Skúli og Baldur ætla að þjóna farþegum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2012 16:54 Skúli Mogensen, stjórnarformaður WOW, er hér fyrir miðju. Honum á vinstri hönd er Baldur Oddur Baldursson forstjóri og Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri er Skúla á hægri hönd. Vísir/Ellý Ármanns Tveir helstu stjórnendur WOW Air, Skúli Mogensen stjórnarformaður og Baldur Oddur Baldursson forstjóri, þjónuðu flugfarþegum í jómfrúarflugi félagsins til Parísar á fimmtudagsmorgun. Skúli Mogensen segir að í framtíðinni muni stjórnendur fyrirtækisins taka þátt í störfum áhafna félagsins. Þá munu flugliðar jafnframt vinna einn dag í mánuði á skrifstofunni. „Það er frábær leið til að kynnast okkar viðskiptavinum og kynnast því hvað við getum gert betur, kynnast starfsfólki og vera sýnilegir,“ sagði Skúli Mogensen í tali við Vísi daginn eftir jómfrúarferðina. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, því Baldur forstjóri segist reglulega hafa tekið vaktir við pizzubakstur á Dominos þegar hann var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis.Ánægjulegt að fara í loftiðUndirbúningur að stofnun WOW Air hefur staðið yfir í marga mánuði og Skúli segir það hafa verið stórkostlega upplifun að fara í loftið í fyrsta sinn. „Þetta var mjög ánægjulegt eftir gríðarlega mikla vinnutörn. Við erum búin að vinna dag og nótt að þessu í marga mánuði,“ segir Skúli. Skúli segist þakklátur öllu því fólki sem hafi komið að undirbúningnum. Hann tekur fram að þar sé um fleiri en starfsfólk WOW að ræða. Fyrirtækið hafi verið í samstarfi við fjölmarga aðila og nefnir hann starfsfólk ISAVIA sem dæmi.Íslensk ferðaþjónusta enn á byrjunarreitSamkeppnin er mjög hörð á flugmarkaðnum, en Skúli segir að tækifærin liggi í samvinnu við að efla ferðaþjónustu á Íslandi og Ísland í heild. „Þetta er mikil samkeppni, eða ef ég endurorða það, það er einn markaðsráðandi aðili á markaðnum sem er búinn að vera þar mjög lengi. En ég held að það sé líka ástæða til að hrósa Icelandair því þeir hafa staðið sig mjög vel í mjög mörgu og svo er búið að eiga sér stað mjög öflugt sameiginlegt átak í að efla ímynd landsins sem hefur tekist mjög vel,“ segir Skúli. Ferðaþjónustan sé þegar farin að skipta máli fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem hún sé núna um 12% af þjóðarframleiðslu. Það sé aftur á móti grundvallaratriði að enn sé hægt að stækka markaðinn og fá fleiri ferðamenn til landsins. „Við hefðum ekki farið inn á markaðinn nema af því að við erum sannfærð um það að ferðamannaþjónustan er enn á byrjunarreit og ég spái því að það muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum fjöldi ferðamanna sem kemur til landsins,“ segir Skúli.LangtímafjárfestingWOW mun þurfa að byggja á sérstöðu í samkeppni við hin félögin á markaðnum, Icelandair og Iceland Express. Skúli vill á þessu stigi málsins sem minnst segja um það hvernig WOW mun greina sig frá þeim. „En við ætlum okkur að vera og erum lágfargjaldaflugfélag. Samt sem áður teljum við að hægt sé að gera hlutina vel og með bros á vör þó þeir séu ódýrir,“ segir Skúli. Þá verði lögð áhersla á það að þjónustan við viðskiptavini snúist ekki einungis um það að selja flugsæti heldur þurfi að þjónusta viðskiptavini alla leið með því að bjóða upp á hótelgistingu og afþreyingu fyrir ferðamenn. Stjórnendur WOW vilji fara út í þjónustu á því sviði líka. „Ég hef verið að fjárfesta víða og ég lít á þetta sem langtímaverkefni, eins og öll okkar verkefni,“ segir Skúli. Verkefnið muni því þróast og mótast með tímanum. „Sýnin er sú að geta boðið upp á heildarþjónustu fyrir ferðamenn sem koma til landsins, en líka fyrir Íslendinga sem ferðast til útlanda,“ bætir Skúli við.Hefur áhyggjur af stöðunni á evrusvæðinuFyrst í stað mun WOW air fljúga til þrettán áfangastaða í Evrópu. Það er djörf ákvörðun því óveðurskýin hrannast upp í efnahagslífinu á evrusvæðinu og ástandið kann að fara versnandi. Skúli viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af þessu. „Því miður er óróleiki í Evrópu, og reyndar víðar, og það getur tvímælalaust sett strik í reikninginn,“ segir Skúli. Þetta ástand muni geta haft slæm áhrif á endurreisn Íslands í heild sinni. WOW Air Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tveir helstu stjórnendur WOW Air, Skúli Mogensen stjórnarformaður og Baldur Oddur Baldursson forstjóri, þjónuðu flugfarþegum í jómfrúarflugi félagsins til Parísar á fimmtudagsmorgun. Skúli Mogensen segir að í framtíðinni muni stjórnendur fyrirtækisins taka þátt í störfum áhafna félagsins. Þá munu flugliðar jafnframt vinna einn dag í mánuði á skrifstofunni. „Það er frábær leið til að kynnast okkar viðskiptavinum og kynnast því hvað við getum gert betur, kynnast starfsfólki og vera sýnilegir,“ sagði Skúli Mogensen í tali við Vísi daginn eftir jómfrúarferðina. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, því Baldur forstjóri segist reglulega hafa tekið vaktir við pizzubakstur á Dominos þegar hann var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis.Ánægjulegt að fara í loftiðUndirbúningur að stofnun WOW Air hefur staðið yfir í marga mánuði og Skúli segir það hafa verið stórkostlega upplifun að fara í loftið í fyrsta sinn. „Þetta var mjög ánægjulegt eftir gríðarlega mikla vinnutörn. Við erum búin að vinna dag og nótt að þessu í marga mánuði,“ segir Skúli. Skúli segist þakklátur öllu því fólki sem hafi komið að undirbúningnum. Hann tekur fram að þar sé um fleiri en starfsfólk WOW að ræða. Fyrirtækið hafi verið í samstarfi við fjölmarga aðila og nefnir hann starfsfólk ISAVIA sem dæmi.Íslensk ferðaþjónusta enn á byrjunarreitSamkeppnin er mjög hörð á flugmarkaðnum, en Skúli segir að tækifærin liggi í samvinnu við að efla ferðaþjónustu á Íslandi og Ísland í heild. „Þetta er mikil samkeppni, eða ef ég endurorða það, það er einn markaðsráðandi aðili á markaðnum sem er búinn að vera þar mjög lengi. En ég held að það sé líka ástæða til að hrósa Icelandair því þeir hafa staðið sig mjög vel í mjög mörgu og svo er búið að eiga sér stað mjög öflugt sameiginlegt átak í að efla ímynd landsins sem hefur tekist mjög vel,“ segir Skúli. Ferðaþjónustan sé þegar farin að skipta máli fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem hún sé núna um 12% af þjóðarframleiðslu. Það sé aftur á móti grundvallaratriði að enn sé hægt að stækka markaðinn og fá fleiri ferðamenn til landsins. „Við hefðum ekki farið inn á markaðinn nema af því að við erum sannfærð um það að ferðamannaþjónustan er enn á byrjunarreit og ég spái því að það muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum fjöldi ferðamanna sem kemur til landsins,“ segir Skúli.LangtímafjárfestingWOW mun þurfa að byggja á sérstöðu í samkeppni við hin félögin á markaðnum, Icelandair og Iceland Express. Skúli vill á þessu stigi málsins sem minnst segja um það hvernig WOW mun greina sig frá þeim. „En við ætlum okkur að vera og erum lágfargjaldaflugfélag. Samt sem áður teljum við að hægt sé að gera hlutina vel og með bros á vör þó þeir séu ódýrir,“ segir Skúli. Þá verði lögð áhersla á það að þjónustan við viðskiptavini snúist ekki einungis um það að selja flugsæti heldur þurfi að þjónusta viðskiptavini alla leið með því að bjóða upp á hótelgistingu og afþreyingu fyrir ferðamenn. Stjórnendur WOW vilji fara út í þjónustu á því sviði líka. „Ég hef verið að fjárfesta víða og ég lít á þetta sem langtímaverkefni, eins og öll okkar verkefni,“ segir Skúli. Verkefnið muni því þróast og mótast með tímanum. „Sýnin er sú að geta boðið upp á heildarþjónustu fyrir ferðamenn sem koma til landsins, en líka fyrir Íslendinga sem ferðast til útlanda,“ bætir Skúli við.Hefur áhyggjur af stöðunni á evrusvæðinuFyrst í stað mun WOW air fljúga til þrettán áfangastaða í Evrópu. Það er djörf ákvörðun því óveðurskýin hrannast upp í efnahagslífinu á evrusvæðinu og ástandið kann að fara versnandi. Skúli viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af þessu. „Því miður er óróleiki í Evrópu, og reyndar víðar, og það getur tvímælalaust sett strik í reikninginn,“ segir Skúli. Þetta ástand muni geta haft slæm áhrif á endurreisn Íslands í heild sinni.
WOW Air Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira