Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni 18. maí 2012 08:14 Mynd/AP Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira