iPhone 5 væntanlegur á næstu dögum BBI skrifar 31. ágúst 2012 16:52 Mynd/AFP Sá orðrómur er nú í hámæli að Apple hyggist sleppa frá sér nýrri útgáfu af iPhone 12. september og „iPad mini" - smækkaðri gerð af spjaldtölvunni vinsælu - einhvern tíma í október. Ljósmyndir sem lekið hafa á netið benda til þess að síminn verði lengri og þynnri með stærri skjá og endingarbetra batteríi. Þá bendir allt til þess að tengið á símanum verði ekki með sama sniði og verið hefur. Spekúlantar þykjast einnig vissir um að Apple muni sleppa smærri gerð af iPad á markað, jafnvel þó að Steve Jobs hafi á sínum tíma sagt að ekkert vit væri í að framleiða 7 tommu spjaldtölvu nema notendur fengju sandpappír í kaupbæti til að pússa fingurna sína niður í fjórðung af venjulegri stærð svo þeir gætu notað skjáinn. Engu að síður búast menn við að nýja gerðin af iPad verði aðeins 7 tommur að stærð, en eldri gerðin er 10 tommur. Þessi smærri gerð af iPad yrði í rauninni fyrsta nýja Apple-varan sem kemur eftir að Steve Jobs lést á síðasta ári. Því verður spennandi að fylgjast með gengi hennar í samkeppni við vörur frá Amazon og Google.The Guardian segir frá. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sá orðrómur er nú í hámæli að Apple hyggist sleppa frá sér nýrri útgáfu af iPhone 12. september og „iPad mini" - smækkaðri gerð af spjaldtölvunni vinsælu - einhvern tíma í október. Ljósmyndir sem lekið hafa á netið benda til þess að síminn verði lengri og þynnri með stærri skjá og endingarbetra batteríi. Þá bendir allt til þess að tengið á símanum verði ekki með sama sniði og verið hefur. Spekúlantar þykjast einnig vissir um að Apple muni sleppa smærri gerð af iPad á markað, jafnvel þó að Steve Jobs hafi á sínum tíma sagt að ekkert vit væri í að framleiða 7 tommu spjaldtölvu nema notendur fengju sandpappír í kaupbæti til að pússa fingurna sína niður í fjórðung af venjulegri stærð svo þeir gætu notað skjáinn. Engu að síður búast menn við að nýja gerðin af iPad verði aðeins 7 tommur að stærð, en eldri gerðin er 10 tommur. Þessi smærri gerð af iPad yrði í rauninni fyrsta nýja Apple-varan sem kemur eftir að Steve Jobs lést á síðasta ári. Því verður spennandi að fylgjast með gengi hennar í samkeppni við vörur frá Amazon og Google.The Guardian segir frá.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira