Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 12:31 Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir. seth Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR. „Ég átti ekki von á þessu, það gat allt gerst, og ég er bara ánægð með þetta," sagði hin 17 ára gamla Anna Sólveg í morgun eftir að hún hafði lagt Ingunni Gunnarsdóttur úr GKG 5/4 í undanúrslitum. „Ég og Signý höfum ekki mæst áður að mig minnir en þetta verður bara skemmtilegt," sagði Anna Sólveig. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í úrslit. Ég hef ekki leikið mikið gegn Önnu Sólveigu, enda er fimm ára aldursmunur á okkur, hún hefur leikið gríðarlega vel á þessu móti," sagði Signý Arnórsdóttir úr Keili eftir að hún hafði lagt Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili að velli í undanúrslitum 3/2. „Ég er að pútta mun betur á þessu móti en ég hef gert fram til þessa í sumar. Og heilt yfir er ég sátt við spilamennskuna hjá mér. Vonandi náum við Keilisþrennu á þessu móti," sagði Signý. Bróðir hennar. Rúnar Arnórsson, er í keppni um þriðja sætið á þessu móti í karlaflokki en Birgir Leifur Hafþórsson verður mótherji hans í dag.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira