Ótrúlegar sölutölur Apple - 10 þúsund ipad tölvur selst hér á landi Magnús Halldórsson skrifar 27. september 2012 12:15 Á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs Apple á þessu ári, samkvæmt afkomutilkynningu, seldust 17 milljónir i pad tölva um heim allan, eða sem nemur tæplega 200 þúsund tölvum á hverjum degi. Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna. Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil sala hefur verið á vörum Apple hér á landi það sem af er ári líkt og víðast hvar annars staðar erlendis. Umboðsaðili Apple á Ísland reiknar með því að selja fimmtán þúsund i pad spjaldtölvur á þessu ári. Það er ekki ofsögum sagt að hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hafi sigrað heiminn á undanförnum árum með nýjum vörum sínum. Snjallsími fyrirtækisins, iphone, hefur selst í yfir 200 milljónum eintaka um allan heim, og i pad spjaldtölvur litlu minna, og söluaukningin er mikil milli ára. Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, segir að vöxturinn hafi verið ótrúlega mikill. „Við höfum verið í nokkurn veginn sama takti og Apple þegar kemur að árlegum vexti í sölu hér á landi. Í fyrra jókst sala um 80 prósent, en á þessu ári hefur aukningin verið um 30 prósent," segir Bjarni. Salan á i pad spjaldtölvum hefur aukist mikið hér á landi á þessu ári, líkt og á mörkuðum erlendis. „Við höfum selt um 10 þúsund i pad tölvur á þessu ári, og ég geri ráð fyrir að um 15 þúsund tölvur verði seldar þegar árið er á enda," segir Bjarni. Til viðbótar þessu koma síðan i pad spjaldtölvur sem Íslendingar hafa keypt erlendis, en þær skipta að öllum líkindum þúsundum. Nýr sími frá Apple, i phone 5, seldist í ríflega fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum á fyrstu söludögum símans þar í landi. Búist er við því að síminn slái öll fyrri sölumet. Rekstrartölur Apple fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs sýna vel hversu mikil velgengni einkennir vörur fyrirtækisins þessa dagana. Á þriðja ársfjórðungi seldi fyrirtækið 26 milljónir iphone síma, sem jafngildir tæplega 300 þúsund símum á hverjum degi ársfjórðungsins. Heildartekjur námu 35 milljörðum dala á fyrrnefndu tímabili, sem jafngildir ríflega 4.400 milljörðum króna, eða sem nemur, tæplega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Hagnaður á fjórðunginum nam 8,8 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna.
Tækni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira