Eimskipsmótaröðin: Ísak slakaði á með kærustunni yfir Júróvisjón 27. maí 2012 14:03 „Ég eyddi gærkvöldinu bara með kærustunni að fylgjast með Júróvisjón," sagði Ísak Jasonarson úr Keili þegar hann mætti til leiks á lokakeppnisdegi fyrsta mótsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ísak er á 17. aldursári og er ekki með bílpróf en hann er ekkert stressaður yfir því að vera í síðasta ráshópnum í dag með einum reynslumesta kylfing landsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak eru jafnir í efsta sæti á 72 höggum en þeir léku báðir á pari Hólmsvallar í Leiru í vondu veðri í gær. „Ég fékk far hingað með Arnóri vini mínum," sagði Ísak þegar hann var spurður að því hvernig hann hafi komið sér á keppnisstaðinn. „Mér líst vel á þetta í dag, frábærar aðstæður og miklu skemmtilegra að spila í svona veðri. Birgir Leifur er einn af þeim kylfingum sem ég hef litið upp til á undanförnum árum. Ég hlakka bara til að fá að spila með honum," bætti Ísak við. Unglingurinn úr Keili er ekki með kylfubera með sér í þessu móti frekar en öðrum mótum . „Mér finnst betra að vera einn og ég er að vanur því að vera ekki með aðstoðarmann. Ég þarf að spila á hörkuskori ef ég ætla mér að halda mig við toppinn. Skorið hjá mér kom mér ekkert á óvart í gær en það kom á óvart í hvaða sæti það skilaði mér," sagði Ísak Jasonarson. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég eyddi gærkvöldinu bara með kærustunni að fylgjast með Júróvisjón," sagði Ísak Jasonarson úr Keili þegar hann mætti til leiks á lokakeppnisdegi fyrsta mótsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ísak er á 17. aldursári og er ekki með bílpróf en hann er ekkert stressaður yfir því að vera í síðasta ráshópnum í dag með einum reynslumesta kylfing landsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak eru jafnir í efsta sæti á 72 höggum en þeir léku báðir á pari Hólmsvallar í Leiru í vondu veðri í gær. „Ég fékk far hingað með Arnóri vini mínum," sagði Ísak þegar hann var spurður að því hvernig hann hafi komið sér á keppnisstaðinn. „Mér líst vel á þetta í dag, frábærar aðstæður og miklu skemmtilegra að spila í svona veðri. Birgir Leifur er einn af þeim kylfingum sem ég hef litið upp til á undanförnum árum. Ég hlakka bara til að fá að spila með honum," bætti Ísak við. Unglingurinn úr Keili er ekki með kylfubera með sér í þessu móti frekar en öðrum mótum . „Mér finnst betra að vera einn og ég er að vanur því að vera ekki með aðstoðarmann. Ég þarf að spila á hörkuskori ef ég ætla mér að halda mig við toppinn. Skorið hjá mér kom mér ekkert á óvart í gær en það kom á óvart í hvaða sæti það skilaði mér," sagði Ísak Jasonarson.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira