Button vann sannfærandi sigur í Belgíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 13:48 Button slapp við áreksturinn í fyrstu beygju en liðsfélagi hans var ekki svo heppinn. nordicphotos/afp Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi. Formúla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button átti ekki í neinum vandræðum með að vinna belgíska kappaksturinn í dag. McLaren-bíll Buttons var lang bestur í kappakstrinum og ógnaði honum enginn alla keppnina. "Keppnin var gallalaus," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir keppnina. "Þessi kappakstur minnir okkur aðeins á hversu frábær ökumaður Button er." Kappaksturinn litaðist mikið af árekstrinum, sem varð í fyrstu beygju strax eftir ræsingu, því þar féllu úr leik Ferrari-ökumaðurinn Fernando Alonso, Lewis Hamilton á McLaren, Romain Grosjean á Lotus og Sergio Perez á Sauber. Kamui Kobayashi fékk líka að kenna á því í árekstrinum en náði þó að klára keppnina með herkjum. Sebastian Vettel ók frábærlega í dag og skilaði Red Bull-bílnum heim í annað sæti með því að stoppa aðeins einu sinni og skipta um dekk, eins og Button. Vettel átti nokkra frábæra framúrakstra sem skópu árangur hans á brautinni í dag. Kimi Raikkönen á Lotus lauk mótinu í þriðja sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir Kimi sem taldi sig geta sigrað mótið og styrkja stöðu sína í titilbaráttunni. Nico Hulkenberg náði frábæru fjórða sæti fyrir Force India-liðið. Hulkenberg ætti í raun að fá verðlaun fyrir besta akstur dagsins. Felipe Massa á Ferrari varð fimmti og Michael Schumacher sjöundi. Schumacher var kominn í annað sætið og það leit út fyrir að gamli meistarinn myndi koma sér á verðlaunapall. Allt kom fyrir ekki því enn bilaði bíllinn. Úrslit dagsins hafa gert titilbaráttuna enn áhugaverðari því nú er Vettel aðeins 24 stigum á eftir Alonso. Næst verður keppt á Monza á Ítalíu um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira