Saknar Ólafs Gauks Ellý Ármanns skrifar 28. september 2012 10:45 Myndir/ Barbra Porter, einkasafn og Mummi Lú. Lífið hitti Svanhildi Jakobsdóttur söngkonu og átti við hana einlægt spjall um lífið eftir fráfall Ólafs Gauks, lífsförunauts hennar. Svanhildur er umvafin verkefnum og nýtur lífsins. Það var óvænt og skemmtilegt að heyra og sjá þig syngja með hljómsveitinni Nýdanskri á 25 ára afmælistónleikunum hennar í Eldborgarsal í Hörpu síðustu helgi. Hvernig var upplifunin? Hefur þú sungið í Hörpu áður? Nei, hef aldrei sungið í Eldborgarsalnum í Hörpu áður, bara komið þangað sem gestur. Eiginlega ótrúleg og miklu þægilegri upplifun að koma þarna fram með Nýdanskri en mig hefði nokkru sinni grunað. Þrátt fyrir stærðina á salnum og alla þessa 1.600 áheyrendur var þetta bara nokkuð heimilislegt eða það fannst mér. Stemningin var náttúrulega einstaklega góð, hljómburðurinn líka og maður fann hvað allir voru jákvæðir í salnum, sem hefur ekki lítið að segja fyrir þá sem koma fram. Og ég hreinlega verð að nota þetta tækifæri til að minnast á og þakka fyrir þær hlýju viðtökur sem ég fékk og jákvæða tölvupóstinn sem mér hefur borist. Allt þetta hefur svo sannarlega yljað mér um hjartarætur.Hvernig kom það til að þú söngst með Nýdanskri? Það var fyrir tíu árum sem Jón Ólafsson í Nýdanskri hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að taka lagið "Á sama tíma að ári" með Birni Jörundi og lagið átti að fara á plötu. Þá var ég oft og mörgum sinnum búin að segja "nei" við hina og þessa í sambandi við alls konar músík, svo nú ákvað ég að kúvenda og segja alltaf "já" í staðinn. En það er reyndar ekki alveg sama hver á í hlut og auðvitað segir maður ekki "nei" við hann Jón Ólafsson, fyrir utan það að ég var viss um að gaman væri að taka lagið með Birni Jörundi, sem og kom á daginn. Og svo í apríl í vor, hafði Jón Ólafsson aftur samband, sagði mér frá afmælistónleikum Nýdanskrar og spurði hvort ég væri til í að endurtaka leikinn. Auðvitað vildi ég það og þannig kom þetta nú til.Skoða má myndir sem teknar voru á tónleikunum í Hörpu hér.Heppin með skapgerð og hugar að heilsunni Þú ert stórglæsileg kona, Svanhildur. Hvernig í ósköpunum ferðu að því að halda þér í svona góðu formi líkamlega og hvernig sinnir þú andlegu hliðinni? Það er náttúrulega formalínið sem bjargar því sem bjargað verður og mjög gott að sofa í því á hverri einustu nóttu. Og svo auðvitað nýpressaður ávaxta- og grænmetissafi sem gerir öllum gott. Ekki má heldur gleyma að það er hið besta mál að vera alltaf eitthvað að dunda. Til dæmis gera útvarpsþætti og stjórna gítarskóla. Ég mæli eindregið með því. Og stressið við það hvort tveggja heldur manni að sjálfsögðu mjóum. Ég hef ekki leitt hugann neitt sérstaklega að andlegri hlið málanna en er heppin með nokkuð góða skapgerð, held ég. Ég velti mér ekki allt of mikið upp úr vandamálunum og hef ekki lagst í þunglyndi, enn sem komið er. Saknar Ólafs Gauks Eiginmaður þinn, tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur, féll frá fyrir rúmu ári, blessuð sé minning hans. Hvernig hefur þér tekist að takast á við sorgina og missinn? Já, Gaukur er farinn, en ég er hér enn þá og fyrst svona þurfti að fara, er ég þakklát fyrir að hann fór á undan mér. Held að það hefði verið verra ef ég hefði farið fyrst. Oft erfiðara fyrir karlmenn að spjara sig eina og ég hugsa að það hefði getað orðið nokkuð snúið fyrir hann. Við vorum alla tíð mjög náin og studdum hvort annað í lífsins ólgusjó. Og það gengur allt vel hjá mér, enda nóg við að vera, sem mér finnst skemmtilegast. Svo eignuðumst við tvö ótrúleg börn saman, Önnu Mjöll og Andra Gauk, sem eru í sífelldu sambandi þótt þau búi bæði í annarri heimsálfu.Viltu rifja upp fyrir okkur þegar þið Ólafur unnuð saman í tónlistinni og fyrir utan hana? Við Gaukur vorum ekki bara hjón, við vorum vinir, félagar og samstarfsmenn. Hann var náttúrulega búinn að vinna við tónlist nokkuð lengi þegar við rugluðum saman reytum okkar og löngu orðinn þekktur tónlistarmaður hér á landi. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum sem slíkum og þegar við stóðum saman á senunni, vorum við eiginlega ekki hjón. Ég var einn af strákunum, eins og sagt er í hljómsveitabransanum og fór í einu og öllu eftir því sem hann sagði þ.e.a.s. á senunni. Hann hafði þannig persónuleika til að bera að hann hafði hljómsveitina í hendi sér enda treystu menn og vissu að hér fór maður sem hafði vit á því sem hann var að segja og gera hvað tónlistina varðaði.Hvers saknarðu mest frá ykkar tíma saman? Hvers sakna ég? Ég sakna bara alls. Lífsins sem við áttum saman. Ferðalaganna. Út að borða. Að bera saman bækur okkar, ræða málin. Að sitja saman í rólegheitum í kaffi og jólaköku á sunnudögum. Fara í bíó og leikhús. Að vera með honum í Gítarskólanum. Ég sakna bara Gauks.Margir hafa upplifað missi og sakna ástvinar. Venst það einhvern tímann - að vera ekkja? Nú er aðeins rúmt ár síðan Gaukur lést. Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað um mig sem ekkju. Ekki enn þá. En auðvitað er ég það. Og hvort það venst einhvern tímann? Ég veit það ekki. Í dag finnst mér sem það muni aldrei venjast að vera án hans en er ekki sagt að tíminn lækni öll sár? Við skulum bara bíða og sjá hvað setur. Það er hvort sem er ekkert annað í stöðunni.Í myndasafni má sjá fallega fjölskyldumynd - sjá hér.Börnin búa vestan hafsBörnin ykkar búa erlendis. Hvernig er það fyrir þig sem móður hér heima á Íslandi? Bæði börnin okkar búa vestanhafs. Anna Mjöll í Los Angeles og Andri Gaukur er skurðlæknir í New Hampshire. Þau eru búin að búa þarna svo lengi að það hefur löngu vanist. Það veldur því, að ferðalög til og frá Ameríku eru óhjákvæmileg, þannig að ferðaglöðu fólki eins og mér, finnst það bara vera í nokkuð góðum málum. Ekkert að því að skreppa endrum og eins. Reyndar hefur heimurinn skroppið saman undanfarin ár t.d. með tilkomu Skype-samskiptaforritsins. Lítið mál að hringja á milli heimsálfa, kostar sama og ekkert. Öðruvísi mér áður brá, þegar himinhár símareikningurinn setti risastórt strik í heimilisbókhaldið.Nú ákvað Anna Mjöll að tileinka feril sinn tónlistinni og gerast söngkona eins og þú. Hafðir þú (og Ólafur) áhrif á ákvörðun hennar að ganga þennan veg? Nei, það var sannarlega ekki lagt að Önnu Mjöll að helga sig tónlistinni. Við vildum miklu heldur að hún yrði lögfræðingur eða læknir. En þegar ljóst var að hverju stefndi og hún hafði óumdeilanlega talsverða tónlistarhæfileika þá hvöttum við hana til að fara að læra. Fyrst á selló hér heima og síðar fór hún í sama skóla og pabbi hennar nam tónlist við í Los Angeles, The Dick Grove School Of Music. En til að gera langa sögu stutta, þá varð hún skyndilega fyrir valinu sem bakraddasöngkona hjá spænsku súperstjörnunni og sjarmörnum Julio Iglesias og ferðaðist um víða veröld með honum og fylgdarliði hans. Söngbakterían var komin til að vera og djassinn náði yfirhöndinni. Nú er hún orðin þekkt djasssöngkona í Los Angeles og þegar ég var á tónleikum hjá henni á skemmtistaðnum Vibrato´s í Beverly Hills í sumar, þá ætlaði ég auðvitað að rifna úr monti þegar troðfullur salurinn klappaði um leið og dívan gekk í salinn.Hvaða lag er í uppáhaldi sem þú hefur sungið (og af hverju)? Held að það sé ekkert sérstakt lag í uppáhaldi hjá mér af þeim sem ég hef raulað um dagana. En hins vegar finnst mér besta platan okkar vera svonefnd Vestmannaeyjaplata, sem kom út seint á 7. áratugnum. Enda óvenjulegar útsetningar Gauks á fallegum lögum Oddgeirs Kristjánssonar einfaldlega frábærar.Hvernig nýturðu hvers dags? Mér finnst mjög gaman að því sem ég er að fást við, bæði því að sinna Gítarskóla Ólafs Gauks og dunda við að setja saman útvarpsþætti. Og svo er það gleðigjafinn minn, hann Prins, sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra.Einhverjir ólifaðir draumar sem þú vilt deila með okkur? Ég hef satt að segja verið mjög heppin í lífinu. Fengið að prófa langflest af því sem mig hefur langað til að gera um dagana. Og megnið af því hefur einhvern veginn rekið á fjörur mínar og gerir enn. Og svo fékk ég hann Gauk, tvö frábær börn og auðvitað Prins - að hugsa sér!Sjá nánar um Stefnumót - útvarsþátt Svanhildar. Skroll-Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Lífið hitti Svanhildi Jakobsdóttur söngkonu og átti við hana einlægt spjall um lífið eftir fráfall Ólafs Gauks, lífsförunauts hennar. Svanhildur er umvafin verkefnum og nýtur lífsins. Það var óvænt og skemmtilegt að heyra og sjá þig syngja með hljómsveitinni Nýdanskri á 25 ára afmælistónleikunum hennar í Eldborgarsal í Hörpu síðustu helgi. Hvernig var upplifunin? Hefur þú sungið í Hörpu áður? Nei, hef aldrei sungið í Eldborgarsalnum í Hörpu áður, bara komið þangað sem gestur. Eiginlega ótrúleg og miklu þægilegri upplifun að koma þarna fram með Nýdanskri en mig hefði nokkru sinni grunað. Þrátt fyrir stærðina á salnum og alla þessa 1.600 áheyrendur var þetta bara nokkuð heimilislegt eða það fannst mér. Stemningin var náttúrulega einstaklega góð, hljómburðurinn líka og maður fann hvað allir voru jákvæðir í salnum, sem hefur ekki lítið að segja fyrir þá sem koma fram. Og ég hreinlega verð að nota þetta tækifæri til að minnast á og þakka fyrir þær hlýju viðtökur sem ég fékk og jákvæða tölvupóstinn sem mér hefur borist. Allt þetta hefur svo sannarlega yljað mér um hjartarætur.Hvernig kom það til að þú söngst með Nýdanskri? Það var fyrir tíu árum sem Jón Ólafsson í Nýdanskri hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að taka lagið "Á sama tíma að ári" með Birni Jörundi og lagið átti að fara á plötu. Þá var ég oft og mörgum sinnum búin að segja "nei" við hina og þessa í sambandi við alls konar músík, svo nú ákvað ég að kúvenda og segja alltaf "já" í staðinn. En það er reyndar ekki alveg sama hver á í hlut og auðvitað segir maður ekki "nei" við hann Jón Ólafsson, fyrir utan það að ég var viss um að gaman væri að taka lagið með Birni Jörundi, sem og kom á daginn. Og svo í apríl í vor, hafði Jón Ólafsson aftur samband, sagði mér frá afmælistónleikum Nýdanskrar og spurði hvort ég væri til í að endurtaka leikinn. Auðvitað vildi ég það og þannig kom þetta nú til.Skoða má myndir sem teknar voru á tónleikunum í Hörpu hér.Heppin með skapgerð og hugar að heilsunni Þú ert stórglæsileg kona, Svanhildur. Hvernig í ósköpunum ferðu að því að halda þér í svona góðu formi líkamlega og hvernig sinnir þú andlegu hliðinni? Það er náttúrulega formalínið sem bjargar því sem bjargað verður og mjög gott að sofa í því á hverri einustu nóttu. Og svo auðvitað nýpressaður ávaxta- og grænmetissafi sem gerir öllum gott. Ekki má heldur gleyma að það er hið besta mál að vera alltaf eitthvað að dunda. Til dæmis gera útvarpsþætti og stjórna gítarskóla. Ég mæli eindregið með því. Og stressið við það hvort tveggja heldur manni að sjálfsögðu mjóum. Ég hef ekki leitt hugann neitt sérstaklega að andlegri hlið málanna en er heppin með nokkuð góða skapgerð, held ég. Ég velti mér ekki allt of mikið upp úr vandamálunum og hef ekki lagst í þunglyndi, enn sem komið er. Saknar Ólafs Gauks Eiginmaður þinn, tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur, féll frá fyrir rúmu ári, blessuð sé minning hans. Hvernig hefur þér tekist að takast á við sorgina og missinn? Já, Gaukur er farinn, en ég er hér enn þá og fyrst svona þurfti að fara, er ég þakklát fyrir að hann fór á undan mér. Held að það hefði verið verra ef ég hefði farið fyrst. Oft erfiðara fyrir karlmenn að spjara sig eina og ég hugsa að það hefði getað orðið nokkuð snúið fyrir hann. Við vorum alla tíð mjög náin og studdum hvort annað í lífsins ólgusjó. Og það gengur allt vel hjá mér, enda nóg við að vera, sem mér finnst skemmtilegast. Svo eignuðumst við tvö ótrúleg börn saman, Önnu Mjöll og Andra Gauk, sem eru í sífelldu sambandi þótt þau búi bæði í annarri heimsálfu.Viltu rifja upp fyrir okkur þegar þið Ólafur unnuð saman í tónlistinni og fyrir utan hana? Við Gaukur vorum ekki bara hjón, við vorum vinir, félagar og samstarfsmenn. Hann var náttúrulega búinn að vinna við tónlist nokkuð lengi þegar við rugluðum saman reytum okkar og löngu orðinn þekktur tónlistarmaður hér á landi. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum sem slíkum og þegar við stóðum saman á senunni, vorum við eiginlega ekki hjón. Ég var einn af strákunum, eins og sagt er í hljómsveitabransanum og fór í einu og öllu eftir því sem hann sagði þ.e.a.s. á senunni. Hann hafði þannig persónuleika til að bera að hann hafði hljómsveitina í hendi sér enda treystu menn og vissu að hér fór maður sem hafði vit á því sem hann var að segja og gera hvað tónlistina varðaði.Hvers saknarðu mest frá ykkar tíma saman? Hvers sakna ég? Ég sakna bara alls. Lífsins sem við áttum saman. Ferðalaganna. Út að borða. Að bera saman bækur okkar, ræða málin. Að sitja saman í rólegheitum í kaffi og jólaköku á sunnudögum. Fara í bíó og leikhús. Að vera með honum í Gítarskólanum. Ég sakna bara Gauks.Margir hafa upplifað missi og sakna ástvinar. Venst það einhvern tímann - að vera ekkja? Nú er aðeins rúmt ár síðan Gaukur lést. Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað um mig sem ekkju. Ekki enn þá. En auðvitað er ég það. Og hvort það venst einhvern tímann? Ég veit það ekki. Í dag finnst mér sem það muni aldrei venjast að vera án hans en er ekki sagt að tíminn lækni öll sár? Við skulum bara bíða og sjá hvað setur. Það er hvort sem er ekkert annað í stöðunni.Í myndasafni má sjá fallega fjölskyldumynd - sjá hér.Börnin búa vestan hafsBörnin ykkar búa erlendis. Hvernig er það fyrir þig sem móður hér heima á Íslandi? Bæði börnin okkar búa vestanhafs. Anna Mjöll í Los Angeles og Andri Gaukur er skurðlæknir í New Hampshire. Þau eru búin að búa þarna svo lengi að það hefur löngu vanist. Það veldur því, að ferðalög til og frá Ameríku eru óhjákvæmileg, þannig að ferðaglöðu fólki eins og mér, finnst það bara vera í nokkuð góðum málum. Ekkert að því að skreppa endrum og eins. Reyndar hefur heimurinn skroppið saman undanfarin ár t.d. með tilkomu Skype-samskiptaforritsins. Lítið mál að hringja á milli heimsálfa, kostar sama og ekkert. Öðruvísi mér áður brá, þegar himinhár símareikningurinn setti risastórt strik í heimilisbókhaldið.Nú ákvað Anna Mjöll að tileinka feril sinn tónlistinni og gerast söngkona eins og þú. Hafðir þú (og Ólafur) áhrif á ákvörðun hennar að ganga þennan veg? Nei, það var sannarlega ekki lagt að Önnu Mjöll að helga sig tónlistinni. Við vildum miklu heldur að hún yrði lögfræðingur eða læknir. En þegar ljóst var að hverju stefndi og hún hafði óumdeilanlega talsverða tónlistarhæfileika þá hvöttum við hana til að fara að læra. Fyrst á selló hér heima og síðar fór hún í sama skóla og pabbi hennar nam tónlist við í Los Angeles, The Dick Grove School Of Music. En til að gera langa sögu stutta, þá varð hún skyndilega fyrir valinu sem bakraddasöngkona hjá spænsku súperstjörnunni og sjarmörnum Julio Iglesias og ferðaðist um víða veröld með honum og fylgdarliði hans. Söngbakterían var komin til að vera og djassinn náði yfirhöndinni. Nú er hún orðin þekkt djasssöngkona í Los Angeles og þegar ég var á tónleikum hjá henni á skemmtistaðnum Vibrato´s í Beverly Hills í sumar, þá ætlaði ég auðvitað að rifna úr monti þegar troðfullur salurinn klappaði um leið og dívan gekk í salinn.Hvaða lag er í uppáhaldi sem þú hefur sungið (og af hverju)? Held að það sé ekkert sérstakt lag í uppáhaldi hjá mér af þeim sem ég hef raulað um dagana. En hins vegar finnst mér besta platan okkar vera svonefnd Vestmannaeyjaplata, sem kom út seint á 7. áratugnum. Enda óvenjulegar útsetningar Gauks á fallegum lögum Oddgeirs Kristjánssonar einfaldlega frábærar.Hvernig nýturðu hvers dags? Mér finnst mjög gaman að því sem ég er að fást við, bæði því að sinna Gítarskóla Ólafs Gauks og dunda við að setja saman útvarpsþætti. Og svo er það gleðigjafinn minn, hann Prins, sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra.Einhverjir ólifaðir draumar sem þú vilt deila með okkur? Ég hef satt að segja verið mjög heppin í lífinu. Fengið að prófa langflest af því sem mig hefur langað til að gera um dagana. Og megnið af því hefur einhvern veginn rekið á fjörur mínar og gerir enn. Og svo fékk ég hann Gauk, tvö frábær börn og auðvitað Prins - að hugsa sér!Sjá nánar um Stefnumót - útvarsþátt Svanhildar.
Skroll-Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira