unnið titilinn," sagði Arnór en það þarf mikið að gerast til að HK-menn nái ekki einum sigri í síðustu þremur leikjunum. Einar Andri: Fórum inn í skelina í seinni hálfleiknummynd/ernirEinar Andri Einarsson, annar þjálfar FH, eftir tapið á móti HK í Digranesi í kvöld. HK getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í næsta leik. „Mér fannst þetta mjög jafn leikur nánast allan tímann. Munurinn var sá að við vorum að klikka á vítum, hraðaupphlaupum og dauðafærum. Mér fannst bæði liðin spila virkilega vel og þetta var góður handboltaleikur," Einar Andri Einarsson. „Þeir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik af því að við vorum að klikka. Í svona leik verður allt að ganga upp og menn verða að nýta dauðafærin sem þeir fá. Mér fannst þeir klára sitt betur og því fór sem fór," sagði Einar. „Það er bara hægt að vinna einn leik í einu og nú er staðan 2-0. Við höfum möguleika á því að koma okkur inn í einvígið á sunnudaginn og það er ekki hægt að hugsa lengra en það. Við þurfum bara að vinna næsta leik og sjá hvað við komust langt," sagði Einar Andri. „Arnór kom virkilega sterkur inn og varði vel. Hann tók dýrmæta bolta fyrir þá," sagði Einar Andri um mann leiksins markvörðinn Arnór Freyr Stefánsson sem varði 19 bolta á 37 mínútum í kvöld. „Það var virkilega góður hraði í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin voru góð. Það var kraftur í okkur en svo förum við inn í skelina í seinni hálfleiknum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn og markvörsluna og halda áfram að keyra," sagði Einar Andri og bætti við: „Þetta er alls ekki búið. Það er bara 2-0 og það þarf að vinna þrjá leiki," sagði Einar Andri að lokum. Ólafur Bjarki: Erum bestir þegar allir eru með í leiknummynd/ernirÓlafur Bjarki Ragnarsson, lék vel í HK-liðinu í kvöld, skoraði sex flott mörk, átti margar stoðsendingar og tók mikið til sín. Hann var að sjálfsögðu kátur með sigurinn í leikslok. „Við byrjuðum ekki eins vel og í fyrsta leiknum. Markvarslan var ekki nógu góð í byrjun en svo kom hún og við jöfnuðum þetta. Við vorum einu marki undir í hálfleik en keyrðum þetta upp í seinni hálfleik, varnarleikurinn kom þá með og markvarslan var frábær," sagði Ólafur Bjarki. „Við vorum alltof mikið að svekkja okkur á hlutunum í fyrri hálfleik. Við höfum ekki verið að gera það og eigum ekki að gera það. Það sýndi sig í seinni hálfleik. Við þurfum bara að keyra á þetta," sagði Ólafur Bjarki. „Við verðum að dreifa þessu í sókninni og það þýðir ekki að láta bara einn mann sjá um þetta. Við erum með öfluga liðsheld og erum bestir þegar allir eru með í leiknum. Þetta var frábært í dag," sagði Ólafur. „Nú er bara einn sigur eftir og við ætlum að gefa allt í þetta á sunnudaginn. Vonandi kemur titilinn þá en við leggum í það minnsta allt í bátana og stefnum á það," sagði Ólafur Bjarki. Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
HK-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni N1-deildarinnar í handbolta og eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Íslandsmeisturum FH, 29-26, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. HK er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæra innkomu í mark HK-liðsins eftir 23 mínútna leik og hreinlega lokaði markinu á stórum köflunm í leiknum. Arnór Freyr varði alls 19 skot eða 59 prósent skota sem á hann komu. FH-ingar voru skrefinu á undan stærsta hluta fyrri hálfleiks og náðu mest þriggja marka forystu. HK var hinsvegar 15-14 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum en FH skoraði tvö síðustu mörkin fyrir hlé og leiddu 16-15 við lok fyrri hálfleiksins. HK-ingar komu mjög grimmir inn í seinni hálfleikinn, unnu fyrstu átta mínúturnar 5-1 og litu aldrei til baka eftir það. HK-vörnin og markvarsla Arnórs átti stærstan hlutann í sigrinum en Ólafur Bjarki og Ólafur Víðir stjórnuðu sóknarleiknum með stakri prýði. Kristinn: Þurfum að passa það að fljúga ekki of hátt eftir þennan leikErlingur Richardsson, annar þjálfara HK.mynd/ernirKristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var eins og allir HK-ingar kátur efrir 29-26 sigur á FH í kvöld. HK-liðið er í miklum ham og hefur unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. „Við erum með bullandi trú og það trúa allir í liðinu að við getum unnið þann leik sem við förum í. Við erum í svaka ham ennþá.Það er alveg ljóst að við erum að koma upp á hárréttum tíma en nú þurfum við bara að passa okkur á því að fljúga ekki of hátt eftir þennan leik," sagði Kristinn. „Við þurfum að halda áfram að vera sókndjarfir sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari úrslitakeppni. Við gerum okkur grein fyrir því hvað það er sem er að skapa þessa sigra og við verðum að halda áfram að gera þá hluti," sagði Kristinn og það var eins og HK-liðið skipti um ham í seinni hálfleiknum. „Menn ákváðu í hálfleik að rífa af sér huluna. Það langaði alla rosalega mikið í fyrri hálfleik en menn fóru svolítið fram úr sjálfum sér. Við vorum að tapa skiptingum varnarlega og við vorum ekki að taka nógu margar sendingar sóknarlega og annað slíkt. Í hálfleik töluðum við um það að róa okkur aðeins niður og skoða þessa hluti betur. Miðjumaðurinn minn minntist á því að við værum í handbolta til þess að hafa gaman að því og við gerðum það svo sannarlega í seinni hálfleik," sagði Kristinn en maður leiksins var markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson. „Þetta var stórbrotin frammistaða hjá Arnóri og ef það er einhver sem vinnur leikurinn þá er það hann því hann var ótrúlegur. Markverðirnir eru búnir að vera frábærir og eru búnir að senda öllum langt nef," sagði Kristinn. „Við höfum horft á þetta leik fyrir leik og 60 mínútur í einu. Nú þurfum við að halda áfram að gera það. Um leið og við förum að láta okkur dreyma þá förum við að lenda í vandræðum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað það er gerir okkur svona góða ekki að fara spá í því af hverju við erum svona góðir. Við þurfum að halda áfram að gera hlutina og halda inni þessum elementum sem eru að skapa sigrana," sagði Kristinn en staðan er vissulega góð. „Þetta hefur oft litið vel út í íþróttasögunni og menn hafa farið að klappa sér á bakið og halda að þetta sé komið. Þú verður að hrifsa þetta til þin. Þeir eru ennþá Íslandsmeistararnir og við eigum ennþá eftir að sanna það að við eigum möguleikann á því og þurfum að klára það alla leið," sagði Kristinn. Baldvin: Við eigum vörnina innimynd/ernir„Það er augljóst hvað klikkaði í kvöld því við nýttum ekki færin. Það er ekki nóg að spila vel því menn þurfa að klára færin og við gerðum það ekki í kvöld," sagði Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, sem gat ekki leynt vonbirgðum sínum eftir tapið á móti HK í kvöld. „Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á þessum leik og fyrsta leiknum. Markvörðurinn þeirra er að verja 20 skot plús og það vóg of þungt fyrir okkur. Við verðum líka að ná okkur betur á strik varnarlega því við eigum vörnina inni," sagði Baldvin sem þekkir það að lenda 2-0 undir og verða Íslandsmeistari. „Ég var í KA-liðinu í fyrsta og eina skiptið sem lið hefur komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Þessir tveir leikir benda ekki til þess að þeir séu eitthvað miklu betri en við. Við þurfum engu að síður að stíga fram og nú er ekki pláss fyrir fleiri mistök," sagði Baldvin. Arnór Freyr: Þetta er bara snilldHér má sjá Björn Inga sem fann sig ekki. Arnór leysti hann af hólmi með stæl.mynd/ernir„Tilfinningin er frábær. Ég hef aldrei upplifað annað eins eða að sjá alla Binnamenn rauða í stúkunni. Þetta er bara snilld," sagði Arnór Freyr Stefánsson hetja kvöldsins í 29-26 sigri HK á FH í leikslok. Arnór kom inn í markið eftir 23 mínútur og varði 19 skot eftir það. „Þeir kveiktu í mér því það er ekki oft sem maður heyrir stuðningsmenn kyrja nafnið sitt trekk í trekk. Ég get ekki verið ánægðari. Miðað við hvernig staðan er núna þá má segja það að þetta sé flottasti leikurinn á ferlinum," sagði Arnór. Markverðir HK áttu að vera veikleiki liðsins fyrir úrslitakeppnina en annað hefur nú komið á daginn. „Við heyrðum af einhverri gagnrýni fyrir úrslitakeppnina og menn voru að segja að við höfum ekki verið að verja. Við ætluðum bara að svara kallinu því að við vitum alveg hvað við getum. Það er ekki bara ég sem var góður í dag. Ég er með Bjössa og Valla með mér á bekknum og þeir eru stórkostlegir liðsfélagar. Ég gæti þetta ekki án þeirra," sagði Arnór. „Við þurfum bara að hugsa um næsta leik. Þó að við séum 2-0 yfir þá er það bara næsti leikur sem skiptir máli. Við einbeitum okkur að honum. Við erum búnir að vinna í okkar málum. Það munaði ekki miklu á töflunni og bara eitt stig á milli hvers sætis. Við vissum að við værum góðir en hin liðin eru frábær líka. Það geta öll þessi lið unnið titilinn," sagði Arnór en það þarf mikið að gerast til að HK-menn nái ekki einum sigri í síðustu þremur leikjunum. Einar Andri: Fórum inn í skelina í seinni hálfleiknummynd/ernirEinar Andri Einarsson, annar þjálfar FH, eftir tapið á móti HK í Digranesi í kvöld. HK getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í næsta leik. „Mér fannst þetta mjög jafn leikur nánast allan tímann. Munurinn var sá að við vorum að klikka á vítum, hraðaupphlaupum og dauðafærum. Mér fannst bæði liðin spila virkilega vel og þetta var góður handboltaleikur," Einar Andri Einarsson. „Þeir tóku frumkvæðið í seinni hálfleik af því að við vorum að klikka. Í svona leik verður allt að ganga upp og menn verða að nýta dauðafærin sem þeir fá. Mér fannst þeir klára sitt betur og því fór sem fór," sagði Einar. „Það er bara hægt að vinna einn leik í einu og nú er staðan 2-0. Við höfum möguleika á því að koma okkur inn í einvígið á sunnudaginn og það er ekki hægt að hugsa lengra en það. Við þurfum bara að vinna næsta leik og sjá hvað við komust langt," sagði Einar Andri. „Arnór kom virkilega sterkur inn og varði vel. Hann tók dýrmæta bolta fyrir þá," sagði Einar Andri um mann leiksins markvörðinn Arnór Freyr Stefánsson sem varði 19 bolta á 37 mínútum í kvöld. „Það var virkilega góður hraði í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin voru góð. Það var kraftur í okkur en svo förum við inn í skelina í seinni hálfleiknum. Við þurfum að halda áfram með varnarleikinn og markvörsluna og halda áfram að keyra," sagði Einar Andri og bætti við: „Þetta er alls ekki búið. Það er bara 2-0 og það þarf að vinna þrjá leiki," sagði Einar Andri að lokum. Ólafur Bjarki: Erum bestir þegar allir eru með í leiknummynd/ernirÓlafur Bjarki Ragnarsson, lék vel í HK-liðinu í kvöld, skoraði sex flott mörk, átti margar stoðsendingar og tók mikið til sín. Hann var að sjálfsögðu kátur með sigurinn í leikslok. „Við byrjuðum ekki eins vel og í fyrsta leiknum. Markvarslan var ekki nógu góð í byrjun en svo kom hún og við jöfnuðum þetta. Við vorum einu marki undir í hálfleik en keyrðum þetta upp í seinni hálfleik, varnarleikurinn kom þá með og markvarslan var frábær," sagði Ólafur Bjarki. „Við vorum alltof mikið að svekkja okkur á hlutunum í fyrri hálfleik. Við höfum ekki verið að gera það og eigum ekki að gera það. Það sýndi sig í seinni hálfleik. Við þurfum bara að keyra á þetta," sagði Ólafur Bjarki. „Við verðum að dreifa þessu í sókninni og það þýðir ekki að láta bara einn mann sjá um þetta. Við erum með öfluga liðsheld og erum bestir þegar allir eru með í leiknum. Þetta var frábært í dag," sagði Ólafur. „Nú er bara einn sigur eftir og við ætlum að gefa allt í þetta á sunnudaginn. Vonandi kemur titilinn þá en við leggum í það minnsta allt í bátana og stefnum á það," sagði Ólafur Bjarki.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira