Daimond: Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður Magnús Halldórsson skrifar 4. júlí 2012 16:51 Bob Diamond. „Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður yfir því sem gerðist," sagði Bob Diamond, sem sagði upp störfum í gær sem forstjóri Barclays, frammi fyrir breskri þingnefnd í dag sem spurði hann ítarlega út í það hvernig stóð á því að bankinn falsaði vaxtakjör sín haustið 2008 með lögbrotum sem falla undir markaðsmisnotkun. Sérstaklega sagði Diamond að honum liði illa yfir upplýsingum um það, að miðlarar bankans hefðu rætt um það sín á milli að skála í kampavíni ef þeim tækist „vel upp" í því að ná niður vöxtum bankans, og fá þar með hærri bónusa. Gögn um það eru hluti af þeim gögnum sem breska fjármálaeftirlitið byggði ákvörðun sína um sekt á. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda, jafnvirði um 57 milljörðum króna, í sekt vegna brota bankans á millibankamarkaði í október 2008. Diamond sagðist þess fullviss að sagan myndi dæma Barclays sem „ótrúlega fjármálastofnun" og að bankinn hefði alltaf haft það í forgrunni að koma fram af ábyrgð með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Hann sagðist hins vegar ekki geta annað en viðurkennt að starfsmenn bankans hefðu staðið sig illa og verið óábyrgir þegar kom að vaxtasvindlinu. Diamond sagði síðan að það væri hans mat að þrýstingur hefði verði um það frá stjórnvöld í Bretlandi að lækka vaxtaálag á breska banka til þess að auðvelda þeim að fjármagna sig á tímum þar sem millibankamarkaðir voru svo gott sem frosnir, á haustmánuðum 2008. Vitnaði hann meðal annars til samtals sem hann átti við Paul Tucker, einn æðsta starfsmann Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, í októbermánuði 2008 þar sem Tucker sagði að þrýst hefði verið á um það að reyna að lækka vaxtaálagið á Barclays bankann. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég er sorgmæddur, vonsvikinn og reiður yfir því sem gerðist," sagði Bob Diamond, sem sagði upp störfum í gær sem forstjóri Barclays, frammi fyrir breskri þingnefnd í dag sem spurði hann ítarlega út í það hvernig stóð á því að bankinn falsaði vaxtakjör sín haustið 2008 með lögbrotum sem falla undir markaðsmisnotkun. Sérstaklega sagði Diamond að honum liði illa yfir upplýsingum um það, að miðlarar bankans hefðu rætt um það sín á milli að skála í kampavíni ef þeim tækist „vel upp" í því að ná niður vöxtum bankans, og fá þar með hærri bónusa. Gögn um það eru hluti af þeim gögnum sem breska fjármálaeftirlitið byggði ákvörðun sína um sekt á. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda, jafnvirði um 57 milljörðum króna, í sekt vegna brota bankans á millibankamarkaði í október 2008. Diamond sagðist þess fullviss að sagan myndi dæma Barclays sem „ótrúlega fjármálastofnun" og að bankinn hefði alltaf haft það í forgrunni að koma fram af ábyrgð með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Hann sagðist hins vegar ekki geta annað en viðurkennt að starfsmenn bankans hefðu staðið sig illa og verið óábyrgir þegar kom að vaxtasvindlinu. Diamond sagði síðan að það væri hans mat að þrýstingur hefði verði um það frá stjórnvöld í Bretlandi að lækka vaxtaálag á breska banka til þess að auðvelda þeim að fjármagna sig á tímum þar sem millibankamarkaðir voru svo gott sem frosnir, á haustmánuðum 2008. Vitnaði hann meðal annars til samtals sem hann átti við Paul Tucker, einn æðsta starfsmann Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, í októbermánuði 2008 þar sem Tucker sagði að þrýst hefði verið á um það að reyna að lækka vaxtaálagið á Barclays bankann.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira