Matur

Helgarmaturinn - Uppáhalds pastarétturinn útbúinn á 10 mín

Helga Kristjánsdóttir deilir hér uppskrift af uppáhalds pastanu sínu.
Helga Kristjánsdóttir deilir hér uppskrift af uppáhalds pastanu sínu.

Helga Kristjánsdóttir blaðamaður/stílisti og „make-up artisti"

„Þegar ég vil gera vel við okkur fjölskylduna þá útbý ég þennan pastarétt. Ég er algerlega pastasjúk og kolféll fyrir fersku tortellini þegar ég bjó í Sviss."

Uppáhaldspastarétturinn útbúinn á 10 mínútum

Innihald:

Beikon

Sveppir

Hvítlaukur

Hreinn rjómaostur

Grænt pestó

Green olive&fennel bruschetta toppings

Matreiðslurjómi

Basilíka

Ferskur parmesanostur

Aðferð:

Ég byrja á að steikja beikon á pönnu, þannig að það verði einstaklega stökkt. Því næst bæti ég góðu magni af sveppum og ferskum hvítlauk saman við. Svo fer hreinn rjómaostur út í og smá grænt pestó og green olive&fennel bruschetta toppings frá Jamie Oliver. Til að þynna sósuna má nota matreiðslurjóma út í á þessum tímapunkti. Ferskt tortellini fyllt með hverju sem er soðið í nokkrar mínútur og skellt út í sósuna á pönnunni. Kryddað með smá salti og vel af svörtum pipar. Skreytt með helling af ferskri basilíku og parmesanosti. Voilá! Guðdómlegur réttur útbúinn á tíu mínútum.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.