Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 22:54 Bob Diamond. Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira