NBA í nótt: Knicks og San Antonio ósigruð - Allen yfir 23 þúsund stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2012 09:00 Ray Allen í leik með Miami. Mynd/AP Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks vann sinn þriðja sigur í röð og hefur ekki byrjað betur á tímabili í þrettán ár. Knicks vann góðan sigur á Philadelphia, 110-88, þar sem að Carmelo Anthony skoraði 21 stig og JR Smith sautján. Mestu munaði um góðan þriðja leikhluta þar sem að Knicks náði 21 stiga forystu í leiknum. Rasheed Wallace, sem er 38 ára, kom þá sterkur inn og skoraði átta stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Jrue Holiday var stigahæstur hjá Philadelphia með sautján stig en liðið náði sér ekki á strik eftir ágætan fyrsta leikhluta. San Antonio hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu til þessa sem er félagsmet. Liðið vann Indiana í nótt, 101-79, þar sem Gary Neal skoraði sautján stig fyrir San Antonio. Mikið munaði um framlag varamanna en þeir skoruðu alls 57 stig fyrir San Antonio en 35 stig fyrir Indiana. Sigur San Antonio var öruggur en skotnýting Indiana var aðeins upp á 35 prósent í leiknum. Miami hafði betur gegn Phoenix, 124-99, en leikurinn var sögulegur fyrir Ray Allen, leikmann Miami. Hann skoraði fimmtán stig alls og komst yfir 23 þúsund stig alls á ferlinum. Hann varð 24. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem afrekar það. LeBron James var með 23 stig og ellefu fráköst en Dwyane Wade kom næstur með 22 stig. Minnesota vann Brooklyn Nets, 107-96, eftir að hafa verið 22 stigum undir í leiknum. Alexey Shved og Chase Budinger fóru mikinn í fjórða leikhluta en Nets skoraði síðustu ellefu stig leiksins.Úrslit næturinnar: Philadelphia - NY Knicks 88-110 Brooklyn - Minnesota 96-107 Miami - Phoenix 124-99 Memphis - Utah 103-94 Dallas - Portland 114-91 San Antonio - Indiana 101-79 Sacramento - Golden state 94-92 LA Clippers - Cleveland 101-108 NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. New York Knicks vann sinn þriðja sigur í röð og hefur ekki byrjað betur á tímabili í þrettán ár. Knicks vann góðan sigur á Philadelphia, 110-88, þar sem að Carmelo Anthony skoraði 21 stig og JR Smith sautján. Mestu munaði um góðan þriðja leikhluta þar sem að Knicks náði 21 stiga forystu í leiknum. Rasheed Wallace, sem er 38 ára, kom þá sterkur inn og skoraði átta stig, þar af tvær þriggja stiga körfur. Jrue Holiday var stigahæstur hjá Philadelphia með sautján stig en liðið náði sér ekki á strik eftir ágætan fyrsta leikhluta. San Antonio hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu til þessa sem er félagsmet. Liðið vann Indiana í nótt, 101-79, þar sem Gary Neal skoraði sautján stig fyrir San Antonio. Mikið munaði um framlag varamanna en þeir skoruðu alls 57 stig fyrir San Antonio en 35 stig fyrir Indiana. Sigur San Antonio var öruggur en skotnýting Indiana var aðeins upp á 35 prósent í leiknum. Miami hafði betur gegn Phoenix, 124-99, en leikurinn var sögulegur fyrir Ray Allen, leikmann Miami. Hann skoraði fimmtán stig alls og komst yfir 23 þúsund stig alls á ferlinum. Hann varð 24. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem afrekar það. LeBron James var með 23 stig og ellefu fráköst en Dwyane Wade kom næstur með 22 stig. Minnesota vann Brooklyn Nets, 107-96, eftir að hafa verið 22 stigum undir í leiknum. Alexey Shved og Chase Budinger fóru mikinn í fjórða leikhluta en Nets skoraði síðustu ellefu stig leiksins.Úrslit næturinnar: Philadelphia - NY Knicks 88-110 Brooklyn - Minnesota 96-107 Miami - Phoenix 124-99 Memphis - Utah 103-94 Dallas - Portland 114-91 San Antonio - Indiana 101-79 Sacramento - Golden state 94-92 LA Clippers - Cleveland 101-108
NBA Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira