Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 00:01 Mitt Romney og Barack Obama. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum. Bandaríkin eru efnahagslegt stórveldi. Nokkrar staðreyndir varpa ljósi á stöðu bandaríska hagkerfisins, miðað við opinberar tölur bandaríska seðlabankans í lok árs 2011. • Árleg landsframleiðsla Bandaríkjanna í fyrra nam 15.290 milljörðum dala. • Bandaríska hagkerfið er það annað stærsta í heiminum, á eftir Evrópusambandinu í heild. Árleg landsframleiðsla Evrópusambandsríkjanna nam 15.650 milljörðum dala. Kína kemur á eftir Bandaríkjunum með 11.440 milljarða dala landsframleiðslu. • Landsframeiðsla á hvern íbúa nam í fyrra 49 þúsund dölum, eða sem nemur 6,2 milljónum króna. Bandaríkin eru í ellefta sæti á þann mælikvarða á heimsvísu. Í efstu sætum eru Lichtenstein með 143 þúsund dali á hvernig íbúa og Katar með 104,3 þúsund dali á hvern íbúa. Noregur er í sjöunda sæti með 54,2 þúsund dali á hvern íbúa. • Samtals eru 153,6 milljónir manna í þeim hópi sem telst til heildarvinnuafls landsins. Landið er í fjórða sæti á þann mælikvarða í heiminum á eftir Kína, Indlandi og Evrópusambandinu í heild. • Opinberar skuldir ríkissjóðs nema 67,7 prósent af árlegri landsframleiðslu, sé mið tekið af skilgreiningu bandaríska seðlabankans á opinberum skuldbindingum (Debt Held by the Public). Til viðbótar koma síðan aðrar skuldbindingar, t.d. vegna heilbrigðistrygginga og félagslegs stuðnings. • Í lok árs 2011 nam heildarvirði skráðra fyrirtækja á markaði í Bandaríkjunum 15.640 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega einni árlegri landsframleiðslu Bandaríkjanna. • Stærstu útflutningslönd Bandaríkjanna eru Kanada (19 prósent) Mexíkó (13,3 prósent), Kína (7 prósent) og Japan (4,5 prósent). Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 9 prósent í lok árs 2011 en mælist nú tæplega 8 prósent.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira