Pistillinn: Hver er þróun kvennahandboltans? Jón Gunnlaugur Viggósson skrifar 16. maí 2012 08:00 Mynd/Daníel Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. Fram (2. sæti í deild) vann ÍBV (3. sæti í deild) auðveldlega í þremur leikjum með að meðaltali fimm mörkum í hverjum leik - en ÍBV teflir fram fjórum erlendum leikmönnum. Valur (1. sæti í deild) lagði Stjörnuna (4. sæti í deild) einnig auðveldlega í þremur leikjum og unnu hvern leik með að meðaltali tólf marka mun. Það hefur oft verið í umræðunni að Valur og Fram séu að eyðileggja kvennahandknattleikinn á Íslandi með þessum yfirburðum. Einu leikirnir sem draga að áhorfendur á kvennahandknattleik er einmitt á milli þessara liða, á aðra leiki mæta 20-80 manns. En er það þessum liðum að kenna að stelpurnar kjósi að ganga til liðs við þessi félög? Ég hef tekið saman tölfræði yfir fjóra leikmenn sem tímabilið 2010-2011 voru lykilleikmenn bæði í vörn og sókn í sínum liðum - liðum sem voru í neðri hluta deildarinnar. Vegna góðrar frammistöðu var eftir þeim tekið og þær ákváðu allar að skipta yfir í Val.Heiðdís Rún Guðmundsdóttir fór úr FH yfir í Val, skoraði 67 mörk á tímabilinu.Hildur Marín Andrésdóttir fór úr Gróttu yfir í Val, skoraði 77 mörk á tímabilinu.Þórunn Friðriksdóttir fór úr Haukum yfir í Val, skoraði 64 mörk á tímabilinu.Nataly Sæunn Valencia fór úr Fylki yfir í Val, skoraði 35 mörk á tímabilinu. Þessir stelpur eru allar gríðarlega efnilegar og væri mikill styrkur fyrir öll „neðri" lið í deildinni. Samanlagt skoruðu þessar stelpur 31 mark á tímabilinu sem er að líða hjá Val. Í fyrra skoruðu þessar stelpur samanlagt 243 mörk. Í fyrra skoraði hver ein og einasta fleiri mörk heldur en þær gerðu samanlagt á tímabilinu sem er að líða. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé virkilega það sem leikmenn vilja? Jú, vissulega væri frábært að eiga mikla möguleika á að vinna titil eða jafnvel titla. En er það betra en að eiga nánast engan þátt í þeim árangri og ákveða að sitja frekar á bekknum heldur en að fá tíma til að þroskast, verða betri með því að spila með öðrum liðum og láta taka eftir sér? Sunna María Einarsdóttir skipti úr Fylki yfir í Gróttu. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Hún fór aðra leið heldur en þessar stelpur. Í fyrra skoraði hún 107 mörk en á tímabilinu sem er að líða skoraði hún 115 mörk. Hún fór fyrir liði Gróttu og leiddi þær í úrslitakeppnina. Hún var lykilþáttur í að koma þeim þangað ásamt auðvitað góðu þjálfarateymi. Það er engin íslensk handknattleikskona sem hefur sitt lifibrauð af því að spila handknattleik á Íslandi. Þær spila væntanlega því þeim þykir það skemmtilegt og vilja bæta sig sem leikmenn og jafnvel verða atvinnumenn. Ég skil vel leikmenn sem hafa kannski aldrei unnið neitt, eru á enda síns ferils og skipta yfir í sterkari lið á endasprettinum til að eiga möguleika á að vinna titil. Ég tek það fram að ég er ekki að gagnrýna Val og Fram fyrir að hafa samband við gjörsamlega allar stelpur sem hafa sýnt einhverja getu í „minni" liðum. Þessi lið vilja auðvitað halda þessu forskoti á önnur lið - vera áfram á toppnum. Stelpurnar þurfa sjálfar að hugsa sinn gang - hvað er best fyrir þær sjálfar og hvað mun þetta gera fyrir þær sem leikmann? Ég hugsa að flestir þjálfarar sem væru í sporum Stefáns þjálfara Vals og Einars þjálfara Fram myndu hringja í þær stelpur sem hafa skarað fram úr og vilja fá þær yfir. Bæði Stefán og Einar eru frábærir þjálfarar sem hafa sannað sig í fleiri, fleiri ár. Það er gríðarlega erfitt starf að vera með bestu lið landsins og stýra þeim til sigurs en þeim hefur tekist það frábærlega. Það eina sem maður sér svo í fjölmiðlum er „Valur rúllaði yfir" – „Fram rótburstaði" – sjálfskipaðir handboltasérfræðingar eru svo á sínum stað og tala í 90% tilfella niðrandi um kvennahandboltann í sjónvarpi og mæta svo ekki einu sinni á leiki til að fylgjast með hvað sé í gangi hjá þessum liðum. Hvað er í gangi í yngriflokkastarfi þessara liða? Valur er t.d ekki með neinn uppalinn leikmann í meistaraflokki kvenna en gæti samt auðveldlega verið með tvö lið í topp fjórum í N1 deild kvenna. Það eru lið sem væru klár í að koma inn í deildina ef fyrirkomulaginu væri breytt. Af hverju? Jú, vegna þess að með núverandi fyrirkomulagi myndu leikir hjá nýliðum gegn þessum „stóru liðum" fara 50-12 og svo fengju þessi lið algjöra útreið í fjölmiðlum – uppbyggjandi? Einnig er áhyggjuefni að lögum HSÍ um félagsskipti er engan veginn fylgt eftir, rætt er við samningsbundnar stelpur og virðist lenskan vera „þó þú sért samningsbundin þá geturðu alveg skipt ef þú vilt það". Þetta þarf að stöðva strax. Það er á hreinu að fjölga þarf liðum í deildinni en hvernig er það hægt?Er möguleiki að hafa einungis 12 stelpur á skýrslu og að leikmenn sem vilja spila þurfa einfaldlega að fara í önnur lið?Er möguleiki að hafa eina deild fyrir áramót en styrkleikaraða eftir áramót?Er möguleiki að „stærri lið" fóstri önnur og komi með fleiri félög í deildina. T.d FH og Haukar með ÍH, Selfoss með Árborg eða Hamar, KA/Þór með Völsung, ÍR með Leikni og svo lengi mætti telja. Það sem ég vil segja með þessari grein er einfaldlega – Stelpur; þið eruð efnilegar og margar hverjar gríðarlega góðar – Hvað liggur á? Það er hægt að vinna marga stóra sigra þó svo að bikarinn komi ekki strax í hús. Veljið rétt. Eftir hreint frábæra úrslitaviðureign milli Fram og Vals þar sem klárlega tvö bestu lið landsins léku spyr maður sig hvort maður vilji ekki fleiri svona leiki í 8 eða 6 liða úrslitum á komandi árum. Synd að RÚV sá sér ekki fært að sýna alla þessa leiki í heild.Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari mfl kvenna hjá FH. Olís-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Eftir að hafa fylgst með undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik hugsar maður hvert kvennahandknattleikurinn á Íslandi stefnir. Fram (2. sæti í deild) vann ÍBV (3. sæti í deild) auðveldlega í þremur leikjum með að meðaltali fimm mörkum í hverjum leik - en ÍBV teflir fram fjórum erlendum leikmönnum. Valur (1. sæti í deild) lagði Stjörnuna (4. sæti í deild) einnig auðveldlega í þremur leikjum og unnu hvern leik með að meðaltali tólf marka mun. Það hefur oft verið í umræðunni að Valur og Fram séu að eyðileggja kvennahandknattleikinn á Íslandi með þessum yfirburðum. Einu leikirnir sem draga að áhorfendur á kvennahandknattleik er einmitt á milli þessara liða, á aðra leiki mæta 20-80 manns. En er það þessum liðum að kenna að stelpurnar kjósi að ganga til liðs við þessi félög? Ég hef tekið saman tölfræði yfir fjóra leikmenn sem tímabilið 2010-2011 voru lykilleikmenn bæði í vörn og sókn í sínum liðum - liðum sem voru í neðri hluta deildarinnar. Vegna góðrar frammistöðu var eftir þeim tekið og þær ákváðu allar að skipta yfir í Val.Heiðdís Rún Guðmundsdóttir fór úr FH yfir í Val, skoraði 67 mörk á tímabilinu.Hildur Marín Andrésdóttir fór úr Gróttu yfir í Val, skoraði 77 mörk á tímabilinu.Þórunn Friðriksdóttir fór úr Haukum yfir í Val, skoraði 64 mörk á tímabilinu.Nataly Sæunn Valencia fór úr Fylki yfir í Val, skoraði 35 mörk á tímabilinu. Þessir stelpur eru allar gríðarlega efnilegar og væri mikill styrkur fyrir öll „neðri" lið í deildinni. Samanlagt skoruðu þessar stelpur 31 mark á tímabilinu sem er að líða hjá Val. Í fyrra skoruðu þessar stelpur samanlagt 243 mörk. Í fyrra skoraði hver ein og einasta fleiri mörk heldur en þær gerðu samanlagt á tímabilinu sem er að líða. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé virkilega það sem leikmenn vilja? Jú, vissulega væri frábært að eiga mikla möguleika á að vinna titil eða jafnvel titla. En er það betra en að eiga nánast engan þátt í þeim árangri og ákveða að sitja frekar á bekknum heldur en að fá tíma til að þroskast, verða betri með því að spila með öðrum liðum og láta taka eftir sér? Sunna María Einarsdóttir skipti úr Fylki yfir í Gróttu. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Hún fór aðra leið heldur en þessar stelpur. Í fyrra skoraði hún 107 mörk en á tímabilinu sem er að líða skoraði hún 115 mörk. Hún fór fyrir liði Gróttu og leiddi þær í úrslitakeppnina. Hún var lykilþáttur í að koma þeim þangað ásamt auðvitað góðu þjálfarateymi. Það er engin íslensk handknattleikskona sem hefur sitt lifibrauð af því að spila handknattleik á Íslandi. Þær spila væntanlega því þeim þykir það skemmtilegt og vilja bæta sig sem leikmenn og jafnvel verða atvinnumenn. Ég skil vel leikmenn sem hafa kannski aldrei unnið neitt, eru á enda síns ferils og skipta yfir í sterkari lið á endasprettinum til að eiga möguleika á að vinna titil. Ég tek það fram að ég er ekki að gagnrýna Val og Fram fyrir að hafa samband við gjörsamlega allar stelpur sem hafa sýnt einhverja getu í „minni" liðum. Þessi lið vilja auðvitað halda þessu forskoti á önnur lið - vera áfram á toppnum. Stelpurnar þurfa sjálfar að hugsa sinn gang - hvað er best fyrir þær sjálfar og hvað mun þetta gera fyrir þær sem leikmann? Ég hugsa að flestir þjálfarar sem væru í sporum Stefáns þjálfara Vals og Einars þjálfara Fram myndu hringja í þær stelpur sem hafa skarað fram úr og vilja fá þær yfir. Bæði Stefán og Einar eru frábærir þjálfarar sem hafa sannað sig í fleiri, fleiri ár. Það er gríðarlega erfitt starf að vera með bestu lið landsins og stýra þeim til sigurs en þeim hefur tekist það frábærlega. Það eina sem maður sér svo í fjölmiðlum er „Valur rúllaði yfir" – „Fram rótburstaði" – sjálfskipaðir handboltasérfræðingar eru svo á sínum stað og tala í 90% tilfella niðrandi um kvennahandboltann í sjónvarpi og mæta svo ekki einu sinni á leiki til að fylgjast með hvað sé í gangi hjá þessum liðum. Hvað er í gangi í yngriflokkastarfi þessara liða? Valur er t.d ekki með neinn uppalinn leikmann í meistaraflokki kvenna en gæti samt auðveldlega verið með tvö lið í topp fjórum í N1 deild kvenna. Það eru lið sem væru klár í að koma inn í deildina ef fyrirkomulaginu væri breytt. Af hverju? Jú, vegna þess að með núverandi fyrirkomulagi myndu leikir hjá nýliðum gegn þessum „stóru liðum" fara 50-12 og svo fengju þessi lið algjöra útreið í fjölmiðlum – uppbyggjandi? Einnig er áhyggjuefni að lögum HSÍ um félagsskipti er engan veginn fylgt eftir, rætt er við samningsbundnar stelpur og virðist lenskan vera „þó þú sért samningsbundin þá geturðu alveg skipt ef þú vilt það". Þetta þarf að stöðva strax. Það er á hreinu að fjölga þarf liðum í deildinni en hvernig er það hægt?Er möguleiki að hafa einungis 12 stelpur á skýrslu og að leikmenn sem vilja spila þurfa einfaldlega að fara í önnur lið?Er möguleiki að hafa eina deild fyrir áramót en styrkleikaraða eftir áramót?Er möguleiki að „stærri lið" fóstri önnur og komi með fleiri félög í deildina. T.d FH og Haukar með ÍH, Selfoss með Árborg eða Hamar, KA/Þór með Völsung, ÍR með Leikni og svo lengi mætti telja. Það sem ég vil segja með þessari grein er einfaldlega – Stelpur; þið eruð efnilegar og margar hverjar gríðarlega góðar – Hvað liggur á? Það er hægt að vinna marga stóra sigra þó svo að bikarinn komi ekki strax í hús. Veljið rétt. Eftir hreint frábæra úrslitaviðureign milli Fram og Vals þar sem klárlega tvö bestu lið landsins léku spyr maður sig hvort maður vilji ekki fleiri svona leiki í 8 eða 6 liða úrslitum á komandi árum. Synd að RÚV sá sér ekki fært að sýna alla þessa leiki í heild.Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari mfl kvenna hjá FH.
Olís-deild kvenna Pistillinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira