Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. júlí 2012 21:40 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira