Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 14:30 Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira