Hvorki lítil né alvarleg Jónas Sen skrifar 7. nóvember 2012 11:12 Garðar Thór Cortes Rossini: Petite messe solenelle Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Jóhann Smári Sævarsson. Laugardagur 3. nóvember Rossini (1792-1868) samdi aðallega óperur, en rétt fyrir fertugt hætti hann því. Ástæðurnar eru ekki kunnar. Kannski var hann bara orðinn svo ríkur að hann þurfti ekki lengur að vinna fyrir sér. Hugsanlega átti hann við þunglyndi að stríða; móðir hans dó um það leyti sem hann hætti að semja. Svo getur líka verið að hann hafi einfaldlega séð fram á að hann myndi fljótlega detta úr tísku. Listaheimurinn var ört að breytast. Fólk fór að vilja öðruvísi tónlist en þá sem hann kunni svo vel að búa til. Hann gat ekki höndlað það. Nokkrum árum fyrir dauða sinn samdi hann þó messu sem hann kallaði Petite messe solennelle, eða "Litla alvarlega messu". Nafnið var brandari, því messan er hvorki lítil né alvarleg. Hún er fyrir kór og einsöngvara, píanó og harmóníum, þ.e. stofuorgel. Stíllinn er léttur og óperukenndur, fallegar laglínur eru óteljandi. Þetta er hrífandi tónlist. Þrátt fyrir að verkið taki rúman klukkutíma er þar hvergi dauðan punkt að finna. Á laugardaginn var messan flutt af Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Tónleikarnir fóru fram í Langholtskirkju. Hólmfríður Sigurðardóttir spilaði á píanó, en Jón Stefánsson á harmóníum. Þau léku bæði prýðilega, en það heyrðist ekki mikið í þeim síðarnefnda. Stofuorgel er ekki kraftmikið hljóðfæri. En þegar það er haft fyrir aftan stóran konsertflygil þarf ekki að spyrja að leikslokum. Var ekki hægt að stilla þessu upp einhvern veginn öðruvísi? Kórinn söng ágætlega, það var líf og fjör í túlkuninni, stíllinn fyllilega í anda Rossinis. Tenórarnir voru að vísu stundum dálítið aðþrengdir á efstu tónunum, en það var ekki mjög áberandi. Einsöngurinn var oft áhrifamikill. Þóra Einarsdóttir sópran var frábær að vanda, hin fagra, dillandi rödd hennar naut sín fullkomlega í hinu létta andrúmslofti tónlistarinnar. Garðar Thór Cortes tenór var líka framúrskarandi; ég er ekki frá því að rödd hans hafi stækkað síðan ég heyrði í honum síðast. Jóhann Smári Sævarsson bassi hefur hins vegar átt betri daga. Á tónleikunum hljómaði sumt eins og hlutverkið væri hreinlega of hátt fyrir hann. Kannski var hann bara ekki í góðu formi. Hann virtist þurfa að hafa verulega mikið fyrir því sem hann var að gera. Loks ber að nefna Sigríði Ósk Kristjánsdóttur messósópran. Hún söng margt afar fallega. Röddin var þó dálítið kuldaleg, a.m.k. samanborið við rödd Þóru. Hún þarf að klæða hana meiri mýkt. Auk þess yfirgnæfði kórinn hana á tímabili í lokaatriðinu, sem var auðvitað mjög leiðinlegt. Messósópran er á tónsviði sem auðvelt er að valta yfir. Hér hefði stjórnandinn átt að huga betur að styrkleikajafnvæginu. Niðurstaða: Líflegur en dálítið misjafn flutningur á skemmtilegri messu eftir Rossini. Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Rossini: Petite messe solenelle Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Jóhann Smári Sævarsson. Laugardagur 3. nóvember Rossini (1792-1868) samdi aðallega óperur, en rétt fyrir fertugt hætti hann því. Ástæðurnar eru ekki kunnar. Kannski var hann bara orðinn svo ríkur að hann þurfti ekki lengur að vinna fyrir sér. Hugsanlega átti hann við þunglyndi að stríða; móðir hans dó um það leyti sem hann hætti að semja. Svo getur líka verið að hann hafi einfaldlega séð fram á að hann myndi fljótlega detta úr tísku. Listaheimurinn var ört að breytast. Fólk fór að vilja öðruvísi tónlist en þá sem hann kunni svo vel að búa til. Hann gat ekki höndlað það. Nokkrum árum fyrir dauða sinn samdi hann þó messu sem hann kallaði Petite messe solennelle, eða "Litla alvarlega messu". Nafnið var brandari, því messan er hvorki lítil né alvarleg. Hún er fyrir kór og einsöngvara, píanó og harmóníum, þ.e. stofuorgel. Stíllinn er léttur og óperukenndur, fallegar laglínur eru óteljandi. Þetta er hrífandi tónlist. Þrátt fyrir að verkið taki rúman klukkutíma er þar hvergi dauðan punkt að finna. Á laugardaginn var messan flutt af Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes. Tónleikarnir fóru fram í Langholtskirkju. Hólmfríður Sigurðardóttir spilaði á píanó, en Jón Stefánsson á harmóníum. Þau léku bæði prýðilega, en það heyrðist ekki mikið í þeim síðarnefnda. Stofuorgel er ekki kraftmikið hljóðfæri. En þegar það er haft fyrir aftan stóran konsertflygil þarf ekki að spyrja að leikslokum. Var ekki hægt að stilla þessu upp einhvern veginn öðruvísi? Kórinn söng ágætlega, það var líf og fjör í túlkuninni, stíllinn fyllilega í anda Rossinis. Tenórarnir voru að vísu stundum dálítið aðþrengdir á efstu tónunum, en það var ekki mjög áberandi. Einsöngurinn var oft áhrifamikill. Þóra Einarsdóttir sópran var frábær að vanda, hin fagra, dillandi rödd hennar naut sín fullkomlega í hinu létta andrúmslofti tónlistarinnar. Garðar Thór Cortes tenór var líka framúrskarandi; ég er ekki frá því að rödd hans hafi stækkað síðan ég heyrði í honum síðast. Jóhann Smári Sævarsson bassi hefur hins vegar átt betri daga. Á tónleikunum hljómaði sumt eins og hlutverkið væri hreinlega of hátt fyrir hann. Kannski var hann bara ekki í góðu formi. Hann virtist þurfa að hafa verulega mikið fyrir því sem hann var að gera. Loks ber að nefna Sigríði Ósk Kristjánsdóttur messósópran. Hún söng margt afar fallega. Röddin var þó dálítið kuldaleg, a.m.k. samanborið við rödd Þóru. Hún þarf að klæða hana meiri mýkt. Auk þess yfirgnæfði kórinn hana á tímabili í lokaatriðinu, sem var auðvitað mjög leiðinlegt. Messósópran er á tónsviði sem auðvelt er að valta yfir. Hér hefði stjórnandinn átt að huga betur að styrkleikajafnvæginu. Niðurstaða: Líflegur en dálítið misjafn flutningur á skemmtilegri messu eftir Rossini.
Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira